þriðjudagur, júní 08, 2004

Morgunvaktarvikan.

þá er mar mættur aftur. Eftir smá hlé. Fór á þetta líka fína ættarmót um helgina og vakti að sjálfsögðu alltof lengi eins og mín er von og vísa. Fór ekki að sofa fyrr en klukkan að verða sjö á sunnudagsmorguninn. Nefndin stóð sig alveg ótrúlega vel og var með leikþátt. Sem var þeirra útgáfa af Íslandi í bítið. Voru með svona fjölskyldufréttir og skjáauglýsingar og svona. Þórður frændi söng í karíóki í "þættinum" og Oddur Jarl 7ára spilaði og söng á gítar, ótrúlega flottur. Bara búinn að læra í vetur á gítarinn. Maturinn var æðislegur,grilluð læri. Staðsetningin var æðisleg. Mæli eindregið með Kjarnholti í Biskupstungum fyrir svona smærri hittinga. Þarna er heitur pottur,gufubað og rosalega góð lóð til að fara í allskonar leiki,eins og við að sjálfsögðu gerðum. Svo er sér hús þar sem eru borð og stólar og þar var veislan á laugardagskvöldið. Alveg hreint til fyrirmyndar. Og svo var náttlega rosa gaman að hitta allt þetta fólk og þá alveg sérstaklega Rúnu og Egil og þeirra afleggjara. Jökull er orðinn svo stór og alger gæi, Lissý er að þroskast alveg ótrúlega mikið en Hekla er mest eins og hún var síðast þegar ég sá hana. Love you gæs.


Nú eins og þið sjáið er ég að byrja að breyta og laga mitt ástsæla blogg aftur. Þetta er nú meira dútlið. Tekur alveg hreint ótrúlega langann tíma. En þetta kemur allt saman með kalda vatninu.
Ekki meir að sinni.
Knús í krús...........

Engin ummæli: