þriðjudagur, júní 29, 2004

Siste blogg í en uge...........

Ja mine elsklige, nu skal man resje ut pa landed. Med mine tante. Jibbikóla...... I gar aftes vi spiste hjemme hos mor og far med Suss og Putte. Og vi fik hangikjöt. namm namm.
Jísös kræst. Ég get svo svarið það að það var farið að hringla í hausnum á mér að hlusta á þær þrjá tala saman. Orðið obboslega langt síðan mar sat og hlustaði bara á dönsku.Ég hélt mér svona frekar til hlés svona rétt á meðan mar var að venjast þessu og að sjálfsögðu sat ég með mína prjóna. Og svo alltíeinu þegar ég er að telja átta lykkjur á milli fatta ég það að ég er farin að telja á dönsku. En, to, tre,fire,fem,sex, sju,atte. Halló. Hvað er í gangi. Það má ekki tala dönsku og þá er ég farin að telja á dönsku. Eins gott að að var ekki finnska. Ég kann nebbilega ekki finnsku. Þá hefði ég ekki getað talið. Reyndar hefur það nú alltaf verið sagt um mig að ég sé alveg hreint ótrúlega áhrifagjörn. Þegar við hér í denn heimsóttum Sigrúnu mágkonu á Reyðarfjörð var ég óðara farin að tala pínu syngjandi og þegar ég fór og heimsótti lille bro á Akureyri var ég alltíeinu farin að tala norðlensku. En svona er ég bara. Gassalega fljót að tileinka mér hinar ýmsustu málýskur. Enda alltaf átt auðvelt með að læra tungumál. En sem sagt, á morgun er það Halló Akureyri og Esso í fjóra daga. Fótbolti enn og aftur. Ohhhhhhh. Verð að fara að læra á þennann bésvítanns bolta. Svona fyrir litla strákinn hennar mömmu sinnar. Svo koma þær systur á föstudaginn og þá förum við að ferðast og svona. Gaman,gaman. Ég er sem sagt orðin opinberlega "gide"..........

Gurrý nágrannakona mín, sem býr við hliðina á mér er rifbeinsbrotin eftir smá hnikk í ...... og hringdi þessvegna í mig hér í kvöld og bað mig að hjálpa sér að bera inn. Hafði verið að versla. Sem ég að sjálfsögðu gerði. Og þá vildi hún endilega bjóða mér í eitt glas eða svo. Sem fyllibyttan ég þáði. Sátum og kjöftuðum um allt og ekkert til að verða hálf eitt. Sótti naglagræjurnar og lakkaði neglur og pússaði. Smá svona dekur. Svo lakkaði hún á mér tásurnar í stíl við puttana.Svo nú get ég verið berfætt í sandölum og ermalausum bol.....
Og nú er ég búin að þvo allt það sem bæst hafði í óhreinatauið síðan á laugardag. Bara að klára að pakka og þá er ég reddý. Þarf að skreppa í Kringluna í fyrramálið og ná mér í sundbol. Minn söng sitt síðasta í sumarbústaðarferð saumaklúbbsinns. Enda orðinn annsi gamall. Kominn tími á nýjann. Annars verðu lítið um blogg hér næstu tvær vikur eða svo. Nema ég komist í tölvu einhversstaðar í sveitinni. Læt þetta duga í bili.

Knús í krús..................

Engin ummæli: