sunnudagur, júní 27, 2004

Þrifdagurinn mikli.

Jæja þá er ég loksins búin að ná í nennuna og þrífa hér allt út úr dyrum. Enda ekki seinna að vænna, ekki hægt að vera að fara í ferðalag og skilja hér allt eftir í drasli og skít. Enda lyktar hér allt af Super 1o. Efninu góða. Hægt að spegla sig á gólfinu og óhreina tauið TÓMT. Úff hvað ér búin að vera dugleg. Og svo prjóna ég eins og vitlaus manneskja inn á milli. Skrapp til Sillunar minnar í gær og sat og prjónaði allann tímann. Gott að mar getur talað um leið og mar prjónar. Annars væri maður annsi leiðinlegur.

Skrapp til Sússýar frænku í gærkvöldi og prjónaði að sjálfsögðu og þá uppgötvaðist það að Kolla tengdadóttir hennar er að prjóna sama kjólinn og ég. Hún á að eiga í september og gengur með litla skvísu. Undarlegt að við skyldum velja sama kjólinn. Eins og það eru nú til margar uppskriftir af skírnarkjólum. Fyndið. Þannig að þau verða eins á skírnardaginn frænkan og frændinn.

Svo hringdi mamma hér í kvöld að spjalla og ég vissi að hún var búin að bjóða Sússý í mat annað kvöld, því að Putte kom í dag. Svo ég að sjálfsögðu spurði hvort okkur væri ekki líka boðið í mat. Og uðvitað gat hún ekki sagt nei. Svo nú erum við í fríu fæði annað kvöld. Og það ekki af lakarin endanum. Hangikjöt með öllu tilheyrandi. Mmmmmm


Annars varð ég nú hálf sár út í Egil og Rúnu í gær. Hringdi í þau til að fá þau í heimsókn eitt kvöld áður en þau færu. Og þá eru þau bara bókuð í matarboð, laugardag,sunnudag og mánudag. Ég ætlaði nefnilega að bjóða þeim í mat og var búin að nefan það við þau, en þá vildu þau ekkert svoleiðis umstang og sögðust bara koma í kaffi eða rautt. Nenntu ekki að standa í þessum matarboðum endalaust. Þannig að það verður ekkert úr því að við hittumst áður en ég fer norður og svo fara þau heim á miðvikudaginn. Já, verð að viðurkenna það. Varð pínu sár. But so be it.... Reyndar talaði hún um að við gætum hist á kaffihúsi á mánudaginn. En það er ekki það sama. En mér þykir samt obboslega vænt um þau þrátt fyrir allt..

Jæja ætli það sé ekki best að fara að brjóta saman þvottinn úr síðasta þurrkaranum og ganga frá því, taka svo eins og tvo eða þrjá hringi á prjónum og skella sér svo í bólið.

Knús í krús............

Engin ummæli: