sunnudagur, júní 13, 2004

Setti hér til hliðar link inn á blog.central.is þar sem skrifaði á meðan þetta blogg mitt var í lamasessi. Nennti ómögulega að copy og paste öllu dótinu hingað yfir. Enda þá færi allt í rugl, hvað varðar dagsettningar og svona. Svo nú er það hér til hliðar undir Hitt bullið mitt.

Fórum til Guðnýjar og Sigga í nýja-gamla húsið. Gátum aðeins tekið til hendinni og rifum upp gólfdúk og skröpuðum 5o ára gamlann pappa af gólfinu. Annsi hrædd um að ég fái eins og eina eða tvær blöðrur í lófanna eftir þetta puð. En það er alltílæ. Örn Aron fór með okkur og var sko betri en enginn. Skóf og skrapaði eins og hann ætti lífið að leysa. Ótrúlega duglegur snáðinn.
Það er annað en vesenið á honum í gærkvöldi. Eins og þið vitið fórum víð í afmæli og þar sem allir voru í afmæli var ekki svo gott að fá pössun. Svo ég hringdi í mömmu Antons besta vinar hanns og það var auðfengið að hann mætti gista. Svo erum við ekki búin að vera í veislunni nema svona klukkutíma þá hringir vinurinn og er sko kominn heim. Með hausverk,magaverk og illt í hálsinum því að Anton hafði verið að klípa hann.Uhhh. Svo ég hringi í mömmuna aftur og þá hafði hún ekki hugmynd um að hann hefði farið, því að þeir voru í íbúðinni á hæðinni fyrir neðan. Svo hún bauðst til að hringja í gæjann og tala hann til og sendi mér svo sms um að allt væri í lagi og þeir að spila. Ok. Gott mál. Svo nú gátum við tekið aftur til við bjórdrykkju. hehe.. Klukkan hálf þrjú um nóttina þegar við vorum að labba og ná í taxa hringir kauði aftur. Hágrenjandi og er á leiðinni heim. Þá hafið hundurinn bitið hann í fæturnar og vildi ekki láta hann vera. Svo ég spyr hvort Gunna viti að hann sé farinn og nei hún veit það ekki því að hún er ekki heima, bara systirinn sem var að passa og hún vissi ekki heldur að hann hefði stungið af. Svo ég hringdi í Gunnu og greyið alveg miður sín, því þau ætluðu bara að taka einn rúnt í bæinn og svo aftur heim. En ég er alveg komin á þá skoðun að það þýðir ekkert fyrir lillann minn að gista annarsstaðar en heima hjá sér, afa og ömmu og svo Lonni og Baldri. Það er allaf eitthvað vesen á honum þegar hann ætlar að gista hjá vinum sínum. En svo er aftur ekkert mál að vinirnir gisti hjá honum. Hann er alveg hreint ótrúlega heimakær þessi elska. Og á mar ekki bara að þakka fyrir það og vona að það haldist sem lengst þannig.
Hann er og verðu alltaf örverpið á bænum. En hvað um það. Þegar við vorum á leiðinni heim frá G og S þá var klukkan orðin það margt að við nenntum ekki að elda svo við komum við á KFC og keyptu okkur að snæða og tókum það heim með okkur. Hefðum betur snætt á staðnum eða kíkt í kassana áður en við fórum. Ég pantaði 5 bita og 1 BBC bita. þegar heim kom og kassarnir opnaðir voru 5 BBC bitar og 1 venjulegur. Djö.... svekkelsi. En við létum okkur hafa það, ekki nenntum við að keyra aftur upp í Mosó til að skila þessu. En það er öruggt mál að mar passar sig á þessu þegar við einhverntímann förum aftur á KFC


En, nú er ég að hugsa um að koma mér einusinni tímanlega í bælið svo ég liggi ekki framyfir hádegi á morgun. Á kvöldvaktir næstu tvo daga og svo verður afmæliskaffi fyrir de family á miðvikudagskvöldið.
Knús í krús................................

Engin ummæli: