föstudagur, júní 25, 2004

Ónýtar hendur.............

.
Jæja þá er ég loksinns búin að kaupa garnið í skírnarkjólinn fína. Og er sko búin að prjóna 6 cm. Góð. Og svo þykist Lilja ætla að skíra í ágúst. Ég bað hana nú bara vel að lifa. Ég verð ekki búin með hann á 2 mánuðum. Þetta er prjónað á svo fína prjóna að þetta er eins og að prjóna með nálum. Er gjörsamlega að drepast í höndunum. Er ekki alveg að fatta hvað ég var að hugsa. Held að ég hafi ekki prjónað í ein sko 7 eða 8 ár. Hefði kannski átt að byrja á litlum sokkum eða einhverju álíka stóru. En nei, mar ræðst sko ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. En hvað um það hann er ógó flottur. Allavega á myndinni. Það er verst að maður er svo lengi með hvern hring. það eru sko 320 lykkjur.
En hann verður voða sætur litli grákurinn hennar ömmu sinnar í þessum herlegheitum og því alveg erfiðisinn virði. Annars hefur maður það bara ljúft í sumarfríi og svona. Gera minna en ekki neitt. Hér er allt að drukkna í drasli og dóti, og ég bara hreinlega hef enga nennu til að taka til. Skrapp til Olgu í dag og nú er hún á fullu að reyna að telja mig inn á að fá mér kettling. Hún var búin að gefa kettlinginn en fólkið sem tók hann að sér kom 2 vikum seinna og skiluðu honum. Skil bara ekkert í þeim, hann er algjört æði. Algjör kelirófa, vill bara láta halda á sér og teygir hálsinn svo maður komsist betur að við að klóra honum. En so sorry. Diddinn minn vill ekki kött. Ekki einusinni svona sæta kisustelpu. Hún heitir Mímósa litla snúllan.
Lonni og Baldur fóru á tónleikana með Deep Purple í kvöld. Hún hringdi hingað 3svar og leyfði pabba sínum að hlusta smá. Og þá sat hann bara eins og ég veit ekki hvað og brosti eins og auli. Fékk víst nettar strumpabólur. Svo fór ég og sótti þau og keyrði heim. Og það er víst óhætt að segja það að þau hreinlega hafi verið í vímu. Aldrei lennt í öðru eins. Svo voru þau svo sæt í sér og keyptu bol á gamla og Maju mömmu Baldurs. Þau hringdu líka í hana og hún fór bara að skæla. Langaði svo að vera þarna en var í veiði.

Jæja ætli það sé ekki best að fara að koma sér í bólið, svo mar sofi ekki allann daginn á morgun. Er að hugsa um að vera voða dugleg og kikka á Silluna mína ef hún er heimavið. Vonandi að það verði sól og blíða. Læt þetta duga í bili.........

Knús í krús.......

Engin ummæli: