þriðjudagur, apríl 13, 2004

Mér er orðið ljóst að maður á alltaf að standa við loforð, hvað sem svo í skerst........................81 árs

.
Jæja þá er ég mætt aftur. Og það er sko bara að verða vika síðan síðast. Ekki það að ég hafi ekki nennt, það er bara búið að vera bilað að gera. Allt á fullu. Og allt góðir og skemmtilegir hlutir. Já þvílík dásemdarvika.. Var að vinna mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Svo var sextugsafmæli Dadda svila míns um kvöldið, og ég var svo forsjál að biðja um frí á fimmtudeginum. Því það voru góðar veitingar í boði. Svona alveg óvænt. Allavega vissi ég ekkert um það. Sem sagt, rautt, hvítt og öl. Og maturinn, maður minn. Allt heimatilbúið af þeim hjónum, Dadda og Lilju. Og ég er alveg búin að komast að því, að þau eru snillingar ættu bara að fara út í veisluþjónustu. Svo var sungið af list og sungið meir. Mikið fjör og mikið gaman. Eins og reyndar alltaf þegar maður er með þessu fólki. þau eru öll svo jákvæð og hlý. Manni getur hreinlega ekki annað en liðið vel þegar maður er innan um þau. Svo bara þvo og þvo og pakka og pakka á fimmtudaginn og svo ekið sem leið lá til Svalbarðseyrar á föstudaginn. Og við vorum þrí-bíla. Við, Sússý og Gunnsa og svo Lonni, Lilja og Baldur Lonniar. Stoppað var í Brú til snæðings og þá uppgötvaðist það að Lonni og Baldur gleymdu sparifötunum, hangandi á skáphurðinni heima hjá sér.
Og samt voru þau búin að koma til mín um morguninn og fóru aftur heim til sín, því að þau gleymdu páskaegginu og bjórnum. Og fötin hengu beint á móti útidyrahurðinni. Svo nú voru góð ráð dýr, og Lonni hringi í Baldur Lilju sem ætlaði að koma á laugardeginum og bað hann að ná í fötin. Sem hann og gerði. En þau urðu nú samt að fara í gallabuxum í kirkjuna því Baldur var ekki kominn. En svo gátu þau skipt áður en veislan byrjaði.


Þegar við komum norður var tekið á móti oss með blómkálssúpu og brauði. Og Hlín mágkona stóð og hrærði í 100 lítra potti og hitaði 1000 brauð. Því von var á mörgum gestum. Hlýjar og notalega móttökur það. Svo var brunað í Sveinbjarnagerði þar sem boðin var gisting fyrir fermingargesti, ásamt morgunverði. Og þar áttum við gott kvöld. Fermingin var alveg meiriháttar og mjög persónuleg þar sem Gyrðir Örn frændi minn fermdist einn. Ekki var veislan síðri. Dásemdar matur og hnallþórur í eftirmat og kaffi. Veislan var fín og stóð í eina 5 klukkutíma. Mikið um skemmtiatriði og ræður. Og the raisin in the end of the dog. Hundur í vanskilum. Jísös. þeir eru algjört æði. Við gjörsamlega grenjuðum úr hlátri.


Litli kúturinn minn var víst búinn að lofa afanum sínum að spila eitt lag á blokkflautuna í veislunni. Og ekki vantaði að hann æfði sig á leiðinni norður. En svo þegar í veisluna var komið og hann sá allt þetta fólk fékk minn maður skyndilega í magann. Kom til mín og sagðist vera að drepast í maganum og ég get ábyggilega ekki spilað á flautuna. Og þá vissi ég alveg hvað var í gangi. Kvíði... Svo ég talaði við pabba og bað hann um að sleppa honum, sem var að sjálfsögðu ekkert mál. Svo ég tilkynnti stubbnum að hann þyrfti ekki að spila og þá læknaðist magaveikin ótrúlega hratt. Allavega borðaði hann á við 2 fullorðna. Enda mikill matmaður, og veit ekki hvað matvendni er. Fermingarbarnið sagði nokkur orð við gestina og þá fór minn maður að hafa áhyggjur af því að hann þyrfti að tala í sinni fermingu, sem by the way er eftir 4 ár. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.. En sem sagt góð helgi í allastaði. Frábært að hitta allt þetta fólk, hefði samt viljað hafa meiri tíma með brósanum mínum og fjölskydunni hanns.. En það verður að bíða betri tíma.
Svo er vinna á morgun, kvöldvakt og vinnuhelgi framundan. arrrrrrggggg. Jájá, ég veit, ég veit. Vera þakklát fyrir að hafa vinnu. Þoli samt ekki þessar vinnuhelgar. So bí it..
Nenni ekki meir.
Knús í krús.................

Engin ummæli: