þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ææ. Nú er ég sorgmædd. Var bent á síðu móður sem eignaðist fyrirbura í febrúar og er búin að lesa hana. Þvílík sorg og barátta. Sendi henni mínar dýpstu samúðarkveðjur í þessari erfiðu barátt. Farið endilega inn á síðuna hennar og kommentið hjá henni. Sendum henni styrk. Litli drengurinn hennar berst fyrir lífi sínu, og hún skrifar svo einlægt að það er þyngra en tárum tekur. Ég er algjörlega búin að grenja úr mér augun og þakka fyrir börnin mín þrú. Þau eru öll yndisleg.
Þið komist hér inn á síðuna. KRISTÓFER

Knús í krús........

Engin ummæli: