mánudagur, apríl 26, 2004

Jæja snúllu dúllurnar mínar. Þá er enn ein helgin liðin. Og morgunvaktavika framundan hjá mér. Jey..Mér finnst það bestu vikurna. Mæta klukkan hálf átta og fara heim klukkan fjögur. Ég leita alveg logandi ljósi að þannig vinnu, en það er víst fátt um fína drætti. Hef svo sem ekki gert neitt merkilegt þessa fríhelgi mína. Ekki farið út úr húsi. Sveiattann. En, samt, var voða dugleg í gær og þreif hér allt hátt og lágt, skipti á öllum rúmun og þvoði örugglega einar 10 þvottavélar og þurrkaði og gekk líka frá. Gerðist nú svo djörf að reyna að viðra sængur og kodda úti á svölum, sem fór náttúrulega bara á einn veg. Það fauk allt draslið niður og lennti í garðinum hennar Oddnýjar. Huh. En Örn Aron var frískur og hljóp eftir þessu fyrir mömmuna sína. Þessi elska.


Svo kom Lija Bryndís hér við í dag. Nennti ekki að hanga heima yfir Baldri og Dóra að glápa á boltann. Skil hana vel.
Og ég sem ætlaði að vera svo dugleg og æfa mig í söng þessa helgi. Hef ekki tekið segulbandið upp úr töskunni, hvað þá nóturnar. Uss suss suss.


Annars er ég eitthvað tom i hoved. Har ikke noget at sige.
Knús í krús.............................................................................

Engin ummæli: