Jæja þá held ég að það sé kominn tími til að setja hér eitthvað niður. Sé á bloggi Sillunnar að hún er komin heim frá henni Ameríku. Gott að vita að allt gekk vel. Verð endilega að fara að heyra í henni. Velkomin heim dúllan mín. Adda kom hér við í kvöld og að sjálfsögðu var tekin óþverri. Endaði það með jafntefli.
Sem er að sjálfsögðu betra en tap. híhí.
Svo er nú aldeilis farið að styttast í tónleika hjá mínum yndislega kór. Eins gott að halda sig við efnið (segulbandupptökur) og læra textana utanaf. Nú þarf víst að klappa og svona og þá gengur náttúrulega ekki að halda á möppu. Ekki það að ég hafi vanið mig á að vera með möppu. Mér er eiginlega alveg fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að syngja á tónleikum og halda á möppu í leiðinni. Mér er það alveg ómögulegt. Svo nú er eins gott að standa sig. Svo verður voða spennandi að sjá lúkkið á kórnum. Kórinn hefur fest kaup á kórbúningum í fyrsta sinn. Bara helv.... flottir. Þeir verða afhenntir eftir næstu æfingu, svo þá getur mar farið heim að máta. Eins gott að hann klæði suma. Allavega eru þeir sér saumaðir á hverja konu fyrir sig svo allavega ættu þeir að passa. Nú svo á að skella sér á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur, þar sem við hjónin höfum gerst styrktaraðilar að þeim dásemdar kór. Og svo eru Vox femine með tónleika í Salnum 2 mai og ég er algjörlega græn af löngun til að fara að hlusta á þær. Sé til með það, það er víst ekki hægt að gera allt. Nýbúin að kaupa tölvu og svona. Og svo þarf líka að fara að undirbúa miðasöluna, minna fólk á sig, og að taka daginn frá.
Núhh. Stóru fréttirnar eru þær að hjónin hafa ákveðið að leggja land undir fót og skerppa til Köben þann 23 ágúst næstkomandi. jeyyyyyyyyy. Við áttum nebbilega 25 ára brúðkaupsafmæli í fyrra og fengum þessa líka fínu gjöf frá pabba, mömmu, Bóa bróðir og Hlín mágkonu. Það er að segja, vikuferð til Köben ásamt gistingu og morgunverði. Svo nú á að drífa sig. Og Diddan mín besta skinn og Lalli ætla að koma með okkur. Ekki leiðinlegt það. Svo fær örverpið að koma með í 3 daga. 4 daga eigum við ein. Svo nú er minn byrjaður að spara og búinn að tilkynna það að hann vilji bara pening í afmælisgjöf.
Svo vorum við Adda að spá í að brenna austur á Sólheima á morgun og sjá Latabæ í uppfærslu heimamanna. Fór í fyrra að sjá Hárið þar, og það var algjört æði. Og ekki skemmir að vinur Arnar Arons býr þar, svo þá væru tvær flugur slegnar í einu. Sjá Latabæ og leika við Jakob Reyni. Sjáum til hvað verður með það.
Lonni og Baldur skelltu sér í sumarbústað um helgina og hafa það sjálfsagt náðugt í heita pottinum. Ohh I wish I were there. Love the hot tub, eins og þið sjálfsagt vitið nú þegar. Ekki meir um það. Svo fer hún inn í stera eftir helgina þessi elska. Hún er alveg búin að ganga fram af sér síðustu mánuðina. Hún verður að læra að spara sjálfa sig. Nú er hún orðin hölt og farin að draga fótinn. Vonandi að sterarnir geri henni gott núna eins og alltaf.
Þið vinir mínir nær og fjær sem þetta blogg tetur mitt lesið. Viljið þið vera svo elskuleg og senda mér emil. Bara blanco. Þarf ekkert frekar að skrifa neitt í það. Ég er að safna aftur adressunum. Þau glötuðust í gömlu druslu-tölvunni.
gunna746@mmedia.is Mikið yrði ég glöð þá.
En nú er nóg komið, komin tími til að fara að lúlla.
Knús í krús....................................................................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli