fimmtudagur, apríl 15, 2004

Mér er orðið ljóst að ekkert veitir meira frelsi en að eiga peninga í banka.............................48 ára

.
Þá er ein kynningin en af baki. Ég bara skil ekkert í þessu, þetta skellur eins og hryðja á manni. Maður hleypur hús úr húsi til að fræðast um bestu andlitskremin, fótakremin, baðsöltin og vöðvabólgueiðandikremi. Svo í næsta hús að kynnast því nýjasta í tískunni. Þar mætir kona með fataslá og fleiri, fleiri poka af fötum í öllum stærðum og gerðum og þá er bara eftir að fara á kynninguna þar sem hreinlætisfræðin eru kennd í öllum sínum margbreytileika. Það er sko ekkert ansk.... Ajax hvítur stormsveipur meir. Nei, góða mín, nú dugar ekkert minna er Súper 10. Og svo er samt ein kynning eftir í mai af þessum dýrindis áðurnefndu líkamskremum. Hjúkkit sjúkkit. Þetta er nú bara alveg að verða gott. Eða hvað finnst ykkur ? En sem sagt ég var á fatakynningu í kvöld hjá Lonni. Fór að sjálfsögðu með þeim góða ásetningi að kaupa ekki neitt. (Taldi það nú lítið mál, þar sem ég er óttalega kresin á föt) En nei. Góði ásetningurinn flaug eins og páfakaukur sem sleppur úr búri sínu, beint út um gluggann. Ég keypti mér einar gallabuxur, svona líka helv... flottar. Og ég get sko sagt ykkur það, að ef ég fer á stúfana að leita mér að buxum kostar það nokkrar ferðir og góðann skammt af fýluköstum í undirritaðri. Veit hreinlega ekkert leiðinlegra en að kaupa mér flíkur. Öðru máli gegnir um skófatnað. Enda held ég að 10 viltir hestar gætu ekki dregið mig á skókynningu. Þá færi mín endanlega á hausin. Eða veski, maður minn. Við skulum ekki tala meir um það.
Já þær eru ekki lengi að slíta af manni þessa fáu aura sem maður á og á ekki.

En hvað um það. Má nú aðeins til með að monnta mig. Lonni Björg er búin á cut-downinu, og er búin að vera reyklaus í þrjá daga og Lilja Bryndís í einn dag. Duglegar stelpurnar hennar mömmu sinnar. Kannski mamman ætti að taka þær til fyrirmyndar. Verst að þá líður örugglega ekki á löngu áður en ég festist á milli hurðarstafanna. Og kæmist ekki spönn frá rassi. En ég er voða stolt af stelpunum mínum. Vonadi að þær standi sig í þessu.


Mamma fór í aðgerð á fætinum í dag. Fékk nokkrar nagla og plötur í hann fyrir nokkrum árum, eftir að hún datt út í London og smallaði öklann. Svo voru naglarnir farnir að ganga til og voru bara á leiðinni út úr fætinum, svona alveg upp á eigin spítur. Sem er náttúrulega ekki gott. Svo hún er búin að vera að drepast í langann tíma þessi elska. Svo nú er bara að vona að hún fái lausn frá verkjum. Hún á það nú alveg skilið. Ég á nú samt eftir að sjá hversu lengi hún getur setið eða legið kyrr. Þarf alltaf að vera á spani að taka til og þrífa. En hún verður bara að taka á honum stóra sínum og láta pabba um að ryksuga og skúra.
Já það verður léttir fyrir hana.

Jæja nú held ég að nóg sé komið af rausi
Knús í krús.....................................................

Engin ummæli: