fimmtudagur, nóvember 29, 2007
Enn að koma helgi
Áramótin 04-05
Og svo núna á síldarkynningunni góðu hér um daginn. Aðeins komið hvítt í konuna, en so vott. Eins og alþjóð veit er dýrt að versla í 10-11. En kommon. Lenti í því í morgun að það kom faðir með dóttur sinni eins og alla aðra morgna að kaupa kjallarabollu með osti, smurost og einn safa. Í morgun tek ég eftir því að það er enginn smurostur á borðinu. Spyr hvort þau ætli ekki að fá smurost og hann nei, þú átt ekki paprikuost. Ég hélt það nú. En sorrý hann var búin að kaupa hann annarsstaðar. Rukka hann svo um það sem hann átti að borga. Hann borgar og segir svo. Voðalega er þetta dýrt, hvað kostar þetta. Ég horfi á hann ísköldum augum og segi. 168 kr og 85. Verður manninum þá að orði, svakalega hefur þetta hækkað. Nema hvað. Hann labbar út og ég labba aftur í
mjólkurkælinn þar sem ég var að fylla á. Og fer að hugsa. Bíddu. Ekki notar hún smurost á ostaslaufuna. O.m.g. Það er ekki nema 60 kr. mismunur á ostaslaufu og kjallarabollu. Ég hleyp út og sé í rassgatið á bílnum burt af planinu. Shitt. Skyldi maðurinn koma aftur eða varð hann hræddur að eilífu á þessum verðhækkunum í 10-11. Oh, well, ég leiðrétti þetta í fyrramálið ef mannræfillinn þorir að koma aftur. Til stóð að við Örn Aron færum í bingó hjá 10-11 á laugardaginn, en svo hringir hundakonan í mig í dag og það er sko jólaföndur hjá henni á laugardagskvöldið. Mikið gaman og mikið stuð. Leyfið drengum að ráða. Hann valdi föndrið. Það eru náttla sætar stelpur þarna og svona. Og svo verður maður að gjalda líku líkt. Hundakonan kemur á opna húsið mitt. Svo að sjálfsögðu mæti ég í födrið hennar. Sonurinn fór út með hundinn áðan og bara varð að fara í kápunni minni sem ég kaupti í Halifax. Það er ískalt sagð´ann. Mátti til með að smella af honum mynd. Versogú...
Og ein af honum og prinsessunni in de house..
Nú er jólaglugginn komin á sinn stað í húsinu. Og allir voða ánægðir með hann. Spúsinn hafði orð á því að þetta væri flottasti glugginn sem ég hefði gjört. Haleluja.....Sýnishorn hér....
Og ein í svart hvítu..
Nenni ekki meir.
Yfir og út krúsarknús...................
mánudagur, nóvember 26, 2007
Smá trúnaðarbrestur í gangi
Annars búin að vera góð helgi og góður dagur í dag. Tónleikarnir í gær voru bara fínir. Mikið gaman. En óttalega var maður eitthvað lúin þegar mar kom heim. Enda langur dagur. Gerðis svo svona mest af því sem ég ætlaði í dag. Fór með skóna í viðgerð. Fór og keypti gardínur í stofuna. Og ömmustöngina. Fæ hana á morgun. Breyttum svo í stofunni móðir mín og ég. Og jibbý. Nú er sko pláss fyrir jólatréð. Hef þetta ekki lengra að sinni. Minni enn og aftur á opna húsið....
Yfir og út krúsarknús.......
laugardagur, nóvember 24, 2007
Krísa dauðans.
Sjæse mar. Ég er bara orðin uppgefin fyrirfram. Ætli ég verði ekki bara í fríi fram yfir áramót. NÆS... Er samt að spá í að blikka bossinn og fá frí þessa tvo daga á milli jóla og nýárs. Það er að segja ef hann fær einhverja skólakrakka til að vinna um jólin. Æji greyin. Þau þurfa náttla að hvíla sig þessar elskur. Minni enn og aftur á opna húsið mitt á laugardaginn næsta. Verður voða voða gaman. Sillan mín ætlar að vera mér til halds og trausts. Enda veit hún jafnmikið um þessi mál og ég. Hlakka til að sjá spúsann með svuntu og hatt, malla heitt súkkulaði og svona. Og Guðný. Ég veit að þú lest þetta. Þú bara drífur þig og endilega taka einhverjar kellur með. Hafdísi og svona. Koma so. Styðja sína.....Jæja, ætli það sé ekki komin tími á ból Bjarnar eins og fyrri daginn. Þarf orkuna á morgun.
Yfir og út krúsarknús....................
Andvaka dauðans....
Koma svo..... Harpa skarpa, Óföf kláraðu mig alveg og taka mömmsuna sína með. Inga Öddudóttla og taka mömmsuna sína með. Spánardósin líka. Koma svo. Kallinn verður settur í eldhúsið með svuntu og hatt, mun hita ekta súkkulaði með rjóma og bera fram með því smákökur.Og Ólöf, þú getur sko alveg líka fengi KAFFI. Þú veist úr nýju fínu vélinni minni. Og mögulega hitt einhverja kórkellur í leiðinni. Við gætum kanski sungið eins og eitt jólalag. Veður þú ekki örugglega með á jólatónleikunum ha. Ekkert að svindla kona góð. Og þú líka Guðný, veit þú lest þetta. Taktu einverjar kellur bara með þér. Mana ykkur til að kíkja. þarf ekki að taka langan tíma. Sína sig og sjá kynsysturnar og svona. Ohhhh,. Ég sem má sko ekki við því að vera andvaka núna. Kóræfing í fyrramálið. Og það sko raddæfing heima hjá Önnu sætu Siggu. Ekki veitir mér af þeirri æfingunni. Tvö lög sem verða sungin á tónleikunum núna á sunnudagin eru bara nánast eins og latína fyrir mér. Of ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það að mæma. Og þá sérstaklega í lagi þar sem við syngjum ekki sama texta og sópraninn. Ekki það, að ég held ég viti af hverju þetta fjand.... andvökustand er á mér. Nú er sko breytingaraldurinnhinnfrægikonuhrellir að taka sér bólfestu í mér. Af mér er einhver einkennileg lykt. Sem samt sem betur fer enginn annnar finnur nema ég. Stefnir í það að konan fari að fara í sturtu þrisvar á dag. Vil endilega benda ykkur að fara inn á linkin hér til hliðar sem vísar á Hössa Lár frænda. Þar er lag sem heitir African sky. Ótrúlega krúttleg og easy listening melodya. Flott lag. Búin að hlusta nokkrum sinnum á það og það er eiginlega orðið fast í hausnum á mér. Skyldi það vera ástæan fyrir andvöku minni. Oh my god....... Neeeiiiii. Það myndi þá frekar svæfa mig. Svo rólegt og ljúft. Þetta lag er eitthvað söfnunardæmi fyrir Shoe´s for Africa. Veit samt ekki hvernig það verður unnið. Kemur bara í ljós. Ætti kanski að biðja hann að semja svona lag fyrir mig. Shoe´s for Gunnsu. Ég hef alltaf sagt það og stend við það. Ég get aldrei og þá meina ég ALDREI átt of mikið af skóm, veskjum og skartgripum. Á kóræfingunni í gærkvöldi komu Maríus og Hanna Björk sem ætla að syngja með okkur á tónleikunum á sunnudaginn. Og þegar Maríus var að syngja þá stend ég náttla ásamt hinum kellunum og hlusta og horfi á hann. Fjallmyndarlegur drengur. Og þá datt mér það í hug að hann og Páll Óskar myndu sko eignast ótrúlega falleg börn. Sko saman. En so sorry, það er víst ekki að ganga. Algjör synd segi ég nú bara. Báðir svona líka sætir og myndarlegir. Syngja líka báðir eins og englar. Bara hvor á sinn hátt..
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
KALORÍUREGLUR FYRIR JÓLIN
Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur
Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur
Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú
Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.
Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.
Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.
Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði)
Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar
HENGIST Á ÍSSKÁPINN
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
Ekki svo mikið að frétta
En nú er nóg komið af engu. Eins og ég sagði í upphafi. Ekkert að frétta.
Yfir og út krúsarknús.............
sunnudagur, nóvember 18, 2007
Halelujah.....
Er hann ekki smart í skotabuxunum. Ég átti nú svona pils þegar ég var lítil stúlka....
Nokkrir vinir pabba einnig. Hundur í óskilum kom og komst held ég bara til skila. Þessir menn eru algjörir snillingar. Held barasta að við ættum að senda þá í Úrvisjón.... Árni Ísleifs kom með bandið og slógu þeir í gegn.
Lilja mágkona, ég og sonurinn.... Myndarlegt fólk ekki satt..
Að sjálfsögðu tóku þau smá swing við undirleik Árna Ísleifs og co......
Pabbi söng All of me. En ekki hvað. Jebb. Frábær dagur og kvöld í alla staði. Og nú er ég farin að lúlla. Ætla sko að lúlla til hádegis og ekki minna en það.....
Yfir og út krúsarknús.............
Es. Dúndra svo inn myndum á flickrið við tækifæri.....
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
Vonbrigði
Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæl´hann pabbi.
Hann á afmlæli í dag.
Til hamingju með það elsku pabbi.....
Hann ber nú aldurinn skratti vel kallinn. Lítur úr fyrir að vera ekki deginum eldri en sextugur. Verð nú að segja það. Vonandi að ég verði svona hress þegar ég kemst á þeirra aldur. Það má sko þakka fyrir það. Annars er ég að hugsa um að fara í náttfötin góðu. Henda mér í lata strák og láta hann gæli við mig. Horfa svo á House og fara að lúlla í hljóðlausa svefnherberginu mínu. hehehe......
Yfir og út krúsarknús.........
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Ok, það er runnið af mér.
Yfir og út krúsarknús..........