fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Enn að koma helgi

Þessar vikur fljúga frá manni á þvílíkum ógnarhraða að það hálfa væri sko korteri of mikið. Verð örugglega komin á Grund áður en ég veit af. En það er svo sem í lagi ef ég get hreyft mig fyrir spiki. Er búin að vera í nettu aðhaldi undanfarnar vikur. Vigtin mín var farin að síga uppávið og það er sko ekki í boði á þessu heimili. Ég ætla aldrei aftur að verða 110 kíló. Er búin að leggja allt of mikið á mig til að fara í sama farið aftur. Og jibbýjajey. Rúmlega 4 kíló farin. Bara 3 eftir og þá er ég komin í það sem ég var. Hitt er svo annað mál, ég vil tæta utan af mér svona 8 kíló. Þá verð ég asskoti fín. Eigum við eitthvað að ræða þetta frekar.

Áramótin 04-05



Og svo núna á síldarkynningunni góðu hér um daginn. Aðeins komið hvítt í konuna, en so vott. Eins og alþjóð veit er dýrt að versla í 10-11. En kommon. Lenti í því í morgun að það kom faðir með dóttur sinni eins og alla aðra morgna að kaupa kjallarabollu með osti, smurost og einn safa. Í morgun tek ég eftir því að það er enginn smurostur á borðinu. Spyr hvort þau ætli ekki að fá smurost og hann nei, þú átt ekki paprikuost. Ég hélt það nú. En sorrý hann var búin að kaupa hann annarsstaðar. Rukka hann svo um það sem hann átti að borga. Hann borgar og segir svo. Voðalega er þetta dýrt, hvað kostar þetta. Ég horfi á hann ísköldum augum og segi. 168 kr og 85. Verður manninum þá að orði, svakalega hefur þetta hækkað. Nema hvað. Hann labbar út og ég labba aftur í
mjólkurkælinn þar sem ég var að fylla á. Og fer að hugsa. Bíddu. Ekki notar hún smurost á ostaslaufuna. O.m.g. Það er ekki nema 60 kr. mismunur á ostaslaufu og kjallarabollu. Ég hleyp út og sé í rassgatið á bílnum burt af planinu. Shitt. Skyldi maðurinn koma aftur eða varð hann hræddur að eilífu á þessum verðhækkunum í 10-11. Oh, well, ég leiðrétti þetta í fyrramálið ef mannræfillinn þorir að koma aftur. Til stóð að við Örn Aron færum í bingó hjá 10-11 á laugardaginn, en svo hringir hundakonan í mig í dag og það er sko jólaföndur hjá henni á laugardagskvöldið. Mikið gaman og mikið stuð. Leyfið drengum að ráða. Hann valdi föndrið. Það eru náttla sætar stelpur þarna og svona. Og svo verður maður að gjalda líku líkt. Hundakonan kemur á opna húsið mitt. Svo að sjálfsögðu mæti ég í födrið hennar. Sonurinn fór út með hundinn áðan og bara varð að fara í kápunni minni sem ég kaupti í Halifax. Það er ískalt sagð´ann. Mátti til með að smella af honum mynd. Versogú...


Og ein af honum og prinsessunni in de house..


Nú er jólaglugginn komin á sinn stað í húsinu. Og allir voða ánægðir með hann. Spúsinn hafði orð á því að þetta væri flottasti glugginn sem ég hefði gjört. Haleluja.....Sýnishorn hér....




Og ein í svart hvítu..




Nenni ekki meir.

Yfir og út krúsarknús...................

mánudagur, nóvember 26, 2007

Smá trúnaðarbrestur í gangi

Sko. Ég var eiginlega búin að lofa að deila þessu ekki með neinum. En nú get ég ekki meir. Bara verð að sýna ykkur hvað við Silla, Kolla og ég vorum að dunda við á afmæliskvöldið hennar Sillu. Tékkið á þessu.
Annars búin að vera góð helgi og góður dagur í dag. Tónleikarnir í gær voru bara fínir. Mikið gaman. En óttalega var maður eitthvað lúin þegar mar kom heim. Enda langur dagur. Gerðis svo svona mest af því sem ég ætlaði í dag. Fór með skóna í viðgerð. Fór og keypti gardínur í stofuna. Og ömmustöngina. Fæ hana á morgun. Breyttum svo í stofunni móðir mín og ég. Og jibbý. Nú er sko pláss fyrir jólatréð. Hef þetta ekki lengra að sinni. Minni enn og aftur á opna húsið....

Yfir og út krúsarknús.......

laugardagur, nóvember 24, 2007

Krísa dauðans.

Hvar á ég að hafa jólatréð!!!!!!!!!! Ég er í sjokki. Það er ekki pláss fyrir jólatréð. Nú þarf ég sko versogú að taka mig til í andlitinu og endurhanna stofuna. Var svona að velta þessu fyrir mér í gær með gluggan minn fína og svona,. Og þá bara sko. Halló. Hvar á tréð að vera. Sko held bara að ég verði að flytja einu sinni enn. Svo vantar mig eitt herbergi í viðbót. Spurning með að svæla og svæla hér frammi í andyrir tvö og tékka á því hvort að frúin fína hér uppi selji mér ekki bara hennar hlut í þvottahúsinu og andyri tvö. Ha. Jebb lausn allra minna mála. Held sko nebblega að hún þoli ekki sígófýlu. Allavega er hún hætt að hengja þvott upp þarna frammi og svo er hún búin að taka allt sem hún átti í andyri tvö. Búin að setja upp lyktarsteina og svona. Meiri andskotin sem hún er lyktnæm. Aldrei reykt þarna frammi eða nálægt hurðinni fram í andyri tvö. Var annars á raddæfingu heima hjá Önnu Siggu í morgun. Veitti sko ekki af. Tóneikarnir á morgun. Klukkan 3 og 6. Mæting klukkan 1. Langur dagur framundan. Svo taka jólatónleikaæfingarnar við. Jibbý. En mikið verð ég samt glöð þegar þeir eru búnir. Þetta haust er búið að vera algjörlega hektik. Tónleika hér og þar. Æfingabúðir tvö á þessu ári. Aukaæfingar hér og þar. Allavega aftur að tónleikum morgundagsinns. Syngjum þar Búðarvísur. Og ég sá nótur af því lagi á síðustu æfingu. Sem sagt á miðvikudaginn. Og halló. Mæmingur dauðans framundan þar. Og svo syngjum við líka syrpu úr Sound of music. Hef áður sungið millikaflan en aldrei séð hitt. Fyrr en á miðvikukdaginn. Tók samt allt samviskulega upp á vininn minn besta. Sko Ipdoið. Er svo búin að sitja hér sveitt að æfa mig í allann dag. Ömmingja kallarnir mínir. Þurfa að hlusta á þetta allan liðlanga daginn. Og það altinn. Ma og pa komu hér í kvöld og spurðu hvort ekki væri eitthvað að frétta. Þá sagði spúsinn. Jú,jú. SÖNGUR. hehehehehehe.....Yoko var tekin í bað í kvöld. Orðin algjör haugur. Feldurinn allur í klessum og lyktin. Maður lifandi. Búrið sett í bað líka og sængin úr búrinu þvegin. Svo nú er hún voða fín og sæt. Ekki það að hún sé ekki alltaf sæt. Bara misjafnlega fín... Frúin er í fríi á mánudaginn. Just for the fun of it. Þarf samt að gera miljón og sjö hluti. Fara með skóna í viðgerð. Jú nó. Þessa sem Yoko át. Fara með Yoko til "sálfræðings". Ætla sko að læra öll trixin. Fara með soninn í passamyndatöku. Svo þar ég að fara með barnið í bankann. Ekki banka fór í banka. Hann er sko að fá debetkort í fyrsta sinn. Reyna að komast með hann í klippingu til Ríkeyjar. Hann er orðin svo loðinn þessi elska. Ætla svo í RL búðina og athuga hvort ég sjái ekki einhverja sæta gardínuvængi til að setja í stofuna. Svo að kaupa svona ömmustöng til að hengja þær á. Hér er ekkert til slíks. Bara helv.... rimlagluggatjöld. Og ef það er eitthvað sem fer mest í pirrurnar á mér þá er það solis.....
Sjæse mar. Ég er bara orðin uppgefin fyrirfram. Ætli ég verði ekki bara í fríi fram yfir áramót. NÆS... Er samt að spá í að blikka bossinn og fá frí þessa tvo daga á milli jóla og nýárs. Það er að segja ef hann fær einhverja skólakrakka til að vinna um jólin. Æji greyin. Þau þurfa náttla að hvíla sig þessar elskur. Minni enn og aftur á opna húsið mitt á laugardaginn næsta. Verður voða voða gaman. Sillan mín ætlar að vera mér til halds og trausts. Enda veit hún jafnmikið um þessi mál og ég. Hlakka til að sjá spúsann með svuntu og hatt, malla heitt súkkulaði og svona. Og Guðný. Ég veit að þú lest þetta. Þú bara drífur þig og endilega taka einhverjar kellur með. Hafdísi og svona. Koma so. Styðja sína.....Jæja, ætli það sé ekki komin tími á ból Bjarnar eins og fyrri daginn. Þarf orkuna á morgun.

Yfir og út krúsarknús....................

Andvaka dauðans....

Sit hér að verða hálf tvö og get ekki sofið. Var sko komin í bælið um ellefu. Búin að vera drulluslöpp í dag. Fór heim úr vinnu um hálf tvö og steinsofnaði í rúman klukkutíma. Mér var kallt. ég upplifði beinverki. hausverkurinn góðvinur löggunnar kíkti við. Slen og enn meira slen leit lílka við. Var svo bara skratti brött þegar ég vaknaði og nánast skipaði Sillu minni að kíkja við. Ömmingja snótin fagra, þorði ekki öðrur. Svo bara smátt og smátt komu allar þessar tilfinningar til baka. Skreið eins og fyrr segir í bælilð um hálf ellefu sem er náttla ekki í lagi á flöskudagskvöldi... Ég sem var búin að skipa spúsanum að finna til allt jóladótið því nú skyldi glugginn upp. En engin fór gluggi upp á þessu heimili í kvöld. Svo nú er stefnt á næsta föstudagskvköld. Ætla svo að vera með opið hús á laugaraginn. Sko laugardaginn eftir viku. Verð að selja bestu snyrtivörur ever. Opið frá svona eitt til fimm. Endilega að kíkja við.
Koma svo..... Harpa skarpa, Óföf kláraðu mig alveg og taka mömmsuna sína með. Inga Öddudóttla og taka mömmsuna sína með. Spánardósin líka. Koma svo. Kallinn verður settur í eldhúsið með svuntu og hatt, mun hita ekta súkkulaði með rjóma og bera fram með því smákökur.Og Ólöf, þú getur sko alveg líka fengi KAFFI. Þú veist úr nýju fínu vélinni minni. Og mögulega hitt einhverja kórkellur í leiðinni. Við gætum kanski sungið eins og eitt jólalag. Veður þú ekki örugglega með á jólatónleikunum ha. Ekkert að svindla kona góð. Og þú líka Guðný, veit þú lest þetta. Taktu einverjar kellur bara með þér. Mana ykkur til að kíkja. þarf ekki að taka langan tíma. Sína sig og sjá kynsysturnar og svona. Ohhhh,. Ég sem má sko ekki við því að vera andvaka núna. Kóræfing í fyrramálið. Og það sko raddæfing heima hjá Önnu sætu Siggu. Ekki veitir mér af þeirri æfingunni. Tvö lög sem verða sungin á tónleikunum núna á sunnudagin eru bara nánast eins og latína fyrir mér. Of ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það að mæma. Og þá sérstaklega í lagi þar sem við syngjum ekki sama texta og sópraninn. Ekki það, að ég held ég viti af hverju þetta fjand.... andvökustand er á mér. Nú er sko breytingaraldurinnhinnfrægikonuhrellir að taka sér bólfestu í mér. Af mér er einhver einkennileg lykt. Sem samt sem betur fer enginn annnar finnur nema ég. Stefnir í það að konan fari að fara í sturtu þrisvar á dag. Vil endilega benda ykkur að fara inn á linkin hér til hliðar sem vísar á Hössa Lár frænda. Þar er lag sem heitir African sky. Ótrúlega krúttleg og easy listening melodya. Flott lag. Búin að hlusta nokkrum sinnum á það og það er eiginlega orðið fast í hausnum á mér. Skyldi það vera ástæan fyrir andvöku minni. Oh my god....... Neeeiiiii. Það myndi þá frekar svæfa mig. Svo rólegt og ljúft. Þetta lag er eitthvað söfnunardæmi fyrir Shoe´s for Africa. Veit samt ekki hvernig það verður unnið. Kemur bara í ljós. Ætti kanski að biðja hann að semja svona lag fyrir mig. Shoe´s for Gunnsu. Ég hef alltaf sagt það og stend við það. Ég get aldrei og þá meina ég ALDREI átt of mikið af skóm, veskjum og skartgripum. Á kóræfingunni í gærkvöldi komu Maríus og Hanna Björk sem ætla að syngja með okkur á tónleikunum á sunnudaginn. Og þegar Maríus var að syngja þá stend ég náttla ásamt hinum kellunum og hlusta og horfi á hann. Fjallmyndarlegur drengur. Og þá datt mér það í hug að hann og Páll Óskar myndu sko eignast ótrúlega falleg börn. Sko saman. En so sorry, það er víst ekki að ganga. Algjör synd segi ég nú bara. Báðir svona líka sætir og myndarlegir. Syngja líka báðir eins og englar. Bara hvor á sinn hátt..

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

KALORÍUREGLUR FYRIR JÓLIN

Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur

Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.

Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur

Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú

Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.

Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.

Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.

Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði)

Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar

HENGIST Á ÍSSKÁPINN

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Ekki svo mikið að frétta

akkúrat þessa stundina. Var á kóræfingu í kvöld. Gospel og Vox saman. Vorum að byrja á jólalögunum. Hrikalega gaman. Elska það hreinlega þegar við byrjum á þeim. Eitthvað svo aahhhh gott. Sannfærðist enn betur um það að mér finnst betra að æfingar byrji klukkan sex enn ekki sjö, eins og hjá Voxurum. Maður er orðin eitthvað soldið lúin þegar maður skríður heim rúmlega tíu, oft að verða hálf ellefu. Þá er betra að koma heim um níu. Jebb. Maður á bara að segja eins og manni finnst og ekkert múður með það. Fáum aftur að syngja Sjá himins opnast hlið. Mín var ægilega kát með það. Bara dýrka þetta lag í þeirri útsetningu sem við flytjum það í. Svo fáum við líka að syngja Laudate pueri, domíne.. Ligga ligga lái. Kom mér alveg í opna skjöldu hvað ég man af þessu lagi. Frekar flókið. En alveg hreint ótrúlega fallegt og dásamlegt að syngja það. Var svo að taka aðeins til í linkunum hér til hliðar. Henti einhverjum út og bætti öðrum inn. Nenni ekkert að vera með linka á fólk sem er hætt að tjá skoðanir sína hér. Og svo eru aðrir sem ég er farin að lesa á hverjum degi. Skellti þeim inn. Breytti slóðinnin hjá Ólöfu sætu, Kláraðu mig alveg. Sá svo núna í templateinu að það er hægt að vera með slide show á síðunni með myndum frá sjálfum sér. Þarf að kanna það eitthvað nánar. Koma tímar koma ráð. Var nebbilega að reyna að setja mynd á hausinn og það var sko ekki að ganga. Þarf svo defenatly að fara að gefa mér tíma til að setja upp jólagluggan minn fræga. Hann verður kannski í stærri kantinum þessi jólin. Nú er það bara stofuglugginn sem verður fyrir barðinu á mér. Eldhúsglugginn svooooo lítill. Get kannski sett smá í hann. Bara svona upp á stemminguna.
En nú er nóg komið af engu. Eins og ég sagði í upphafi. Ekkert að frétta.

Yfir og út krúsarknús.............

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Halelujah.....

Það tókst svona líka með ágætum að plata pabba gamla. Við mamma og Bói bró erum semsagt búina að vera að plotta surprise afmælisveislu fyrir gamla í tilefni 70 áranna. Mamma er búin að fara á endalaust margar kynningar hjá Mirandas með mér. Sko allt í plati. Þurfti bara afsökun yfir öllu þessu kvöldútstáelsi, sem hún by the way er ekki þekkt fyrir. Veislan var haldin í Félagsheimili Seltjarnaness og þangað var öllum vinum og ættingjum boðið. Í boðskortinu var tekið fram að þetta væri leyndó og gamli mætti ekkert vita. Enda hefur hann haft miklar áhyggjur af þessu áhugaleysi allra fyrir þessum merkisdegi. Eina sem hann "vissi" var að við ætluðum saman út að borða í kvöld á einhverjum nýjum veitingastað sem væri sko bara að opna í kvöld. Diddi fór og sótti hjónin, batt fyrir augun á kalli og kom með þau í geimið. Gestir vinsamlegast beðnir um að þegja á meðan afmælisbarnið gekk í salinn blindfolded. Held bara að ég hafi aldrei séð gamla svona kjaftstopp þegar hann losnaði við augnumbúðirnar. Algjörlega dásamlegt. Yndislegt kvöld í alla staði. Lilja Bryndís og Gyrðir voru með smá tölu.
Er hann ekki smart í skotabuxunum. Ég átti nú svona pils þegar ég var lítil stúlka....

Nokkrir vinir pabba einnig. Hundur í óskilum kom og komst held ég bara til skila. Þessir menn eru algjörir snillingar. Held barasta að við ættum að senda þá í Úrvisjón.... Árni Ísleifs kom með bandið og slógu þeir í gegn.
Lilja mágkona, ég og sonurinn.... Myndarlegt fólk ekki satt..

Að sjálfsögðu tóku þau smá swing við undirleik Árna Ísleifs og co......
Pabbi söng All of me. En ekki hvað. Jebb. Frábær dagur og kvöld í alla staði. Og nú er ég farin að lúlla. Ætla sko að lúlla til hádegis og ekki minna en það.....

Yfir og út krúsarknús.............

Es. Dúndra svo inn myndum á flickrið við tækifæri.....

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Vonbrigði

Já, ég fór í hálfgert þunglyndi í dag. Er komin með helv.... beineyðingu í efri gómin. Aaaarrrrgggghhh... Ég er brjáluð. En nú á ég sem sagt að fara til tannholds sérfræðings. Og hún hélt að það ætti að vera hægt að laga þetta og halda svo niðri með reglubundnu eftirliti. Fara í tannsteinshreinsun 2svar á ári og svona. Ætla sko bara rétt að vona það.... Hefði sko alveg getað grenjað. Ættgengur andskoti. Alveg klárt mál. Allt of margir í þessari familyju með þetta til að það geti verið tilviljun. Hefði svo aftur getað grenjað þegar ég kom heim í dag. Hundurinn búin að éta í sundur bandið á flottu skónum sem Sillan mín gaf mér og ég elska út af lífinu. Nú er bara að vona að Nína skóari geti lagað þá fyrir mig. Pabbi gamli bara orðin sjötugur. Á afmæli í dag. Og mamma bauð kalli á Jómfrúna.


Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæl´hann pabbi.
Hann á afmlæli í dag.

Til hamingju með það elsku pabbi.....

Hann ber nú aldurinn skratti vel kallinn. Lítur úr fyrir að vera ekki deginum eldri en sextugur. Verð nú að segja það. Vonandi að ég verði svona hress þegar ég kemst á þeirra aldur. Það má sko þakka fyrir það. Annars er ég að hugsa um að fara í náttfötin góðu. Henda mér í lata strák og láta hann gæli við mig. Horfa svo á House og fara að lúlla í hljóðlausa svefnherberginu mínu. hehehe......

Yfir og út krúsarknús.........

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Ok, það er runnið af mér.

En allavega hef ég komist að því að áfengi á ekki að fara inn fyrir mínar varir á föstudagskvöldum. Það er alveg ljóst að ég þarf einn frídag áður en ég fer að þjóra. Fór á Ora kynningu þar sem verið var að kynna jólasíldina. Kolla fór líka. Þar var boðið upp á Sild að sjálfsögðu. Hvítt, rautt og bjór. Eftir tvö lítil hvít glös var mín orðin á´ðí. Sillan mín átti afmæli þennan dag og hafði boðið mér að koma í pottinn og hvítt. Tók bara Kollu með og við örkuðum af stað. Eitthvað var nú göngulag mitt skrikkjótt en upp í sjoppu komumst við á endanum. Og þangað sótti Silla okkur. Kolla fékk sér pullu. Svo svöng. Síldin ekki nóg í hennar malla. Svo var bara farið í pottinn, sátum þar örugglega í einn og hálfan tíma. Og mín hélt bara áfram að þamba hvítt. Feðgarnir komu svo og sóttu okkur. Sem sagt. Bannað að þjóra á föstudögum. Og það sérstaklega þegar helvítis ON takkinn er fastur inni. Ekki nokkur leið að stilla á OFF. Nei sem ég segi. Kannski það séu einhver alkagen í stelpunni sem sjórnar þessu. Maður bara spyr sig. Á laugardeginum brunuðum við austur á Hótel Heklu. Í boði Strætó. Vagnstjórar sem unnið hafa hjá fyrirtækinu í 25 ár fengu solis sko. Og aftur byrjaði ballið. Rautt með matnum. Bjór á verelsinu. Einn Irish coffee með Guggu eftir matin. Meiri bjór á verelsinu og smá tópas með. En nú var laugardagur og kona hefði sko getað gengið eftir línu. Ekki málið. Enda búin að hvíla sig í einn dag. Ljómandi fín ferð. Svo á mánudagin var fundarseta dauðans. Var að sjálfsögðu að vinna eins og lög gera ráð fyrir. Rétt kom heim og mætt að fund hjá Mirandas klukkan hálf fimm. Hann stóð til að verða sjö. Aftur heim og nánast strax út. Aðalfundur Vox klukkan átta. Og halló. Honum lauk ekki fyrr en að verða hálf tólf. Úff svona fundir eru ekki fyrir mína. Allavega ekki svona langir. Man ekki rassgat hvað sagt var síðasta klukkutíman eða svo. Spk tónleikarnir aðra helgi. Kann svona flest það sem þar verður sungið. Held að það séu þrjú lög sem ég þarf að læra. En það kemur. Ekki málið. Nú er ég orðin sybbin og ætla að lúlla í hausinn á mér. Er svo að fara til Möggu tannsa á morgun. Nú á að taka tékk á tannmálum konunnar. Sjá hvað þarf að gera og hvað hægt er að gera. Hlakka svo ekkert smá til að láta laga frontinn.

Yfir og út krúsarknús..........