sunnudagur, janúar 28, 2007

Skápatiltekt dauðans

Jebb. Hér var tekið til í skápum í dag. Það er að segja fataskápnum í hjónó og skápnum á ganginu. Fékk mömmu í lið með mér. Hún er svo dugleg að henda. Ekki ég. Hendi helst engu. Gæti þurft að nota þetta síðar og sona. Sem betur fer hafði ég vit á því að hafa hana með. Hér standa nú sex stórir plastpokar sem munu eignast heimili í Sorpu á morgun. Og eftir þessa tiltekt fannst móður minni ástæða til að telja sokkaeign hjónanna. Hann á 38 pör og hún 60 pör. Halló, er ekki allt í lagi með mann. Ég held barasta að ég þurfi ekki að versla mér sokka fyrr en 2010. Svo allavega þá er pláss í skápunum núna til að versla sér meira af fötum. Jibbý jey..... En nenni ekki meir. Mátti bara til með að deila þessu með ykkur.
Yfir og út krúsarknús...........

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Og svo að lokum bóndinn sjálfur

Og hér er sonurinn á heimilinu

hehehehe

Okei.



Þú ert hrá dramadrottning.





Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust
"rare",
"medium rare",
"medium"
og "well done"
værir þú vægast sagt hrá. Jafnvel svo léttsteikt að heyra mætti hamborgarann baula þegar gafflinum væri stungið í hann. Þú ert drottning dramadrottninganna, tilfinningarík en fylgispök.



Hráar dramadrottningar lifa í afneitun. Þær viðurkenna ekki að þær séu dramadrottningar og telja sig búa yfir stóískri ró. Þegar bóla birtist á nefi, könguló sleppur inn um svefnherbergisgluggann eða hárið lætur ekki að stjórn er drottningin ekki lengi að reka upp óp, stökkvað upp á stól eða grýta hárburstanum út um gluggann. Ekki er því ráðlegt að vera í nærveru dramadrottningar er hún tekur köstin sín nema réttur útbúnaður sé hafður við höndina, þ.e. hjálmur, eyrnatappar og súkkulaði (eina lyfið sem virkar þegar kemur að því að róa niður drottninguna). En þrátt fyrir allt eru hráar dramadrottningar vænstu skinn og þegar allt leikur í lyndi hjá þeim (aðeins þegar tungl er fullt) eru þær sérlega hressar og skemmtilegar.



Hversu mikil dramadrottning ert þú?

Gaman að þessu. Er þaggi. Held að nú sé að koma sá tími að ég tapi mér í svona blogghvernigtýpaertuspurningaprófum. Oh my god tetta var svoooo langt orð.

Yfir og út krúsarknús............

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Sparaðu afganginn

Hvaða afgang. Hér er ég að vísa til nýjustu auglýsingabrellu Glitnis. Comon. Meiri hluti fjölskyldna á þessu skeri fleytir sér áfram á yfirdrætti. Það er að segja LÁNI hjá bankanum sínum. Og nú vilja þeir að þú sparir afganginn. Hvaða afgang er mér spurt. Þú verslar fyrir segjum 2560 krónur og þeir skuldfæra 2600 krónur. Og eins og staðan er í dag er fólk aldrei með pening á sér. Og er kannski að strauja kortafjandann 6 til 10 sinnum á dag. Þannig að þetta getur orðið dálagleg upphæð dag hvern. Yfirdrátturinn hækka og hækkar. Svo kemur að því að limitinu er náð og hvað gerir fólk þá. Fer til þjónustufulltrúanns og fær yfirdráttinn hækkaðan. Þannig að um næstu áramót verða viðskiptavinir Glitnis með himinháan yfirdrátt. Búnir að "spara" helling og borga sparnaðinn í vexti á yfirdrættinum. Ég er sko ekki alveg að fatta þessa stærðfræði. Segi nú ekki meir. Oh ég er svo heppin að vera í Landsbankanum sem er búinn að heita sama nafninu í miljón og sjö ár. Stabílheit eru fyrir mig í þessum málum. Held ég haldi mig bara þar og spari við mig yfridráttinn sem er sko alveg nógu hár fyrir. Tók sjálfa mig í Mirandas dekur í kvöld. Á orðið svoooo mikið af þessum dásemdar vörum. Fór í sturtu og laugaði mig með Lime sápunni dásamlegu. Bar síðan á mig Lime dásamlega boddy kremið. Setti svo á mig Dead see kornamaskan og nuddaði burt allar ógeðslegu dauðu húðflögurnar og endaði svo á þessu yndislega Lifting kremi. Og ekki má nú gleyma dýrðarinna fótakreminu sem tekur alla þreytu med det samme. Nú býð ég bara eftir því að þið elskurnar mínir viljið halda kynningu fyrir mig. Svo ég geti komið mér áfram á framabrautinni. Endilega kommenta með það. Þið sjáið sko ekki eftir því. Kle-inn minn yndislegur kom í besöge í vinnuna til min í dag. Ég hló og skríkti eins og barn á fyrstu jólunum sínum. Og sagði svo í saknaðarróm. " Oh hvað ég sakna þess að vinna með fólki." Oh my god hvað það var oft gaman í vinnunni hér á árum áður. Núna bara vinnur maður. Þegjandi og hljóðlaust. Stoppar ekki allan daginn. Minnist þess ekki að hafa rekið upp hláturroku eftir að ég byrjaði í 10-11. So ekki fyndið. En nú kallar ból Bjarnar enn eina ferðina. Það getur aldrei þagað þegar ég nenni ekki í bólið. Bara gólar og spangólar. Svo það er best að þagga niður í því og skríða uppí.

Yfir og út krúsarknús............

sunnudagur, janúar 21, 2007

Gaman að þessu.

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Dirty or Clean:
7. Tattoo eða göt:
8. Þekkjumst við persónulega?
9. Hver er tilgangurinn með lífinu?
10. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
11. Besta minningin þín um okkur?
12. Myndir þú gefa mér nýra?
13. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
14. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
15. Getum við hist og bakað köku?
16. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
17. Finnst þér ég góð manneskja?
18. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
19. Finnst þér ég aðlaðandi?
20. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
21. Í hverju sefuru?
22. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
23. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
24. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

Og koma svo...
Yfir og út krúsarknús.

laugardagur, janúar 20, 2007

Well,well,well.

Fyrsta kynningin afstaðin og gekk bara glimrandi vel. Sumir versluðu meir en aðrir og aðrir versluðu meira til að gera sumum greiða, svo einhver skuldar einhverjum greiða. Jamm. Þannig er nú það. En það var hrikalega gaman að hitta kellurnar úr Gospelnum. Vonandi að næst komist þær sem ekki komust núna. Í kvöld var þetta útilegugengið sem mætti. Alltaf sömu jaxlarnir. Ekki að spyrja að því. Ætti náttla að vera farin að lúlla núna. Alltaf sama sagan með mig. Komin helgi og þá verður beinlínis hættulegt að fara í bælið á skikkanlegum tíma. Gigg á morgun hjá Vox. Erum að fara að syngja við útskrif Háskóla Reykjavíkur. Voða hátíðlegt og fínt. Diddu syngur með okkur. Ekki skemmir það. Hún er náttla bara flott. Líkamsrækt er farin að sækja mikið á minn huga þessa daganna. Var búin að lofa sjálfri mér því að byrja eftir áramót þegar skólinn væri búinn og svona. En það er eitthvað voða erfitt að byrja. Bara verð að fara og taka mig saman í andlitinu. Svo get ég ekki ákveðið hvort ég á að fara í Laugar og taka tækin með trompi eða hvort ég ætti að byrja á því að fara í Rope joga. Vinnan borgar Laugar en ekki Ropið. En held samt að skynsamlegast væri að byrja á joganu. Konan hefur náttla ekki hreyft sig í hundarð og sjö ár. Svo kanski er best að byrja rólega. Hef það fyrir satt að jogað sé mjög gott og styrkjandi. Og svo meðan ég man. Tekin var mynd af okkur stöllum (þ.e. Sillu og moi) í kvöld. Ætla að skella henni hér inn síðar. Þá sko sjáið þið hvað Mirandas hefur gert fyrir oss. Þarf bara að fá Stínu með myndavélina hingað í heimsókn svo ég geti sett hana hér inn. Eða kanski hún bara maili hana til mín. Það er líka hægt. Dásamleg þessi tækni. Hvernig í veröldinni fórum við að hér áður fyrr. Mér er spurt....

Yfir og út krúsarknús....................

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Fúli pyttur.

Ekki verðuð ráðið á skrifstofurnar upp eins og stendur. Hún vill samt hafa mig bak við eyrað ef eitthvað breytist. So. Ekki þýðir að grenja yfir því. Er búin að sækja um tvær stöður. Aðra auglýsta hjá Capacent og svo eina sem ég fann á fyrirtækisvefsíðu. Læt það ekkert upp hér að svo stöddu, hvaða stöður þetta eru. Kemur bara í ljós. Ekkert varð að kynningunni hjá Sillunni minni í kvöld. Eitthvað gekk henni illa á fá konur til að mæta. Allir eitthvað svo bissí og svona. Og ég sem hélt að Silla gæti allt sem hún tæki sér fyrir hendur. huhu.... En anyways, kynning hjá Stínu annað kvöld. Vonandi að kellurnar verði kaupglaðar. Því þá á ég von á góðum vinningi. Svona erum við sætar á Mirandas. Svo ferskar að það hálfa væri korter. Þessi var tekin á kynningu hjá Hörpu Gospelsystur. Soon to become Vox systir. Vonandi.
Liggaliggalái. Fór svo með drenginn í klippingu í dag og allt annað að sjá barnið. Sést í sæta fésið aftur. Engin niðurstaða komin í fermingahúsasalavandamálinu. En það kemur. Nenni ekki að stressa mig yfir þessu. Þetta reddast. Þarf samt að fara að setja mig í gírinn og búa til boðskort. Ætti að geta það eftir skólagöngu vora. Hef annars ekki mikið að segja er að hugsa um að skríða í bælið og fara svona einu sinni snemma að sofa. Reyna það allavega.

Yfir og út krúsarknús......

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Ekkert að frétta enn

Arrrggggg. Hvursu lengi er hægt að láta mann bíða og bíða og bíða og bíða og bíða. Ég er orðin svo biðin að það hálfa væri sko korter. Fór eftir vinnu í dag að skoða salinn sem mamma var búin að fá fyrir ferminguna. Og oh my god. Er ekki alltílagi með fólk. Við erum að tala um Quiz noz á Suðurlandsbrautinni. Þar innaf er salur sem tekur 46 manns í sæti og svo þröngur og borulegur að það væri kanski í lagi að halda upp á 10 ára afmæli með einu skólabekk eða svo. Hvernig dettur konunni í hug að segja við mömmu að þetta sé fínt fyrir rúmlega 60 manna veislu. Svo nú er mar aftur á byrjunarreit. Ætli maður hafi þetta ekki bara heima. Og bjóði helmingnum klukkan 5 og seinni helming klukkan 7. Maður verður náttla að redda sér. Allt í skralli. Hugsi,hugsi,hugsi..... Svo er enn í boði að hafa þetta í Fíló á laugardeginum. Hélt að gamla fengi áfall þegar ég viðraði það við hana. Hún bara. Nei mér finnst það ekki hægt. Ekki búið að ferma hann þá og blablablablalbalbla.... En hvað um fólk sem heldur upp á stórafmæli helgina á undan afmælinu, krakkana sem fara í fermingarmyndatökuna mánuði fyrir fermingu. Hugsi,hugsi,hugsi... Ég hugsa svo mikið núna að það brakar í hausnum á mér. Ég á bara ekki til orð yfir þessa konu. Kom on er mannsveskjan ekki í veitingabransanum. Veit hún ekki hvað þarf til. Og eldhúsaðstaðan. Áttum við að elda á grillinu. Mér er bara spurt. Hurfngfmdklfjriðseo....... Anyways. See you when I see you.

Yfir og út krúsarknús.................

mánudagur, janúar 15, 2007

Ekkert að frétta af vinnu enn

Ég bara bíð og bíð. Hitti stúlkukindina í morgun sem á að sjá um þetta og hún sagði að þetta ætti að skýrast í dag eða á morgun. Svo nú er bara að krossa fingur fyrir frúna. Búin að sitja hér í kvöld og hlusta á kóræfinguna síðustu. Æfa mig og sona. Ekki veitir af. Dásamlegt að hafa sönginn aftur á fullu í mínum haus. Finn það sko núna hvað ég saknaði þess í haust. Þó svo að það hafi verið rosa gaman í skólanum. En það er alveg ljóst að sönglaus get ég ekki verið. Framundan raddæfingar á laugardögum og söngtímar hjá Diddú. Ekki slæmt það. Hlakka gegt til eins og unglingaskrímslin myndu segja. Eitthvað virðist vera að lifna yfir fasteignamarkaðinum í borginni. Komu hér hjón að skoða í kvöld, og það eru sko þriðja parið á mánuði. Ííííhaaaaaa. En svo er bara að bíða og vona. Verð að komast vestur fyrir læk. Alveg möst. Og á jarðhæð. Ekki spurning. Er að fara og skoða salinn á morgun þar sem fyrirhugað er að halda fermingarveislu erfðaprinsinns. Adda ætlar með að kíkja á eldhúskostinn. Þessi elska bauð Erni að elda fyrir hann. Og ekki þótti honum það leiðinlegt. Held að hann hafi matarást á þessari konu. Enda algjör snilli fyrir framan eldavélina.
María fyrrverandi Selectari og núverandi strætókeyrari í barneignafríi kom hér við um daginn að sýna mér erfingjann. Ótrúlega krúttleg og sæt stelpa. Snædís á hún að heita og eitthvað annað sem ekki er víst búið að ákveða. Fallegt nafn. Semsagt fyrst vann hún með mér og svo með spúsanum. Og svo er ég búin að vera með mömmu hennar í Gospelnum í 7 ár. Lítill heimur og minnkandi fer. Það held ég bara. Nenni ekki meir.

Yfir og út krúsarknús................

laugardagur, janúar 13, 2007

Sigga Kling

Jamm saumó í kvöld og Sigríður Klingenberg mætti í pleysið. Ótrúlega skemmtileg kona en verð nú að segja það að mér þykir hún frekar dýr. Hún sagði í símann að þetta tæki svona tvo tíma, kanski lengur færi eftir því hvursu skemmtilegar við væru. Við hljótum að vera rosa leiðinlegar. Hún var í klukkutíma og sagði okkur það að hún væri að flýta sér, væri að fara á annan stað. 25 þúsund kall flaug þar út um gluggan. Nei segi bara sona. Hún var rosa skemmtó og við höfðum mikið gaman að. Hefðum bara vilja að hún væri lengur.
Sjáum ekkert eftir fénu en komon. Gott tímakaup það. Fengum hrikalega góða kjúllasúpu hjá Önnu og osta og gúmmulaði á eftir. Verst að þurfa að fara út og fríska upp á sig. Algjörlega orðið óþolandi þetta með frískið.

En nú held ég að ég sé biluð. Kóræfing í fyrramálið klukkan 10 og ég enn vakandi. Held ég ætti að drusla mér í ból bjarnar. Diddinn að skemmta sér með vinnufélögunum og Örn Aron gistir hjá Lonni og Baldri. Svo nú býð ég góðrar nætur og óska ykkur beautiful drauma.+

Yfir og út krúsarknús..

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Bara skemmtilegt

Settar hafa verið inn VIÐBÆTUR FYRIR NÚTÍMAKONUR:



Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.



1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá

tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.

LÁTTANN SVO GANGA FRÁ ÖLLU Í ELDHÚSINU...OG VASKA UPP ÞAÐ SEM EKKI KEMST Í UPPÞVOTTAVÉLINA!!!!



2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur.Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.

SEGÐU HONUM SVO AÐ FARA Í STURTU OG ÞVO AF SÉR ÞENNAN ÞREYTUSVIP ÞVÍ ÞÚ HEFUR EKKI ORKU Í NEIN LEIÐINDI!!!





3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.

ÞEGAR HANN HEFUR SLAPPAÐ AF Í UM 5 MÍNÚTUR SENDANN ÞÁ Í SORPU MEÐ DRASLIÐ!!!





4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.

LÁTTANN SVO HJÁLPA KRÖKKUNUM MEÐ STÆRÐFRÆÐINA ÞVÍ ÞÚ ERT BÚIN AÐ FÁ NÓG AF RIFRILDINU Í ÞEIM OG ÞARFT SMÁ FRIÐ TIL AÐ ELDA!!!!



5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.

JÁ OK...RAFMAGNIÐ FÓR AF, KRAKKARNIR ERU Í AFMÆLI OG ÞÚ ERT HÁLFNUÐ MEÐ HVÍTVÍNSFLÖSKUNA!!!!



6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.

EN EF HANN NÆR EKKI AÐ KOMA HEIM Í MAT LÁTTANN ÞÁ FÁ SÉR SNARL ÞVÍ ÞÚ SKELLTIR ÞÉR Á MACDÓNALDS MEÐ KRÖKKUNUM!!!



7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.

NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG SEGÐONUM AÐ VISAREIKNINGURINN SÉ KOMINN, ÞIG LANGI Í NÝJA ELDHÚSINNRÉTTINGU OG AÐ ÞÚ SÉRT AÐ FARA Í HELGARFERÐ TIL LONDON MEÐ SAUMÓ... ÞAÐ ER MIKLU AUÐVELDARA FYRIR HANN AÐ TAKA ÖLLU ÞESSU ÞEGAR HAN ER Í RÓ OG NÆÐI.....!!!



8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.



FARÐU HINS VEGAR OFT OG REGLULEGA ÚT MEÐ STELPUNUM SVO ÞÚ KOÐNIR EKKI NIÐUR AF LEIÐINDUM MEÐ ÞESSU VIÐKVÆMA BLÓMI!!!!



10. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

OG ÞETTA ER EKKERT MÁL SVO FRAMARLEGA SEM HEIMILISHJÁLPIN MÆTIR DAGLEGA!!!!


Mátti til með að skella þessu inn hér. Algjör snilld. Anyways. Var að koma af kóræfingu. Dásamlega gaman. Vorum að byrja á verki eftir Báru Gríms. Frekar erftitt en verður örugglega hrikalega flott þegar þetta er komið í kollana á okkur. Var svo með Mirandas kynningu hér í gærköldi, startkynninguna mína. Svo nú er komið að mér að láta ljós mitt skína. Fékk bókaðar 5 kynningar svo það verður vitlaust að gera hjá frúnni á næstunni. En núna ætla ég að fara og hlusta á upptökurnar af æfingunni og heyra hvernig þetta kemur út í nýja upptökustúdíóinu mínu. aka Ipod. Laters gaters.
Yfir og út krúsarknús...........

mánudagur, janúar 08, 2007

Jólin farin


Jebb, nú eru jólin formelga farin úr mínu húsi. Allt tekið niður í kvöld og pakkað í kassa og kvatt með kossi og tár á kinn. Alltaf finnst mér jafnleiðinlegt að taka dótið niður. Eitthvað svo tómlegt og dimmt. Fór í kvöld á fund hjá Mirandas og svo kynning annað kvöld hjá mér. Fínt að byrja á þessu. Get þá farið að vinna fyrir neyslunni. Orðin fíkill á þessar vörur. Svo það er eins gott að standa sig. Fékk svo hringingu frá Capacent í dag og var boðuð í viðtal. Bókaradjobb í sex manna teymi. Spennandi. Gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Fæ að vita með 10-11 jobbið á morgun eða hinn. Líka spennandi. Allt svo voða spennandi þessa daganna. Kórinn á miðvikudag og Sigga Kling á föstudag.Litlu snúllurnar hér að horfa á söngvaborg eða eitthvað álíka. Mikael Orri var nú ekkert allt of kátur að hafa stúlkuna hjá sér. Henni fannst frekar skemmtilegt að pota í hann og setjast ofan á hann. En þau eru samt voða krúttleg. Hef annars ekki mikið að segja. Best að hætta áður en ég drita inn öllum myndunum úr tölvunni. Og svo endilega kvitta fyrir komuna á fína nýja bloggið mitt.

Yfir og út krúsarknús......

sunnudagur, janúar 07, 2007

Well

þá ætti þetta að vera komið. Held ég sé búin að laga alla þessa linka. Henda út linkum þar sem fólk hefur ekki skrifað í 107 mánuði. Ef ég hef klikkað og gleymt einhverjum endilega kommenta á mig. Og mín lagar það strax.. Fór í alt partýið í gærkvöldi og það var hrikalega skemmtilegt. Fengum ótrúlega góðan mat. Sátum og tróðum í okkur frá klukkan 18,30 og vorum ekki búnar að borða fyrr en um miðnættið. Fengum freyðivín og rússneskar pönnukökur í for forrétt, svo var sest að borðum og þá fengum við svartfugl og rauðvín í forrétt. Siðan kom grillaður humar og hvítvín. Svo að lokum var komið með þessa líka hrikalega góðu frauð tertu og hjemmelvet lime ís, kaffi og grand, koníak og baylis. Þvílíka flotta veislan. Svo fengum við allar rúnir og drógum við þær úr poka. Ég dró Dagur. Og þessi lesning fylgdi með henni.

Dagur táknar nýja tíma. Öryggi, ný markmið, ný tækifæri og velgengni eftir erfiðleikatímabil.

Sá sem dregur dögunarrúnina hefur hugrekki til að takast á við nýjar aðstæður. Rúnin ráðleggur þér að vera bjartsýnn, ganga óhikað móti hinu óþekkta og sýna það frumkvæði og skipulag sem þarf til að nýta þau góðu tækifæri sem bíða þín.

Ristu Dag eða berðu rúnina á þér þegar þú þarfnast hvatningar til að láta drauma þína rætast eða þegar þér finnst að þú munir aldrei hafa tíma til að gera það sem þú þráir. Staðfestu ásetning þinn um að nota dagsljósið til að feðast lengra og læra meira.

Dagur samsvarar D í nútímastafrófinu.


Já ekki slæmt það. Yndislegt kvöld í alla staði. Svo nú er mín frekar sibbin kom ekki heim fyrr en um 5 i morgun. Við þurftun náttla að syngja soldið eftir allt þetta át. Mikið hlegið og mikið talað og mikið sungið. Hvað er hægt að biðja um meira. Svo byrja æfingar á miðvikudaginn. Hlakka til þess að geta verið í kórnum 100%. En ekki meir að sinni, komið mál að linni.

Yfir og út krúsarknús........


laugardagur, janúar 06, 2007

Linkar og linkar

Já elskurnar minar. Nú þarf ég bara að drífa í því að laga linkana, vitlausar addressur á sum ykkar sem hafa verið að skipta eins og ég. Aðrir sem eru algjörlega hættir að blogga og svona alles. En ekki örvænta. Þetta mun lagast áður en frýs í helvíti. Eða þannig. Ekki meir í dag. Er að fara í partý í kvöld hjá Voxöltum. Bara gaman að því. Fór áðan og splæsti í nokkrar flíkur. Gleymdi að kaupa Lay low. En það kemur seinna með kalda vatninu. Ein mynd að lokum. Alveg að tapa mér í myndunum......Svona ein af hjónunum hér fyrir jól. Greinilega þreytt. Enda bitrukellingafundurinn á fullu. Frekar bitur mynd.
Yfir og út krúsarknús.......

Hallelujah

Var að ná mér í þetta lag með Jeff Buckley. Og oh my god. Tetta er sko ekkert venjulega flott lag. Ætlaði að fá þetta hjá Sillu fyrir margt löngu síðan en gleymdi því svo alltaf. En Lime wire rúlar bara. Sótti það þangað. jejejejeje......

Now I've heard there was a secret chord
that David played and it pleased the Lord,
but you don't really care for music, do you?
It goes like this: the fourth, the fifth
the minor fall, the major lift;
the baffled king composing Hallelujah!

Your faith was strong but you needed proof.
You saw her bathing on the roof;
her beauty and the moonlight overthrew you.
She tied you to a kitchen chair
she broke your throne, she cut your hair,
and from your lips she drew the Hallelujah!

You say I took the Name in vain;
I don't even know the name.
But if I did, well, really, what's it to you?
There's a blaze of light in every word;
It doesn't matter which you heard;
the holy, or the broken Hallelujah!

I did my best; it wasn't much.
I couldn't feel, so I tried to touch.
I've told the truth, I didn't come to fool you.
And even though it all went wrong,
I'll stand before the Lord of Song
with nothing on my tongue but Hallelujah!

Svo flottur texti líka að það hálfa væri sko korter.


Og svo er það framhaldssagan af Núinu. Vann 2 fyrir 1 á Carpe diem í dag. Þannig að staðan er sem sagt þessi. Ég get farið á nokkra staði og borgað fyrir einn en borðað fyrir tvo. Svo get ég farið í James Bönd og fengið spólu á spott. Og síðan rölt og látið brúnka mig aðeins áður en ég fer í Jui Juistu eða hvað það heitir svo að VÖÐVARNIR njóti sín örugglega.. Segi ekki meir.
Er ekki komin myndatími.....Þessi litli maður lúllar hjá ömmu sín í nótt. Og fór að sjálfsögðu í bað. Fannst ég greinilega ekki þrífa sig nógu vel, svo hann varð bara að ná bjakkið. hehehe......Yndislelgur í alla staði þessi ljúflingur og algjör kúrari.. Ætla svo á morgun að fara og splæsa á mig Lay low diskinum. Finnst þessi stúlka algjör snilli. Smílanairæmur. En ætli ekki sé komið nóg af bulli hér. Greinilegt á öllu að mér líður eins og heima hér á blogspot. Ætti að vera farin að fatta það að grasið er ekki endilega grænna hinu megin. Best að fara að lúlla sér svo mar verði hress með kút í fyrramálið. Knús til þín Didda besta skinn...

Yfir og út krúsarknús....
............

fimmtudagur, janúar 04, 2007

jú læk??

Jebb

held ég verði bara hér. Og nú er ég hætt þessu bulli. blogspot er langþægilegast. Alveg búin að komast að því. Annars hefur ekki svo mikið á daga mína drifið. Vinna, vinna og vinna. Er svo að fara að selja Mirandas snyrtivörurnar góðu. Hef sko yngst um 10 ár síðan ég fór að nota þær. Algjörlega dásamlegar. Alltaf nóg að gera svosem. Alltara partý hjá Voxinum á laugardaginn. Fundur hjá Mirandas á mánudaginn, kynning hjá mér á þriðjudaginn, saumaklúbbur á föstudaginn í næstu viku og þá verður sko mikið gaman. Sigríður Klingeberg spákonan góða mætir á staðin og ætlar að reyna að lesa í okkur stöllur. Gaman að því. Er svo alveg að missa mig. Langar sko ekkert smá að skunda á útsölur bæjarins og skipta út í fataskápnum. Buxur, boli, vesti og skór....
Núh. Svo náttla rúlar núið. Mín alltaf að vinna þar.. Búin að fá 25% afslátt á brúnkumedíferð, 2 fyrir 1 út að éta á nokkrum stöðum og svo punkturinn yfir i-ið fría viku í æfingum í Jiu Jitsu. Sjálfsvarnaríþrótt ef ég skildi þetta rétt. Svo heppin að það hálfa væri sko hellingur. Og nú bíð ég bara eftir því að vinna utanlandsferð þarna líka. Hlýtur að koma að því. Er þaggi.... Og jibbý, nú get ég sko sett inn myndir eins og mig lystir.... Og hér kemur ein eða tvær.

Mikael Orri í jakkafötum af Erni Aroni og Þórunn Emilía í jólakjól mömmunnar sinnar. Svo sæt. Og svo kanski ein til... Guðný mín og moi á gamlárskvöld/nýársnótt. Mikið gaman hjá okkur... En nú er ég hætt.
Farin að lúlla í hausinn á mér.
Yfir og út krúsarknús.....