þriðjudagur, september 21, 2004

Skál og syngja

Segi nú ekki meir. Sýnist á öllu að þetta haust verði jafn brjálað og það síðasta. Endalaust verið að ákveða partý og annað slíkt. Partý í minni heittelskuðu vinnu verður trúlega haldið hér á mínu dásamlega aðra helgi. Tilefni, haustið og að kveðja Stebbu sem nú heldur til annarra starfa innan sama fyrirtækis. Orðin stöðvarstjóri skvísan, gott hjá henni. Og svo er verið að plana æfingabúðir með mínum yndis skemmtilega kór og verður það fyrstu, aðra eða þriðju helgi október nánaðar. Vona svo sannarlega að ekki verði fyrsta helgin valin. Þá er mín sko í vondum málum. Og ekkert tralalalalalalalalalala með það. Og eins og þið sjálfsagt vitið þá tekur Lonni mín upp fyrir mig á stöð 2 svona hina og þessa áhugaverða þætti og svona svo ég sé nú inn. Og í fyrradag var ég að horfa á þáttinn um litlu stelpuna sem brann sökum sígarettu sem móðir hennar sofnaði út frá. Oh my god. Ég frammleiddi örugglega heila skúringarfötu af tárum. Þvílíkt og annað eins. Og það sem þetta litla barn er glatt og hamingjusamt. En það er ég ansi hrædd um að hún eigi eftir að eiga erftitt líf þegar fram í sækir. Jesús góður það sem lagt er á sumt fólk. Og svo er ég að kvarta. Held að ég ætti að taka mig saman í andlitinu og þakka fyrir það sem ég hef. Og hana nú. Og hugsið ykkur, það eina sem ekki brann á líkama þessa barns er bleiju svæðið. Því að bleija var blaut. Jæja, ekki meir um það. Nú held ég að drengurinn minn sé sofnaður svo nú get ég fært hann og farið sjálf að sofa. Og by the way, ég auglýsi hér með eftir eins og tveimur aukahelgum í október fyrir hana Sillu mína svo hún geti haldið upp á afmæli Johns og klárað allt hitt sem hún þarf að gera. Og svo hélt ég að ég hefði mikið að gera. O nei....

Knús í krús.................
Es... Var að setja inn nýjar myndir af liltla kútnum. Endilega kíkja á þær og svo setti ég eina í fjölskyldualbúmið af langafa Gesti og langömmu Ragheiði, sem Diddi fann á einhverri vefsíðu. Þau eru svo ótrúlega krúttleg. Og b.t.w. Þau sitja í sófa þeim er ég hafði sem rúm er ég bjó í þessari íbúð sem myndin er tekin í. Sko. Þau áttu heima þarna fyrst og svo við og svo Didda og Lalli og svo afi og amma. Þannig að það má eiginlega segja að þetta sé svona nokkurskonar Southfork okkar afleggjara Gests og Ragnheiðar. End of Es........

Engin ummæli: