miðvikudagur, september 29, 2004

Jesús kristur

.
Það er sko hálfgerð fötlun að fá alltíeinu svona langar neglur. Þær þvælast sko bara fyrir mér í vinnunni, verð svo að vanda mig við að ná upp smámynntinni úr peningaskúffunni og dísös ef ég nú missi pening í gólfið. Það gerðist reyndar í dag. Og ég var sko í alvarlegum vandræðum með að ná tíkallinum upp. Og loksins þegar það tókst eftir langa mæðu, hvað gerist ha, missi hann aftur. :(((
Gömlu komu frá Portugal í dag (ma & pa) Diddi sótti þau út á völl. Og svo eftir kóræfingu brunaði ég að sjálfsögðu beint uppeftir til þeirra en þá var bara enginn heima. Þá hafði Diddi eldað þessa dýrindis sjávarréttasúpu og boðið þeim í mat. Svo ég náttlega fór bara heim og hitti þau þar. Og haldiði ekki að þau hafi keypt þetta líka fína veski handa mér. Mín var nú ekki ósátt við það. Mar á sko aldrei nógu mikið af veskjum...... Þau náttlega voða brún og sæt, sérstaklega mamma. Eins og svertingi. Þarf ekki nema rétt að reka nefið upp í sólina og barbabrella, mín orðin brún. Óréttlæti heimsinns er mikið já. Það er annað en ég. Þyrfti helst að liggja samfellt í 4 mánuði til að ná sama lit og hún.
Svekkelsi dauðanns........Vinnu og kveðju partý hér um helgina, svo nú verð ég að drífa mig í að þrífa aðeins til hér. Gengur náttla ekki að bjóða hér heim fólki og allt vaðandi í drullu og skít. Hef verið svona frekar löt við þessi endalausu þrif. Er annars komin með þá dillu í hausinn að flytja. Og er búin að finna íbúðina sem mig langar í. Laufásvegurinn fíni, rétt hjá Miðbæjarskóla. Keyrði þarna fram hjá í dag og lenti í svona dejavú dæmi. Keyrði eftir Miðstrætinu og búmm. Hef sko ekki komið þarna í nokkur ár, og það ansi mörg. Sem sagt nú vil ég flytja á Laufásveginn og ekkert annað kemst að í mínum haus þessa dagana. Elska svona gömul hús og þetta tiltekna hús var sko byggt árið 1900. I love it. Íbúðin geggjuð, öllu uppgerð og þarf ekkert að gera nema að flytja og drífa sig í nuddbaðkarið sem þar er. Ahhhhhhh....................Ég er sko mikið meira fyrir svona gömul hús með sál en þessa nýja kubbalda. En bódinn segir, huh timburkofi huh........... Þarf að ala hann aðeins betur....Svo er ég komin með aðra dellu. Hef svona oft verið að hugsa að það væri gaman að læra að setja svona neglur, og núna þegar ég er búin að prufa sjálf er ég gjörsamlega orðin sjúk, vil bara drífa í að læra þetta. Kannski mar spái í það eftir áramótin. Aldrei að vita upp á hverju mar tekur. En ekki meir af mér að sinni.
Knús í krús..................broskall

Engin ummæli: