mánudagur, september 13, 2004

10 flöskur af rauðvíni, hangandi upp á vegg.

Jahá, haldiði ekki að ég hafi unnið rauvínspottinn í vinnunni í gær. Er búin að vera með í tveimur "dráttum" og vinn svo bara í annað skiptið. Góður gróði það. Græddi sko heilar átta flöskur. Red Wine
Annars er ekki mikið í fréttum á þessum bænum frekar en öðrum hér á blosssíðum dauðans. Nú er mar búin að vera að þessu bloggi í eitt ár og eitthvað er mar farin að slappast. Svo byrjar kórin aftur á fullu næsta þriðjudag, svo nú fer allt að komast í sínar föstu skorður. Hlakka sko endalaust til að byrja aftur. Do re mi fa so la ti............... Svo var ég að finna helv.... flotta síðu með fullt af flottum "skinnum" fyrir bloggsíður. Er búin að sitja sveitt yfir þessu dóti, er ekki alveg að fatta hvernig mar setur þetta inn. Get alveg copy-að javascriptina inn í template-ið en þá kemur ekki allt það sem ég hefi ritað hér. Þarf að liggja aðeins betur yfir þessu. Er nebbilega búin að finna ógeðslega krúttlegt "skinn" sem ég vil nota. Kannski að mar bara böggi Silluna
sína og athugi hvot hún fatti þetta ekki. Hún er nú svo ótrúlega fattin kona. Wow Svo vorum við Harpa búnar að ákveða að hittast næsta laugardagskvöld og fá okkur smá rautt. En svo hringdi Jói bróðursonur Didda og bauð okkur í fertugsafmæliðParty Time sitt svo við Harpa veðum að hittast síðar. Ótrúlegt hvað getur allt í einu orðið mikið að gera hjá manni. Og svo ekkert þess á milli í langann tíma. En svona er þetta bara. Ekki meir að sinni, er eiginlega hætt að sjá á skjáinn fyrir sibbu.

Knús í krús.............. Couch Potato





Engin ummæli: