föstudagur, september 10, 2004

Obbsadeisí

Lalalalalalalalalalalala...................... Ein frekar tóm í hausnum. Veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa hér. Adda kom í dag og tókum við tvo óþverra. Hún vann einn og ég einn. Svo kom Gugga svilkona í kaffi líka. Hef sko ekki séð hana í tvo mánuði örugglega. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Skarpp svo út eftir kvöldmat og fór í Kaskó að versla, og þá var Olga að vinna. Aldeilis sem hún er sæl með jobbið sitt. Nýbyrjuð þarna og hefur alltaf átt sér þann draum að vera búðarkona. Sé nú samt ekkert merkilegt við það starf. Hef sjálf unnið við það í þónokkur árin og myndi nú ekki segja að það væri draumajobbið. En hver hefur sinn smekk með það eins og annað. Skaust svo til Lilju og Baldurs og hitti þá bróður minn þar á bílastæðinu. Hann er í bænum vegna einhvers alheims ráðstefnu Hotel Express. Hann lofaði mér nú því að fara ekki heim án þess að gefa mér eins og 10 mínútur. Við sjáumst alltof sjaldan. Svo upp til þeirra nýbökuðu og fékk að skoða nýju íbúðina. Þau eru sko að flytja niður um eina hæð. Voru svo heppinn að strákurinn sem á þá íbúð fannst hún of stór fyrir sig einan og þau eru alveg að kafna í litlu einstaklingsíbúðinn svo þau höfðu bara makaskipti. Húrra fyrir þeim. Þau fá sko örugglega víðáttubrjálæði þegar þau eru flutt. Sem gerist á morgun. Risastórt svefnherbergi og mjög stórt barnaherbergi og risalega stórt eldhús og fullt fullt fullt af skápum. Í báðum herbergjunum og eldhúsinu. Rosa munur fyrir þau.
MoversMunur að flytja svona á milli hæða. Engin sendiferðabíll og óþarfi að pakka öllu voða vel inn. Hún er reyndar búin að flytja eldhúsið niður og ég aðstoðaði hana aðeins við að ganga frá í skápana. Og þau brosa bæði út að eyrum. Voða happy með þetta. Svo eru Lonni og Baldur farin að skoða íbúðir. Alveg eins gott fyrir þau að borga um 50 þúsund á mánuði í eigin vasa eins og að leigja þessa holu á 40 þúsund á mánuði. For Rent Jæja læt þetta duga að sinni og vona svo sannarlega að hún Didda mín haldi sönsum. Ekki vil ég hafa það á samviskunni að hún verði lögð inn á deild 13. Ussusss.

Knús í krús................................. Origami






Engin ummæli: