mánudagur, september 27, 2004

Neglur dauðans

.
Hjúkkidísjúkk mar. Haldiði ekki að mín hafi verið að fá sér neglur, sko gervi jú nó. Og french manicure. Oh my god ég er svo mikil gella. Verst hvað það er erfitt að pikka á lyklaborðið. En það hlýtur að venjast eins og allt annað. Oh svo er ég með rauðan "demant" á baugfingursnögl vinstri handar. Úllala.........ÉG hef svo sem alltaf verið með frekar langar neglur þar til ég byrjaði að vinna á Select. Síðan þá bara brotna þær endalaust. Og talandi um Select. Ég tók aukavakt í nótt sem leið upp í Suðurfelli og mæli hér með eindregið með því að fólk forðist það að fá sér pylsu eða eitthvað úr bakaríinu þar. Jísös kræst. Þvílíkur skítur og sóðaskapur. Mun þetta kallast Subbufell héðan í frá. Ofninn þar hefur sko ekki verið þrifinn þar í að minnsta kosti 2 ef ekki 3 mánuði og þegar ég þreif pönnuna og lyfti henni upp til að þrífa undan henni bara hreinlega brá mér. Enda spurði ég drenginn sem var að vinna hvort þau væru ekki að grínast, þau væru að selja MAT........... Viss um að hann óskar ekki eftir því að fá mig aftur á aukavakt. Lét hann sko alveg vita mitt álit á þessu. Svo ef ykkur langar í pylsu eða gott bakkelsi komiði bara á Bústaðaveginn. Þar er sko allt sterilserða... og hana nú.............Og talandi um drasl og skít. Hér í blokkinni búa tvær fjölskyldur í einni íbúð sem þau leigja og eru búin að vera með sófa á svölunum hjá sér í nokkra mánuði, en tóku svo upp á því að henda honum út. Og það hér út í garð, eða við gaflinn á blokkinni. Og ég náttlega hélt að þau væru bara að bíða eftir einhverjum sem ætlaði að taka hann og henda. En nei. Nú er búið að brjóta helvítis sófan í spað og dreifa um allt tún. Og svo liggur svampurinn út um allt. Krakkarnir sjálfsagt búin að vera að dreifa þessu. Hvað er að svona fólki. Held að formaðurinn ætti að gera eitthvað í þessu máli. Annars verðum við bara að gera það. Djö..................Well,well,well. Nóg komið af bulli í bili.

Knús í krús.................broskall

Engin ummæli: