föstudagur, september 10, 2004

Hahahahahahahahaha

Var að lesa frásögn Carolu um sandorminn mikla. Er búin að hlægja mig í hel. En besta sagan hennar er tvímælalaust um það þegar hún var að æfa sig í að vera blind. Hélt ég myndi hreinlega drepast úr hlátri þá. Er búin að fylgjast með skrifum þessarar ágætu konu frá upphafi og eitt það skemmtilegasta sem ég les hér á bloggvefnum. Þið sem ekki hafið lesið hana þá er hún hér í link til hliðar undir LÉTTIR LUNDINA. Mana ykkur til að lesa hana. Hún léttir svo sannarlega lundina. Vildi svo sannarlega að ég gæti skrifað svona skemmtilega. En það vill nú svo til að ég þekki eina sem hefur svona skemmtilegann penna fasta við lúkuna á sér. Nefni nú engin nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu hennar er DIDDA BESTASKINN. Er búina að vera að reyna að dobbla hana til að leyfa mér að setja sögurnar hennar inn á bloggsíðu sem ég myndi bara sjá um og hún gæti bara verið naflaus. Finnst algjört möst að hún leyfi öðrum að njóta. Og hafðu það elskan. Aunt Held ég sé komin að lendingu í þessu aðgerðar máli mínu. Er eiginlega búin að komast að því að ef ég fer ekki þá komi ég alltaf til með að sjá eftir því. Og að svo komnu er ég hætt að hugsa um þetta. Fer þegar kallið kemur og ekki meira með það. Og hana nú...... Skaust aðeins til Lilju og Baldurs eftir vinnu að sækja Örn Aron sem fór að hjálpa til í fluttningum, og þar var að sjálfsögðu allt á fullu. Þetta verður alveg æðislegt hjá þeim, íbúðin er æðislega skemmtileg og rúmgóð. Sko alveg hægt að halda gott gítarpartý þar og dansa. Fékk náttlega í leiðinni tækifæri til að halda á litla manninum og það var voða gott. Crib 2 Leila greyið var nú hálfrugluð á þessu öllu. Vissi ekki alveg hvernig hún átti að vera. En hún venst þessu fjlótt. Dog 3Og þá er einn dagur liðinn af þessari þriggja daga vinnuhelgi og leið bara ótrúlega fljótt. Drengurinn minn er bara að standa sig vel í skólanum svona í byrjun. Er voða áhugasamur og lærir möglunarlaust þegar hann er beðinn um það. Vona svo sannarlega að hann haldi því áfram. Allt svo miklu auðveldara þegar ekki þarf að nöldra og nauða í hvert skipti sem þarf að opna námsbækurnar.
Writing Svo skrifar hann svo vel að það er með ólíkindum. Svona miðað við það að hann er karlmaður. Á einn frænda sem skrifar svo illa að hann getur ekki lesið sína eigin skrift. Ekki gott, og hann er sko ekki læknir heldur flugmaður. Algjör dúlla samt. Pilot Bíðiði aðeins, þarf að lesa smá fyrir drenginn svo hann geti sofnað og fara með bænirnar. Sama rútinan á hverju kvöldi..............................................................................................................................
....................................................................................................................................
Jæja komin aftur. Erum núna að lesa norsk ævintýri eftir Asbjörnsens og Moe. Endalausar sögur um konungssyni og konungsdætur og tröll með svo og svo mörg höfuð. Sögur síðan 1943 og hann hefur svo gaman af þeim. Síðan er farið með bænir og svo endar hann alltaf á því að segja.
I cote. "Góða nótt, Guð geymi þig og gefi þér fallega drauma, I love you og ég elska þig til tunglins og aftur til baka. End of cote. Oh þetta er svo sætt. Eða mér finnst það allavega. I Love You Jæja ætli þetta sé ekki komið gott í bili. Best að koma sér í bólið svo mar vakni í fyrramálið.

Knús í krús................. Psychedelic






Engin ummæli: