fimmtudagur, september 09, 2004

Ekki mikið í fréttum

þessa dagana. Var á kvöldvakt síðustu tvö kvöld og missti þar af leiðandi af því að syngja fyrir svía konug og hans family. Frekar leiðinlegt. Skemmtileg lögin sem systurnar sungu. Fæ kanski tækifæri til að syngja þau seinna. Allavega myndi Pollyanna segja það. hehehe..Uppgötvaði mér svo til mikillar skelfingar þegar ég kom heim í gærkvöldi að ég gleymdi gemsanum mínum í vinnunni. Bömmer. Sendi Lonni því sms úr tölvunni áður en ég fór að sofa og bað hana að sækja hann fyrir mig í dag, því hún ætlaði að koma og óþverrast aðeins. Og enn meiri bömmer. Hún fékk ekki smsin. Ekki hægt að treysta þessu tölvudóti. Svo ég mátti bíða þar til Jóna Hlín var búin að vinna í kvöld klukkan hálf tólf og þá kom hún með hann í leiðinn heim til sín. Ekki gott að vera bíllaus. Maður er gjörsamlega háður þessu dóti. Hvort sem er bíll eða gsm. Lilja kom hér líka í dag með snúllann. Ég verð aldrei þreytt á því að horfa á drenginn. Og Didda mín. Lilja er ekki búin að fá pakkann frá þér. Blowing NoseHlýtur að fara að koma. Svo er ég búin að vera gjörsamlega hoppandi hægri, vinstri út af ákveðinni aðgerð sem ég er að hugsa um að fara í. Er alveg ákveðin þessa stundina og þá næstu er ég hætt við. Ég er algjörlega andsetin af hugsunum um það hvað ég á að gera. This is for life. Eins og sakir standa er ég ekki tilbúin að útlista hér hvaða aðgerð ég er að tala um, en mátti bara til með að skrifa þetta aðeins frá mér. Zany I´m going crazy. Nóg um það. Vinnuhelgi framundan. Veit fátt skemmtilegra. Er reyndar í fríi á morgun og er að hugsa um að taka aðeins til hendinni hér. Er gjörsamlega að drepast úr leti þessa dagana. Nenni engu. Og svo var ég voða dugleg og setti inn myndir frá Danmerkur för okka hjóna og barna. Endilega kíkið á þær ef þið hafið áhuga á því.
Nenni ekki meir í bili, held ég fari að sofa svo ég geti vaknað með drengnum í fyrramálið.

Knús í krús............ Dove






Engin ummæli: