mánudagur, september 20, 2004

Kannski að mar setji hér eitthvað inn

til að róa suma. Er búin að vera að vinna smá mikið, tekið nokkrar aukavaktir og svona, svo lítill tími hefur verið til bloggs. Fór á kóræfingu síðasta þriðjudag og það var náttla meiriháttar. Byrjum veturinn með trompi og höldum brjálaða Gospel tónleika í byrjun nóvember. húhú. Og nú hlakkar mig bara til að mæta á æfingu á morgun. Komst svo að því að mar er alveg ótrúlega háður rafmagni. Kom heim úr vinnu á fimmtudagskvöldið síðasta og um leið og ég geng inn fer allt rafmagn af húsinu. Og mig sem var svo farið að hlakka til að horfa á spóluna frá Lonni og svona. Svo mín ráfaði um í myrkrinu og fann kerti og kveikti á þeim. Og það sem mér leiddist. Alveg til helvítis og aftur til baka. Ætlaði aldrei að sofna, hafði ekkert að lesa, kallinn hraut og barnið líka. Svo það endaði með því að ég settist við eldhúsborðið og hlustaði á kóræfinu með headsettinu, sem var svo sem ágætt nema að því leiti að ég gat ekki sungið með. Orggggggggg.
Nú er farið að koma einhver djö..... vírus viðvörun í sambandi við broskallana mína, og er ég nú frekar fúl yfir því. Finnst þeir gefa þessu pári smá karakter. En verð að bíða með þá að sinni. Fór í Ikea á laugardaginn og keypti mér vínrekka fyrir allar rauðvínsflöskurnar mínar og nú tróna þær eins og drottningar í stofunni minni. Fór reyndar með eina og gaf Sigga og Guðnýju svona bara í gamni, eða kannski aðþví að þau eru flutt í fína húsið eða kannski bara afþví að mér þykir ótrúlega vænt um þau. Litli snúðurinn vex og dafnar eins og best verður á kosið. Farinn að brosa eins og hershöfðingi að sögn foreldranna. Ekki hef ég nú fengið að sjá það enn. Fer nú að verða abbó....Fórum í afmæli til Jóa hanns Ella Más, bróðir hanns Didda á föstudagskvöldið og drukkum þar ógrynni af bjór og borðuðum mikið tabas. Rosa gott. Mikið fjör og mikið gaman. Jæja dúllís nú er komin tími á ból því ég þarf að vakna fyrir sjö og verð að vinna til fimm og svo beint á æfingu, svo nýliðafundur eftir æfingu og hann verð ég víst að sitja, svo ég sé ekki fram á að ég verði komin heim fyrr en um 10 annað kvöld.

Knús í krús.....................

Engin ummæli: