fimmtudagur, september 02, 2004

Er ekki tími til komin að tengja, er ..........

Jú og það fyrir löngu síðan. Hef bara ekki haft nokkra nennu til að setjast við tölvuna nema rétt til að athuga með póst. LazyEins og á öllu má sjá erum við hjónin komin frá útlandinu, og þetta var alveg hreint meiriháttar ferð. Finnst alltaf ég vera komin heim þegar ég er þarna úti. Sterkar taugar til þessa dásamlega lands. Komum um hádegisbilið og beint á hótelið með töskurnar og svo bara út að labba. Vorum sem betur fer með kort af borginni því við vorum ekki alveg í centralinu og hefðum aldrei ratað á torgið án þess. Öskrandi sól og steikjandi hiti þennann fyrsta dag okkar. Fórum og hittum Jónas vin okkar sem þarna býr og er kokkur, um kvöldið og borðuðum hjá honum. Snemma svo í bólið því mín var þá búin að vaka í rúmlega einn og hálfan sólarhring. Enda var ég varla lögst á koddann þegar ég dó og vissi ekki meir af mér fyrr en um hálf ellefu næsta morgun. PillowOg svo var bara labbað meir og meir og enn meira á miðvikudaginn. Keyptum okkur svona útsýnisferð með bus og lékum ekta túrista. Borðuðum á Hereford á midvikudeginum og nammi namm. Hef sjaldan fengið eins góða steik. Svo var spúsinn eitthvað farinn að kvarta undan þessu labbi mínu, sagði að ég myndi drepa sig með þessu áframhaldi. Hmm. Aldrei hægt að gera fólki til hæfis. Svo kvartar hann undan því að ég nenni ekki að labba hér heima. hehehe.... Enda lítið gaman að því að labba hring í Breiðholtinu. Miklu skemmtilegra í útlandinu, og svona þegar mar er að ferðast. Hvort sem er hér heima eða erlendis. Ég hef oft reynt að fara út að labba heiman frá mér en mér bara finnst það svo TILGANGSLAUST. Ekkert nýtt að sjá og svona. Ég er svo skrítin. Walking The Dog MaleKannski ég ætti að fá mér hund. Þá verð ég að fara út að labba með hann. Spurning.. En hvað um það. Svo komu krakkarnir á fimmtudeginum og þá byrjaði ballið fyrir alvöru. Byrjuðum á því að fara í Madam Tousod (hvernig sem það er nú skrifað). Og Lonni mín þarf náttla alltaf að láta bera á sér og steig upp á einhvern pall og med det samme byrjaði allt að væla og BLIKKA. Og vörðurinn bara hreinlega birtist þarna á ótrúlega stuttum tíma. Prison Guard Svo í Tivoli. Nema það að ég hafði tekið með mér eina Tia Maria í poka og meðan við biðum eftir Lonni og Boldri sátum við úti og fengum okkur öl, og haldiði ekki að ég hafi gleymt pokanum. Það hefur vonandi verið einhver þurfandi sem fann hann. snökt. Sá pínu eftir honum. New Year Cheer Og í Tivoli var að sjálfsögðu gengið á línuna. Tækjalínuna. *hóst*. Ég er gjörsamlega brjáluð í Tívoli. Elska þessi tæki, gæti verið þarna í marga daga. Haga mér eins og versti unglingur. Vil fara í allt og gera allt og gambla líka. Annað en minn ekta maður. Fór ekki í eitt einasta tæki. Bakkinn var svo tekin með stæl kvöldið eftir og ekki skánaði ég þá. Varð verri ef það er hægt. Enda þegar ég vaknaði á laugardeginum kom ekki eitt einasta hljóð upp úr mínum fagra hálsi. Hef aldrei á ævi minni orðið svona algjörlega þegjandi hás. Komst líka að því að sonur minn elskulegur er forfallinn spilafíkill. Það var sko ekki fyrr en hann gat gamlað eitthvað að hann tímdi að taka upp budduna sína. Og jú, ekki má gleyma því að hann keypti turpassann sinn í Bakkann sjálfur og bauð aldraðri móður sinni líka. Carnival Og árangurinn af þessu basli drengsins er risastór froskur, heljarinnar gulur gormur, og tveir minni bangsar. Enda þurfti að kaupa ferðatösku áður en haldið var heim. Ekki að það væri slæmt, því mig nebblega vantaði akkurat svona tösku fyrir öll kórferðalögin sem ég á eftir að fara í. Rauð voða sæt og önnur minni svona handtaska. Vacation
Svo var brunað til Billund í Legoland og haldið þar til í einn dag og vorum komin til baka um kvöldmat. Vorum með þennann rosalega flotta bílaleigubíl, var eiginlega að hugsa um að setja hann í nýju töskuna og taka með heim. Toyoyta Avensis flunkunýr. Sem sagt góð ferð og vonandi kemst ég aftur sem fyrst til þessa flata dásamlega lands þar sem allir hjóla. Var að vinna í gær og dag og átti svo að eiga langt helgarfrí. En nei nú er mín gráðug og er búin að taka aukavaktir bæði föstu og laugardags nætur. Ekki veitir af. Það kemur VISA um næstu mánaðarmót. Hjúkk og sviti. En den tid den sort. Fór á kóræfingu í gær og mikið var gaman að hitta þessar kellur allar aftur. Var svo sannarlega komin í söngþörf. Og Sillan mín elskuleg ætlar að gefa þessu sjéns aftur og mikið er ég glöð yfir því. Eigum að syngja fyrir Svía konung á þriðjudagskvöldið og æfing á mánudaginn. Mín auddað svo heppin að vera á kvöldvakt báða daganna. Verður að koma í ljós hvort mér tekst að fá mig lausa. Singer Lilja kom hér á þriðjudaginn og aftur í dag með litla kútinn. Jís hvað hann er yndislegur. Hann horfir á mann með þessum stóru augum og bræðir mann alveg. Fæ sko sting í hjartað að horfa á hann. Og nú verð ég sko að koma mér í prjóna gírinn aftur. Er rúmlega hálfnuð svo þetta er nú allt að koma. Knitting Örn Aron er líka alveg dolfallinn yfir þessum dreng og er að springa úr monnti. Reddaði sér sjálfur og prentaði út myndir af honum til að taka með í skóla og sýna. Alveg vitlaus í að halda á honum og Lilja vill að hann sitji með hann, sé ekki að labba um. Og svo segir hún þessi elska í dag við mig. Nú skil ég þig mamma, ég var ellefu þegar Örn fæddist og mátti ekki labba með hann fyrst um sinn. Svona kemur alltaf að því að blessuð börnin fatta það að maður er ekki bara að vera leiðinlegur. Held ég láti þetta duga í bili.

Knús í krús.......... Cell Phone Bill


Engin ummæli: