miðvikudagur, september 29, 2004

Jesús kristur

.
Það er sko hálfgerð fötlun að fá alltíeinu svona langar neglur. Þær þvælast sko bara fyrir mér í vinnunni, verð svo að vanda mig við að ná upp smámynntinni úr peningaskúffunni og dísös ef ég nú missi pening í gólfið. Það gerðist reyndar í dag. Og ég var sko í alvarlegum vandræðum með að ná tíkallinum upp. Og loksins þegar það tókst eftir langa mæðu, hvað gerist ha, missi hann aftur. :(((
Gömlu komu frá Portugal í dag (ma & pa) Diddi sótti þau út á völl. Og svo eftir kóræfingu brunaði ég að sjálfsögðu beint uppeftir til þeirra en þá var bara enginn heima. Þá hafði Diddi eldað þessa dýrindis sjávarréttasúpu og boðið þeim í mat. Svo ég náttlega fór bara heim og hitti þau þar. Og haldiði ekki að þau hafi keypt þetta líka fína veski handa mér. Mín var nú ekki ósátt við það. Mar á sko aldrei nógu mikið af veskjum...... Þau náttlega voða brún og sæt, sérstaklega mamma. Eins og svertingi. Þarf ekki nema rétt að reka nefið upp í sólina og barbabrella, mín orðin brún. Óréttlæti heimsinns er mikið já. Það er annað en ég. Þyrfti helst að liggja samfellt í 4 mánuði til að ná sama lit og hún.
Svekkelsi dauðanns........Vinnu og kveðju partý hér um helgina, svo nú verð ég að drífa mig í að þrífa aðeins til hér. Gengur náttla ekki að bjóða hér heim fólki og allt vaðandi í drullu og skít. Hef verið svona frekar löt við þessi endalausu þrif. Er annars komin með þá dillu í hausinn að flytja. Og er búin að finna íbúðina sem mig langar í. Laufásvegurinn fíni, rétt hjá Miðbæjarskóla. Keyrði þarna fram hjá í dag og lenti í svona dejavú dæmi. Keyrði eftir Miðstrætinu og búmm. Hef sko ekki komið þarna í nokkur ár, og það ansi mörg. Sem sagt nú vil ég flytja á Laufásveginn og ekkert annað kemst að í mínum haus þessa dagana. Elska svona gömul hús og þetta tiltekna hús var sko byggt árið 1900. I love it. Íbúðin geggjuð, öllu uppgerð og þarf ekkert að gera nema að flytja og drífa sig í nuddbaðkarið sem þar er. Ahhhhhhh....................Ég er sko mikið meira fyrir svona gömul hús með sál en þessa nýja kubbalda. En bódinn segir, huh timburkofi huh........... Þarf að ala hann aðeins betur....Svo er ég komin með aðra dellu. Hef svona oft verið að hugsa að það væri gaman að læra að setja svona neglur, og núna þegar ég er búin að prufa sjálf er ég gjörsamlega orðin sjúk, vil bara drífa í að læra þetta. Kannski mar spái í það eftir áramótin. Aldrei að vita upp á hverju mar tekur. En ekki meir af mér að sinni.
Knús í krús..................broskall

mánudagur, september 27, 2004

Neglur dauðans

.
Hjúkkidísjúkk mar. Haldiði ekki að mín hafi verið að fá sér neglur, sko gervi jú nó. Og french manicure. Oh my god ég er svo mikil gella. Verst hvað það er erfitt að pikka á lyklaborðið. En það hlýtur að venjast eins og allt annað. Oh svo er ég með rauðan "demant" á baugfingursnögl vinstri handar. Úllala.........ÉG hef svo sem alltaf verið með frekar langar neglur þar til ég byrjaði að vinna á Select. Síðan þá bara brotna þær endalaust. Og talandi um Select. Ég tók aukavakt í nótt sem leið upp í Suðurfelli og mæli hér með eindregið með því að fólk forðist það að fá sér pylsu eða eitthvað úr bakaríinu þar. Jísös kræst. Þvílíkur skítur og sóðaskapur. Mun þetta kallast Subbufell héðan í frá. Ofninn þar hefur sko ekki verið þrifinn þar í að minnsta kosti 2 ef ekki 3 mánuði og þegar ég þreif pönnuna og lyfti henni upp til að þrífa undan henni bara hreinlega brá mér. Enda spurði ég drenginn sem var að vinna hvort þau væru ekki að grínast, þau væru að selja MAT........... Viss um að hann óskar ekki eftir því að fá mig aftur á aukavakt. Lét hann sko alveg vita mitt álit á þessu. Svo ef ykkur langar í pylsu eða gott bakkelsi komiði bara á Bústaðaveginn. Þar er sko allt sterilserða... og hana nú.............Og talandi um drasl og skít. Hér í blokkinni búa tvær fjölskyldur í einni íbúð sem þau leigja og eru búin að vera með sófa á svölunum hjá sér í nokkra mánuði, en tóku svo upp á því að henda honum út. Og það hér út í garð, eða við gaflinn á blokkinni. Og ég náttlega hélt að þau væru bara að bíða eftir einhverjum sem ætlaði að taka hann og henda. En nei. Nú er búið að brjóta helvítis sófan í spað og dreifa um allt tún. Og svo liggur svampurinn út um allt. Krakkarnir sjálfsagt búin að vera að dreifa þessu. Hvað er að svona fólki. Held að formaðurinn ætti að gera eitthvað í þessu máli. Annars verðum við bara að gera það. Djö..................Well,well,well. Nóg komið af bulli í bili.

Knús í krús.................broskall

þriðjudagur, september 21, 2004

Skál og syngja

Segi nú ekki meir. Sýnist á öllu að þetta haust verði jafn brjálað og það síðasta. Endalaust verið að ákveða partý og annað slíkt. Partý í minni heittelskuðu vinnu verður trúlega haldið hér á mínu dásamlega aðra helgi. Tilefni, haustið og að kveðja Stebbu sem nú heldur til annarra starfa innan sama fyrirtækis. Orðin stöðvarstjóri skvísan, gott hjá henni. Og svo er verið að plana æfingabúðir með mínum yndis skemmtilega kór og verður það fyrstu, aðra eða þriðju helgi október nánaðar. Vona svo sannarlega að ekki verði fyrsta helgin valin. Þá er mín sko í vondum málum. Og ekkert tralalalalalalalalalala með það. Og eins og þið sjálfsagt vitið þá tekur Lonni mín upp fyrir mig á stöð 2 svona hina og þessa áhugaverða þætti og svona svo ég sé nú inn. Og í fyrradag var ég að horfa á þáttinn um litlu stelpuna sem brann sökum sígarettu sem móðir hennar sofnaði út frá. Oh my god. Ég frammleiddi örugglega heila skúringarfötu af tárum. Þvílíkt og annað eins. Og það sem þetta litla barn er glatt og hamingjusamt. En það er ég ansi hrædd um að hún eigi eftir að eiga erftitt líf þegar fram í sækir. Jesús góður það sem lagt er á sumt fólk. Og svo er ég að kvarta. Held að ég ætti að taka mig saman í andlitinu og þakka fyrir það sem ég hef. Og hana nú. Og hugsið ykkur, það eina sem ekki brann á líkama þessa barns er bleiju svæðið. Því að bleija var blaut. Jæja, ekki meir um það. Nú held ég að drengurinn minn sé sofnaður svo nú get ég fært hann og farið sjálf að sofa. Og by the way, ég auglýsi hér með eftir eins og tveimur aukahelgum í október fyrir hana Sillu mína svo hún geti haldið upp á afmæli Johns og klárað allt hitt sem hún þarf að gera. Og svo hélt ég að ég hefði mikið að gera. O nei....

Knús í krús.................
Es... Var að setja inn nýjar myndir af liltla kútnum. Endilega kíkja á þær og svo setti ég eina í fjölskyldualbúmið af langafa Gesti og langömmu Ragheiði, sem Diddi fann á einhverri vefsíðu. Þau eru svo ótrúlega krúttleg. Og b.t.w. Þau sitja í sófa þeim er ég hafði sem rúm er ég bjó í þessari íbúð sem myndin er tekin í. Sko. Þau áttu heima þarna fyrst og svo við og svo Didda og Lalli og svo afi og amma. Þannig að það má eiginlega segja að þetta sé svona nokkurskonar Southfork okkar afleggjara Gests og Ragnheiðar. End of Es........

mánudagur, september 20, 2004

Kannski að mar setji hér eitthvað inn

til að róa suma. Er búin að vera að vinna smá mikið, tekið nokkrar aukavaktir og svona, svo lítill tími hefur verið til bloggs. Fór á kóræfingu síðasta þriðjudag og það var náttla meiriháttar. Byrjum veturinn með trompi og höldum brjálaða Gospel tónleika í byrjun nóvember. húhú. Og nú hlakkar mig bara til að mæta á æfingu á morgun. Komst svo að því að mar er alveg ótrúlega háður rafmagni. Kom heim úr vinnu á fimmtudagskvöldið síðasta og um leið og ég geng inn fer allt rafmagn af húsinu. Og mig sem var svo farið að hlakka til að horfa á spóluna frá Lonni og svona. Svo mín ráfaði um í myrkrinu og fann kerti og kveikti á þeim. Og það sem mér leiddist. Alveg til helvítis og aftur til baka. Ætlaði aldrei að sofna, hafði ekkert að lesa, kallinn hraut og barnið líka. Svo það endaði með því að ég settist við eldhúsborðið og hlustaði á kóræfinu með headsettinu, sem var svo sem ágætt nema að því leiti að ég gat ekki sungið með. Orggggggggg.
Nú er farið að koma einhver djö..... vírus viðvörun í sambandi við broskallana mína, og er ég nú frekar fúl yfir því. Finnst þeir gefa þessu pári smá karakter. En verð að bíða með þá að sinni. Fór í Ikea á laugardaginn og keypti mér vínrekka fyrir allar rauðvínsflöskurnar mínar og nú tróna þær eins og drottningar í stofunni minni. Fór reyndar með eina og gaf Sigga og Guðnýju svona bara í gamni, eða kannski aðþví að þau eru flutt í fína húsið eða kannski bara afþví að mér þykir ótrúlega vænt um þau. Litli snúðurinn vex og dafnar eins og best verður á kosið. Farinn að brosa eins og hershöfðingi að sögn foreldranna. Ekki hef ég nú fengið að sjá það enn. Fer nú að verða abbó....Fórum í afmæli til Jóa hanns Ella Más, bróðir hanns Didda á föstudagskvöldið og drukkum þar ógrynni af bjór og borðuðum mikið tabas. Rosa gott. Mikið fjör og mikið gaman. Jæja dúllís nú er komin tími á ból því ég þarf að vakna fyrir sjö og verð að vinna til fimm og svo beint á æfingu, svo nýliðafundur eftir æfingu og hann verð ég víst að sitja, svo ég sé ekki fram á að ég verði komin heim fyrr en um 10 annað kvöld.

Knús í krús.....................

Usssssssssss, ekki svona hátt

ég er að stelast í vinnunni. Bara hvíslast. Datt svona í hug hvort eitthvað væri um að vera á bloggsíðum dauðans, og sé þá að einhver er ekki ánægður með mig. Lofa að skrifa í kvöld. Slatti búið að vera að gera og svona, drekka bjór og fara í afmæli. Láta sér leiðast til helvítis og aftur til baka í rafmagnsleysi. En segi meira frá því í kvöld. Bææææ.

Knús í krús...............

mánudagur, september 13, 2004

10 flöskur af rauðvíni, hangandi upp á vegg.

Jahá, haldiði ekki að ég hafi unnið rauvínspottinn í vinnunni í gær. Er búin að vera með í tveimur "dráttum" og vinn svo bara í annað skiptið. Góður gróði það. Græddi sko heilar átta flöskur. Red Wine
Annars er ekki mikið í fréttum á þessum bænum frekar en öðrum hér á blosssíðum dauðans. Nú er mar búin að vera að þessu bloggi í eitt ár og eitthvað er mar farin að slappast. Svo byrjar kórin aftur á fullu næsta þriðjudag, svo nú fer allt að komast í sínar föstu skorður. Hlakka sko endalaust til að byrja aftur. Do re mi fa so la ti............... Svo var ég að finna helv.... flotta síðu með fullt af flottum "skinnum" fyrir bloggsíður. Er búin að sitja sveitt yfir þessu dóti, er ekki alveg að fatta hvernig mar setur þetta inn. Get alveg copy-að javascriptina inn í template-ið en þá kemur ekki allt það sem ég hefi ritað hér. Þarf að liggja aðeins betur yfir þessu. Er nebbilega búin að finna ógeðslega krúttlegt "skinn" sem ég vil nota. Kannski að mar bara böggi Silluna
sína og athugi hvot hún fatti þetta ekki. Hún er nú svo ótrúlega fattin kona. Wow Svo vorum við Harpa búnar að ákveða að hittast næsta laugardagskvöld og fá okkur smá rautt. En svo hringdi Jói bróðursonur Didda og bauð okkur í fertugsafmæliðParty Time sitt svo við Harpa veðum að hittast síðar. Ótrúlegt hvað getur allt í einu orðið mikið að gera hjá manni. Og svo ekkert þess á milli í langann tíma. En svona er þetta bara. Ekki meir að sinni, er eiginlega hætt að sjá á skjáinn fyrir sibbu.

Knús í krús.............. Couch Potato





föstudagur, september 10, 2004

Hahahahahahahahaha

Var að lesa frásögn Carolu um sandorminn mikla. Er búin að hlægja mig í hel. En besta sagan hennar er tvímælalaust um það þegar hún var að æfa sig í að vera blind. Hélt ég myndi hreinlega drepast úr hlátri þá. Er búin að fylgjast með skrifum þessarar ágætu konu frá upphafi og eitt það skemmtilegasta sem ég les hér á bloggvefnum. Þið sem ekki hafið lesið hana þá er hún hér í link til hliðar undir LÉTTIR LUNDINA. Mana ykkur til að lesa hana. Hún léttir svo sannarlega lundina. Vildi svo sannarlega að ég gæti skrifað svona skemmtilega. En það vill nú svo til að ég þekki eina sem hefur svona skemmtilegann penna fasta við lúkuna á sér. Nefni nú engin nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu hennar er DIDDA BESTASKINN. Er búina að vera að reyna að dobbla hana til að leyfa mér að setja sögurnar hennar inn á bloggsíðu sem ég myndi bara sjá um og hún gæti bara verið naflaus. Finnst algjört möst að hún leyfi öðrum að njóta. Og hafðu það elskan. Aunt Held ég sé komin að lendingu í þessu aðgerðar máli mínu. Er eiginlega búin að komast að því að ef ég fer ekki þá komi ég alltaf til með að sjá eftir því. Og að svo komnu er ég hætt að hugsa um þetta. Fer þegar kallið kemur og ekki meira með það. Og hana nú...... Skaust aðeins til Lilju og Baldurs eftir vinnu að sækja Örn Aron sem fór að hjálpa til í fluttningum, og þar var að sjálfsögðu allt á fullu. Þetta verður alveg æðislegt hjá þeim, íbúðin er æðislega skemmtileg og rúmgóð. Sko alveg hægt að halda gott gítarpartý þar og dansa. Fékk náttlega í leiðinni tækifæri til að halda á litla manninum og það var voða gott. Crib 2 Leila greyið var nú hálfrugluð á þessu öllu. Vissi ekki alveg hvernig hún átti að vera. En hún venst þessu fjlótt. Dog 3Og þá er einn dagur liðinn af þessari þriggja daga vinnuhelgi og leið bara ótrúlega fljótt. Drengurinn minn er bara að standa sig vel í skólanum svona í byrjun. Er voða áhugasamur og lærir möglunarlaust þegar hann er beðinn um það. Vona svo sannarlega að hann haldi því áfram. Allt svo miklu auðveldara þegar ekki þarf að nöldra og nauða í hvert skipti sem þarf að opna námsbækurnar.
Writing Svo skrifar hann svo vel að það er með ólíkindum. Svona miðað við það að hann er karlmaður. Á einn frænda sem skrifar svo illa að hann getur ekki lesið sína eigin skrift. Ekki gott, og hann er sko ekki læknir heldur flugmaður. Algjör dúlla samt. Pilot Bíðiði aðeins, þarf að lesa smá fyrir drenginn svo hann geti sofnað og fara með bænirnar. Sama rútinan á hverju kvöldi..............................................................................................................................
....................................................................................................................................
Jæja komin aftur. Erum núna að lesa norsk ævintýri eftir Asbjörnsens og Moe. Endalausar sögur um konungssyni og konungsdætur og tröll með svo og svo mörg höfuð. Sögur síðan 1943 og hann hefur svo gaman af þeim. Síðan er farið með bænir og svo endar hann alltaf á því að segja.
I cote. "Góða nótt, Guð geymi þig og gefi þér fallega drauma, I love you og ég elska þig til tunglins og aftur til baka. End of cote. Oh þetta er svo sætt. Eða mér finnst það allavega. I Love You Jæja ætli þetta sé ekki komið gott í bili. Best að koma sér í bólið svo mar vakni í fyrramálið.

Knús í krús................. Psychedelic






Obbsadeisí

Lalalalalalalalalalalala...................... Ein frekar tóm í hausnum. Veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa hér. Adda kom í dag og tókum við tvo óþverra. Hún vann einn og ég einn. Svo kom Gugga svilkona í kaffi líka. Hef sko ekki séð hana í tvo mánuði örugglega. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Skarpp svo út eftir kvöldmat og fór í Kaskó að versla, og þá var Olga að vinna. Aldeilis sem hún er sæl með jobbið sitt. Nýbyrjuð þarna og hefur alltaf átt sér þann draum að vera búðarkona. Sé nú samt ekkert merkilegt við það starf. Hef sjálf unnið við það í þónokkur árin og myndi nú ekki segja að það væri draumajobbið. En hver hefur sinn smekk með það eins og annað. Skaust svo til Lilju og Baldurs og hitti þá bróður minn þar á bílastæðinu. Hann er í bænum vegna einhvers alheims ráðstefnu Hotel Express. Hann lofaði mér nú því að fara ekki heim án þess að gefa mér eins og 10 mínútur. Við sjáumst alltof sjaldan. Svo upp til þeirra nýbökuðu og fékk að skoða nýju íbúðina. Þau eru sko að flytja niður um eina hæð. Voru svo heppinn að strákurinn sem á þá íbúð fannst hún of stór fyrir sig einan og þau eru alveg að kafna í litlu einstaklingsíbúðinn svo þau höfðu bara makaskipti. Húrra fyrir þeim. Þau fá sko örugglega víðáttubrjálæði þegar þau eru flutt. Sem gerist á morgun. Risastórt svefnherbergi og mjög stórt barnaherbergi og risalega stórt eldhús og fullt fullt fullt af skápum. Í báðum herbergjunum og eldhúsinu. Rosa munur fyrir þau.
MoversMunur að flytja svona á milli hæða. Engin sendiferðabíll og óþarfi að pakka öllu voða vel inn. Hún er reyndar búin að flytja eldhúsið niður og ég aðstoðaði hana aðeins við að ganga frá í skápana. Og þau brosa bæði út að eyrum. Voða happy með þetta. Svo eru Lonni og Baldur farin að skoða íbúðir. Alveg eins gott fyrir þau að borga um 50 þúsund á mánuði í eigin vasa eins og að leigja þessa holu á 40 þúsund á mánuði. For Rent Jæja læt þetta duga að sinni og vona svo sannarlega að hún Didda mín haldi sönsum. Ekki vil ég hafa það á samviskunni að hún verði lögð inn á deild 13. Ussusss.

Knús í krús................................. Origami






fimmtudagur, september 09, 2004

Ekki mikið í fréttum

þessa dagana. Var á kvöldvakt síðustu tvö kvöld og missti þar af leiðandi af því að syngja fyrir svía konug og hans family. Frekar leiðinlegt. Skemmtileg lögin sem systurnar sungu. Fæ kanski tækifæri til að syngja þau seinna. Allavega myndi Pollyanna segja það. hehehe..Uppgötvaði mér svo til mikillar skelfingar þegar ég kom heim í gærkvöldi að ég gleymdi gemsanum mínum í vinnunni. Bömmer. Sendi Lonni því sms úr tölvunni áður en ég fór að sofa og bað hana að sækja hann fyrir mig í dag, því hún ætlaði að koma og óþverrast aðeins. Og enn meiri bömmer. Hún fékk ekki smsin. Ekki hægt að treysta þessu tölvudóti. Svo ég mátti bíða þar til Jóna Hlín var búin að vinna í kvöld klukkan hálf tólf og þá kom hún með hann í leiðinn heim til sín. Ekki gott að vera bíllaus. Maður er gjörsamlega háður þessu dóti. Hvort sem er bíll eða gsm. Lilja kom hér líka í dag með snúllann. Ég verð aldrei þreytt á því að horfa á drenginn. Og Didda mín. Lilja er ekki búin að fá pakkann frá þér. Blowing NoseHlýtur að fara að koma. Svo er ég búin að vera gjörsamlega hoppandi hægri, vinstri út af ákveðinni aðgerð sem ég er að hugsa um að fara í. Er alveg ákveðin þessa stundina og þá næstu er ég hætt við. Ég er algjörlega andsetin af hugsunum um það hvað ég á að gera. This is for life. Eins og sakir standa er ég ekki tilbúin að útlista hér hvaða aðgerð ég er að tala um, en mátti bara til með að skrifa þetta aðeins frá mér. Zany I´m going crazy. Nóg um það. Vinnuhelgi framundan. Veit fátt skemmtilegra. Er reyndar í fríi á morgun og er að hugsa um að taka aðeins til hendinni hér. Er gjörsamlega að drepast úr leti þessa dagana. Nenni engu. Og svo var ég voða dugleg og setti inn myndir frá Danmerkur för okka hjóna og barna. Endilega kíkið á þær ef þið hafið áhuga á því.
Nenni ekki meir í bili, held ég fari að sofa svo ég geti vaknað með drengnum í fyrramálið.

Knús í krús............ Dove






fimmtudagur, september 02, 2004

Er ekki tími til komin að tengja, er ..........

Jú og það fyrir löngu síðan. Hef bara ekki haft nokkra nennu til að setjast við tölvuna nema rétt til að athuga með póst. LazyEins og á öllu má sjá erum við hjónin komin frá útlandinu, og þetta var alveg hreint meiriháttar ferð. Finnst alltaf ég vera komin heim þegar ég er þarna úti. Sterkar taugar til þessa dásamlega lands. Komum um hádegisbilið og beint á hótelið með töskurnar og svo bara út að labba. Vorum sem betur fer með kort af borginni því við vorum ekki alveg í centralinu og hefðum aldrei ratað á torgið án þess. Öskrandi sól og steikjandi hiti þennann fyrsta dag okkar. Fórum og hittum Jónas vin okkar sem þarna býr og er kokkur, um kvöldið og borðuðum hjá honum. Snemma svo í bólið því mín var þá búin að vaka í rúmlega einn og hálfan sólarhring. Enda var ég varla lögst á koddann þegar ég dó og vissi ekki meir af mér fyrr en um hálf ellefu næsta morgun. PillowOg svo var bara labbað meir og meir og enn meira á miðvikudaginn. Keyptum okkur svona útsýnisferð með bus og lékum ekta túrista. Borðuðum á Hereford á midvikudeginum og nammi namm. Hef sjaldan fengið eins góða steik. Svo var spúsinn eitthvað farinn að kvarta undan þessu labbi mínu, sagði að ég myndi drepa sig með þessu áframhaldi. Hmm. Aldrei hægt að gera fólki til hæfis. Svo kvartar hann undan því að ég nenni ekki að labba hér heima. hehehe.... Enda lítið gaman að því að labba hring í Breiðholtinu. Miklu skemmtilegra í útlandinu, og svona þegar mar er að ferðast. Hvort sem er hér heima eða erlendis. Ég hef oft reynt að fara út að labba heiman frá mér en mér bara finnst það svo TILGANGSLAUST. Ekkert nýtt að sjá og svona. Ég er svo skrítin. Walking The Dog MaleKannski ég ætti að fá mér hund. Þá verð ég að fara út að labba með hann. Spurning.. En hvað um það. Svo komu krakkarnir á fimmtudeginum og þá byrjaði ballið fyrir alvöru. Byrjuðum á því að fara í Madam Tousod (hvernig sem það er nú skrifað). Og Lonni mín þarf náttla alltaf að láta bera á sér og steig upp á einhvern pall og med det samme byrjaði allt að væla og BLIKKA. Og vörðurinn bara hreinlega birtist þarna á ótrúlega stuttum tíma. Prison Guard Svo í Tivoli. Nema það að ég hafði tekið með mér eina Tia Maria í poka og meðan við biðum eftir Lonni og Boldri sátum við úti og fengum okkur öl, og haldiði ekki að ég hafi gleymt pokanum. Það hefur vonandi verið einhver þurfandi sem fann hann. snökt. Sá pínu eftir honum. New Year Cheer Og í Tivoli var að sjálfsögðu gengið á línuna. Tækjalínuna. *hóst*. Ég er gjörsamlega brjáluð í Tívoli. Elska þessi tæki, gæti verið þarna í marga daga. Haga mér eins og versti unglingur. Vil fara í allt og gera allt og gambla líka. Annað en minn ekta maður. Fór ekki í eitt einasta tæki. Bakkinn var svo tekin með stæl kvöldið eftir og ekki skánaði ég þá. Varð verri ef það er hægt. Enda þegar ég vaknaði á laugardeginum kom ekki eitt einasta hljóð upp úr mínum fagra hálsi. Hef aldrei á ævi minni orðið svona algjörlega þegjandi hás. Komst líka að því að sonur minn elskulegur er forfallinn spilafíkill. Það var sko ekki fyrr en hann gat gamlað eitthvað að hann tímdi að taka upp budduna sína. Og jú, ekki má gleyma því að hann keypti turpassann sinn í Bakkann sjálfur og bauð aldraðri móður sinni líka. Carnival Og árangurinn af þessu basli drengsins er risastór froskur, heljarinnar gulur gormur, og tveir minni bangsar. Enda þurfti að kaupa ferðatösku áður en haldið var heim. Ekki að það væri slæmt, því mig nebblega vantaði akkurat svona tösku fyrir öll kórferðalögin sem ég á eftir að fara í. Rauð voða sæt og önnur minni svona handtaska. Vacation
Svo var brunað til Billund í Legoland og haldið þar til í einn dag og vorum komin til baka um kvöldmat. Vorum með þennann rosalega flotta bílaleigubíl, var eiginlega að hugsa um að setja hann í nýju töskuna og taka með heim. Toyoyta Avensis flunkunýr. Sem sagt góð ferð og vonandi kemst ég aftur sem fyrst til þessa flata dásamlega lands þar sem allir hjóla. Var að vinna í gær og dag og átti svo að eiga langt helgarfrí. En nei nú er mín gráðug og er búin að taka aukavaktir bæði föstu og laugardags nætur. Ekki veitir af. Það kemur VISA um næstu mánaðarmót. Hjúkk og sviti. En den tid den sort. Fór á kóræfingu í gær og mikið var gaman að hitta þessar kellur allar aftur. Var svo sannarlega komin í söngþörf. Og Sillan mín elskuleg ætlar að gefa þessu sjéns aftur og mikið er ég glöð yfir því. Eigum að syngja fyrir Svía konung á þriðjudagskvöldið og æfing á mánudaginn. Mín auddað svo heppin að vera á kvöldvakt báða daganna. Verður að koma í ljós hvort mér tekst að fá mig lausa. Singer Lilja kom hér á þriðjudaginn og aftur í dag með litla kútinn. Jís hvað hann er yndislegur. Hann horfir á mann með þessum stóru augum og bræðir mann alveg. Fæ sko sting í hjartað að horfa á hann. Og nú verð ég sko að koma mér í prjóna gírinn aftur. Er rúmlega hálfnuð svo þetta er nú allt að koma. Knitting Örn Aron er líka alveg dolfallinn yfir þessum dreng og er að springa úr monnti. Reddaði sér sjálfur og prentaði út myndir af honum til að taka með í skóla og sýna. Alveg vitlaus í að halda á honum og Lilja vill að hann sitji með hann, sé ekki að labba um. Og svo segir hún þessi elska í dag við mig. Nú skil ég þig mamma, ég var ellefu þegar Örn fæddist og mátti ekki labba með hann fyrst um sinn. Svona kemur alltaf að því að blessuð börnin fatta það að maður er ekki bara að vera leiðinlegur. Held ég láti þetta duga í bili.

Knús í krús.......... Cell Phone Bill