þriðjudagur, júlí 20, 2004

The summer of 2004

Þetta ætlar aldeilis að verða sumar ferðalaga og spennandi hluta hjá mér. Svo mikið að ég er eiginlega farin að fá smá samviskubit. Hér er ég og skemmti mér vítt og breitt um landið og kallinn minn vinnur alla daga og helgar líka. Nú eins og þið vitið er ég búin að fara á Essó mótið og svo hringinn með frænkunum.  Um helgina fór ég í Galtalæk með Gospelsystrum. Og þvílílka gamanið.  14 systur mættar og tel ég það bara vel af sér vikið, miðað við að þetta er í fyrsta skiptið sem þetta er gert. Ákveðið með stuttum fyrirvara  og svona.  Ætli við höfum ekki verið í kringum 30 með mökum og börnum. Ekki svaf ég nú mikið í þessari ferð, kannski svona 2 tíma. Vindsængin hennar Sillu minnar var eitthvað slöpp og lak loftið úr svona jafnt og þétt. Var orðin annsi lin þegar við skriðum í ból um 4.  En þar sem nokkur þyngdarmunur er á okkur stöllum færðist þetta litla loft allt yfir til Sillu þegar ég lagðist svo hún fékk ágætis ból uns ég gafst upp og fór á fætur um hálf níu.  Og þá var líka komið þetta fína Majorca veður og er ég sjálflýsandi á köflum. Má þar helst nefna andlit og hné. Úff. En ekkert sem gott After sun getur ekki lagað. Svo kom hún með þetta líka rosalega skemmtilega kubbaspil sem allir féllu kylliflatir fyrir. Og skipti þá ekki máli aldur eða stærð. Allir vitlausir í þetta,. Verð að fá mér eitt svona.  Good Game
 
Nú en svo fékk ég óvænta hringingu hér í kvöld og var boðið að taka þátt í Gospelmóti Fíladelfíu núna næstu helgi, mér að kostnaðarlausu. Svo ég tók mér smá umhugsunarfrest og ræddi við bóndann og soninn. Bóndinn hafið nú áhyggjur af drengnum, búinn að vera svo mikið einn heima og svona. Hann er nebbilega að vinna næstu helgi. Svo ég hringdi í Lonni og hún er ekki að gera neitt næstu helgi og var tilbúin að taka hann upp á sína arma. Svo var bara að tala við drenginn. Ákvað eiginlega að leyfa honum að ráða þessu. *samviskubit**samviskubit* Og þessi elska sagði.  Mamma þú mátt fara. Oh hann er svo góður við gömluna sína. Female Entertainer 9  Svo nú fer maður og lærir sem mest um Gospelsönginn eina og sanna.
 
Og svo er Danmörk enn eftir.  Ótrúlega skemmtilegt sumar. Eins gott samt að Lilja mín verði stillt fram yfir helgi. Hún má alls ekki taka sóttina þessa helgi.  Pregnant Smiley Hún má til með að bíða eftir mér.  En nú nenni ég ekki meir. Þarf að fara að lúlla svo ég vakni til vinnu í fyrramálið.
 
Knús og krús......... Angel 2 






Engin ummæli: