sunnudagur, júlí 11, 2004

Home sweet home Alabama.......

Já það er gott að vera komin heim eftir næstum 2ja vikna útlegð. Skrítið. Alltaf jafn gaman að fara en svo er alltaf betra að koma heim. Þetta er búið að vera alveg rosalega gaman allt saman. En það sem ég er búin að skrönglast um allar jarðir. Fórum á nýja baðstaðinn á Mývatni og lágum þar örugglega í tvo tíma eða svo. Fengum annsi mikla sól á okkur þar. Og ég er búin að vera eins og Rudolf um nebbann. Svo kolbrunnin að það hálfa væri nóg. Með sár og alles. Og get að sjálfsögðu ekki látið það vera. Kroppa,kroppa,kroppa. Það mætti halda að nefið væri eins og á Gosa hér um árið þegar hann skrökvaði sem mest. Stæði marga kílómetra út í loftið. Ekki gott það. En hér kemur ferðasagan.

Dagur 1.
Vöknuðum um 10 leytið og drifum okkur af stað á Mývatn. Löbbuðum þar kirkju-hringinn í Dimmuborgum og fórum svo á fína baðstaðinn. Keyrðum svo inn í Aðaldal og skoðuðum Laxárvirkjun. Höfðum það svo bara huggulegt um kvöldið.

Dagur 2.
Aftur á fætur um 10 leytið og ákváðum að taka því frekar rólega þennann daginn. Fórum og skoðuðum jólahúsið og sendum óskir í óskabrunn ófæddra barna. Obboslega fallegur brunnur það. Hef nú komið þarna áður en ekki tekið eftir honum þá. Svo inn í Kjarnaskóg og borðuðum nesti þar og sleiktum sólina. Síðan brunað í Glerártorg að versla í matinn og svo upp í lystigarð Akureyrar sem gerður var af konum að mig minnir 1928. Ofsalega fallegur og mikið af yndislegum blómum.

Dagur 3.
Vöknuðum á sama tíma og hina dagana. Gunnsa ákvað að vera heima og fara með Óskar Örn í sundlaugina, svo við fórum bara þrjár af stað. Fórum inn að Laufási að skoða gamla bæinn, ég sat reyndar bara úti í sólinni á meðan þær fóru inn, hef komið þarna áður og fannst óþarfi að borga mig inn aftur. En sólin var líka yndisleg. Drukkum svo kaffi á gamla prestsetrinu og fengum okkur að sjálfsögðu "soðið brauð" með hangikjéti. Það skal tekið hér fram að Putte er alveg hreint vitlaus í hangikjét. Finnst þetta reykta kjöt okkar með eindæmum gott. Síðan keyrðum við inn í Grenivík og fórum þar upp í fjall og lágum á teppi og áttum góða stund. Verð nú að segja það að svo skrítið sem það er hef ég ekki komið inn í Grenivík áður. Þetta er ótrúlega krúttlegt þorp. Með eindæmum hreint eitthvað og öllum húsum svo vel við haldið og allir garðarnir ótrúlega sætir. Þetta minnti hreinlega á mynd á póstkorti.

Dagur 4.
Aftur vaknað um 1o leytið. Og aftur ákvað Gunnsa að vera heima svo við frænkurnar Skordal vorum aftur þrjár á ferð. Og nú var feriðnni heitið inn í Ásbyrgi,Hljóðakletta og Dettifoss. Og nú skyldi sko labbað og labbað..hehe.... Byrjuðum á því að stoppa á Húsavík og fórum í bakarí að kaupa kringlur og kaffi. Og svo af stað. En oh my god. Vegurinn (ef hægt er að kalla hann það) um Tjörnesið var algjör vibbi. Þvílíkar vegaframkvæmdir og holur,hoss og læti. Held að hún Sússý hafi keyrt að 30 alla leiðina. Jísös kræst. En hægt komumst en komumst þó. Byrjuðum í Ásbyrgi. Gengum niður að tjörninni og svo upp á útsýnispallinn. Og þvílíka fegurðin. Löbbuðum svo Blómastíginn til baka. Síðan haldið inn í Hljóðakletta. Og ég held að engann fegurri stað hafi ég séð á voru ylhýra. Var að koma þarna í 3ja skiptið og finnst alltaf bara fallegra og fallegra. Gengum fyrst upp að Karli og kerlingu og tókum svo Hljóðaklettahringinn. Það var nú aðeins farið að taka í læris og kálfvöðva þegar þeim hring var lokið. Og hitinn maður minn. En áfram skyldur fræknar konur og drifu sig að Dettifossi. Þeim megin sem allar tröppurnar eru. Og niður. Úff, en tilhugsunin um að þurfa að labba aftur upp þessi þrep, sem sum eru svo há að þau ná manni í hné. Oh boy oh boy... Þegar við svo erum rúmlega hálfnaðar upp bara urðum við að pústa. Koma ekki þessar líka sætu konur. Labbandi svona í rólegheitunum upp eins og á jafnsléttu væru. þær voru sko örugglega um 60 til 65 ára. Þýskar, veit það því þær heilsuðu. Og blésu ekki úr nös. Úffffff...Löbbuðu þetta bara svona með hendur fyrir aftan bak. Svo þegar við komum loksins upp standa þær þá ekki við bílinn sinn og REYKJA!!!!!!! En hvað um það. Ákváðum að fara hina leiðina til baka í gegnum Mývatn þótt lengri væri, til að losna við þennann ótukktarveg. Mikið ósköp voru þetta þreyttar en sælar frænkur sem skriðu inn um dyrnar klukkan að vera 23.30. Rúmlega tólf tíma ferð að baki og mikið búið að sjá og upplifa.

Dagur 5.
jæja þá var að pakka og drífa sig að stað til Breidalsvíkur. Lögðum af stað frá Akureyri um klukkan 1. og komum í Egilsstaði um 5. Byrjuðum á því að fara í Bónus að versla því nú skyldi boðið til veislu. Stórt læri 40% af við kassa, potatos, salatos og sósur. þegar við svo erum á kassanum að borga fannst Putte verðið eitthvað skrítið. 6.100. Drengurinn búinn að renna visanu hennar Sússý, svo við kíkjum á strimilinn. Þá kemur í ljós að lærið kostaði heilar 7 þús. og svo 40% af því. Strikamerkið var rifið svo drengurinn hafið slegið inn númerið sem er undir merkinu. Og eitthvað var skrítið við þetta númer. Þvi að sjálfsögðu gat lærið ekki kostað 7 þús. Kallar í hjálp og fram kemur verslunarstjórinn og hann kunni ekkert á kassakerfið og kallar á stúlku sér til aðstoðar. Hún fer eitthvað að reyna og gengur nú eitthvað brösulega. Loksins tókst henni þetta nú samt. Eða þannig. Á skerminum stendur að hún skuldi okkur 4 þús. Og þá býðst hún til að láta okkur hafa inneignarnótu. Ég hélt nú ekki. Þetta voru ekki okkar mistök. Nei en þessvegna erum við með inneignarnótur. Og aftur hélt ég nú ekki. Hún gæti þá bara bakfært þetta á vísað. Hún er orðin frekar fúl, stekkur í burtu kemur svo aftur og rífur upp peningaskúffuna og nánast hendir 4 þúsun kalli í Sússý. Þvílík kurteisi. En so what. Við græddum feitt. Við sem sagt borguðum 2100 fyrir þetta allt. Og bara lærið átti að kosta 2360 með afslættinum. En þar sem stúlkukindin var svo ótrúlega dónalega datt okkur ekki í hug að leiðrétta hana. Svo í ríkið að ná í nokkra bjóra og svo afur af stað. Keyrðum firðina til Breiðdalsvíkur. Komum þangað um 8 leytið. Áttum notalegt kvöld með Diddunni minni og Lallanum.

Dagur 6.
Sólin búin að yfirgefa okkur og bara þoka í nánd. Tókum daginn bara rólega. Fórum út í fjöru hjá Högna frænda. Hann sko á hana. Þar er ótrúlegt steina safn. "Týndum" fullt af flottum steinum og fórum svo í kaffi til Soffíu á Gljúfraborg. Sátum þar að sjálfsögðu allt of lengi komu ekki heim fyrr en klukkan 7 og þá nennti enginn að elda. Svo lærið góða fór bara heim með Sússý. Svo horfði liðið á eina mynd í sjónvarpinu og svo bara í seng. Ég átti samt gott spjall með Diddunni minni þegar allir hinir voru farnir að hrjóta. Alltaf gott að sitja og spjalla við hana. Vildi að ég gæti það oftar. Love you.

Dagur 7.
Þá var aftur komið að því að pakka og halda áfram. Keyrðum að Jökulsárlóni og sigldum þar. Alltaf sama fegurðin þar. Áttum panntaða gistingu að Hrollaugsstöðum en ákváðum samt bara að keyra heim. Allir farnir að þrá sitt eigið rúm og rann. Skreið hér inn um klukkan 12 og sit hér og gæli við tölvuna mína.
Læt þetta duga í bili
knús í krús..............

Engin ummæli: