fimmtudagur, júlí 22, 2004

Þá er enn ein sæmdarkonan gengin á braut

Var í jarðaför í dag þar sem Hafdís Jónsdóttir var borin til grafar. Hún var ein af þessum dásamlegu systkinum sem gift eru systkinum Didda. Það er að segja, Diddi á þrjú systkin sem gift eru öðurm þremur systkinum. Og þau systkin voru 9. Haddý var ein af þeim. Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé betri manneskja eftir að þekkja þetta fólk allt saman. Aðra eins samheldni og umvefjandi væntumþykju hef ég ekki áður kynnst. Nú er ég búin að þekkja þetta fólk í 28 ár og ekki í eitt einasta skipti hef ég orðið vitni að því að þeim hafi orðið sundurorða eða verið fúl út í hvort annað. Strætó kórinn söng og hef ég ekki heyrt hann syngja eins yndislega vel áður. Svo eru Halli og Elli bræður Didda í kórnum og eru þeir giftir Guggu og Jónu systur Haddýjar og Daddi sem er giftur Lilju systur Didda og er bróðir Haddýjar, líka í kórnum og dáist ég að þeim að hafa getað þetta. Ég hef sungið við jarðarför og finnst það annsi erfitt, en ekki er ég viss um að ég gæti sungið þar sem einhver svo náin mér ætti í hlut. Blessuð sé minning hennar.
 Gold Cross

Vorum svo í mat hjá mömmu og pabba í kvöld. Bói bró og hann family voru að koma frá Kanarí og Hlín á afmæli á morgun svo mamma bauð til veislu. Ekki svo oft sem við hittumst öll saman. Svo fara þau heim á föstudaginn. Til hamingju með daginn Hlín mín.. 

Við mæðginin ætlum að skella okkur í bíó annað kvöld  og sjá Scherk borða popp og drekka kók. Gaman,gaman.  Og svo held ég að ég sé að verða biluð. Klukkan orðin hálf tvö og ég á að vakna í vinnu í fyrramálið. Held að það væri ráð að koma sér í ból.

Knús í krús............ Sleeping 






Engin ummæli: