fimmtudagur, júlí 29, 2004

Ja hérna

það var aldrei að ég fengi ekki flensu. Er ennþá að drepast úr hósta og hausverk. Farin að fá það á tilfinninguna að það fari að blæða úr hálsi mér með þessu áframhaldi. Með þessa líka fínu wisky rödd og alles. Dramatic DeathOg núna er mér svo kallt að ég er hreinlega að frjósa.. Freezing My Butt Off Er með einhverja hitavellu, ohhhhhhhhh. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það að vera veik.
Ekki veit ég hvað hún Jóhanna mín segir ef ég kem ekki í vinnu á föstudaginn.   Verslunarmannahelgin framundan og ekkert fólk að fá í vinnu. Shitt. Eins gott að ég hristi þetta af mér á morgun.. 
Var að setja sónarmyndir inn á síðuna hjá kútnum hennar ömmu sinnar. Edilega kíkið á þær. Ótrúlega skýrar og krúttlegar myndir. Annars er hún Lilja mín orðin annsi þreytt og vill bara að þessu fari að ljúka. Hún var í skoðun í dag og allt í góðu og ljósa sagðist eiga bágt með að trúa því að hún færi fram yfir tímann. Svo mín var voða glöð með það. Balloon Heart Ég er nú líka orðin annsi mikið spennt. Verst að ég er ekki búin að vera nógu dugleg að prjóna. Hef ekkert í mér þessa dagana að gera nokkurn skapaðan hlut. Verð að fara að taka mig á í þessum málum. Gengur náttla ekki að skíra drenginn í hálfum kjól....

Get ekki meir að sinni
knús í krús.......................... Sleeping 

Engin ummæli: