ÉG ER ENNÞÁ MEÐ FLENSU. ER GJÖRSAMLEGA AÐ MYGLA HÉR HEIMA HJÁ MÉR. ALEIN Í KOTINU. ÖRN ARON FÓR MEÐ AFA OG ÖMMU UPP Í SUMÓ OG SPÚSINN AÐ VINNA. I´M ONLY THE LONLY...................
laugardagur, júlí 31, 2004
fimmtudagur, júlí 29, 2004
Ja hérna
það var aldrei að ég fengi ekki flensu. Er ennþá að drepast úr hósta og hausverk. Farin að fá það á tilfinninguna að það fari að blæða úr hálsi mér með þessu áframhaldi. Með þessa líka fínu wisky rödd og alles. Og núna er mér svo kallt að ég er hreinlega að frjósa.. Er með einhverja hitavellu, ohhhhhhhhh. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það að vera veik.
Ekki veit ég hvað hún Jóhanna mín segir ef ég kem ekki í vinnu á föstudaginn. Verslunarmannahelgin framundan og ekkert fólk að fá í vinnu. Shitt. Eins gott að ég hristi þetta af mér á morgun..
Var að setja sónarmyndir inn á síðuna hjá kútnum hennar ömmu sinnar. Edilega kíkið á þær. Ótrúlega skýrar og krúttlegar myndir. Annars er hún Lilja mín orðin annsi þreytt og vill bara að þessu fari að ljúka. Hún var í skoðun í dag og allt í góðu og ljósa sagðist eiga bágt með að trúa því að hún færi fram yfir tímann. Svo mín var voða glöð með það. Ég er nú líka orðin annsi mikið spennt. Verst að ég er ekki búin að vera nógu dugleg að prjóna. Hef ekkert í mér þessa dagana að gera nokkurn skapaðan hlut. Verð að fara að taka mig á í þessum málum. Gengur náttla ekki að skíra drenginn í hálfum kjól....
Get ekki meir að sinni
knús í krús..........................
Ekki veit ég hvað hún Jóhanna mín segir ef ég kem ekki í vinnu á föstudaginn. Verslunarmannahelgin framundan og ekkert fólk að fá í vinnu. Shitt. Eins gott að ég hristi þetta af mér á morgun..
Var að setja sónarmyndir inn á síðuna hjá kútnum hennar ömmu sinnar. Edilega kíkið á þær. Ótrúlega skýrar og krúttlegar myndir. Annars er hún Lilja mín orðin annsi þreytt og vill bara að þessu fari að ljúka. Hún var í skoðun í dag og allt í góðu og ljósa sagðist eiga bágt með að trúa því að hún færi fram yfir tímann. Svo mín var voða glöð með það. Ég er nú líka orðin annsi mikið spennt. Verst að ég er ekki búin að vera nógu dugleg að prjóna. Hef ekkert í mér þessa dagana að gera nokkurn skapaðan hlut. Verð að fara að taka mig á í þessum málum. Gengur náttla ekki að skíra drenginn í hálfum kjól....
Get ekki meir að sinni
knús í krús..........................
miðvikudagur, júlí 28, 2004
Enn í flensu........................
Shitt,shitt,shitt.... og hafiði það. Er enn að drepast í flensudruslu, síðan á fimmtudaginn. Fór nú samt á Gospelmótið og það var algjört æði. Spurning hvort maður verði bara ekki fastagestur þarna. En frekar var nú úthaldið lítið hjá mér. Meikaði ekki að standa meðan verið var að æfa, svo ég bara sat og sat.. Tók svo ekki þátt í tónleikunum sem voru svo í lokinn. Heldur sat út í sal og hóstaði og hóstaði og hlustaði og hlustaði. Og VÁÁ. Það sem hægt er að kenna á einni helgi. Ótrúlegt. Við Rannveig sem er með mér í rödd í kórnum fórum saman og urðum aldeilis hissa þegar við hittum svo þrjár aðrar úr kórnum. Mikil gleði það. Kom svo heim um miðnættið á sunnudagskvöldið og skreið með það sama í ból og var að mestu í bóli allann mánudaginn og lungað úr deginum í dag. Búin að éta heilann stauk að Treo og heilt glas af norskum brjóstdropum og sjúga heilann innhalator í mitt nef. Please let me die, hausinn er að springa og rifbein orðin annsi hreint aum og svo hef ég það á tillfinningunni að hálsinn sé rifinn að innann. Held að þetta sé eitthvað að ganga. Lonni mín er heima og er í sömu stöðu og ég. Annars keypti ég mér tvöfaldann geisladisk þarna fyrir austan með Oslo Gospel Choir. Og hann er algjört æði. Ótrúlega flott lög á honum og meðal annars nokkur sem við Systur höfum sungið. Aðeins búin að taka hann út í heddinu og fékk nettar strumpabólur.
Hér er verið að skipta um þak á blokkinni og þvílíkur djö....... hávaði. Hamrað og barið frá klukkan átta á morgnanna. Og minns með þennann líka fína hausverk. Er orðin annsi þreytt á þessu. Annars sýnist mér að einhver blogglægð sé í gangi. Allir frekar latir við að tjá sig hér á bloggsíðum dauðanns. Og ekki er ég duglegust, hef akkurat enga nennu til að sitja við tölvuna þessa daganna. Og þá er sko eitthvað mikið að minni. Skildi dr. Saxi vita af þessu......
Nóg í bili og knús í krús....................
Hér er verið að skipta um þak á blokkinni og þvílíkur djö....... hávaði. Hamrað og barið frá klukkan átta á morgnanna. Og minns með þennann líka fína hausverk. Er orðin annsi þreytt á þessu. Annars sýnist mér að einhver blogglægð sé í gangi. Allir frekar latir við að tjá sig hér á bloggsíðum dauðanns. Og ekki er ég duglegust, hef akkurat enga nennu til að sitja við tölvuna þessa daganna. Og þá er sko eitthvað mikið að minni. Skildi dr. Saxi vita af þessu......
Nóg í bili og knús í krús....................
föstudagur, júlí 23, 2004
Flensa dauðans........................
Úff, haldiði ekki að ég sé að fá flensu. Má sko barasta ekkert vera að því. Er orðin svo uppfull að kvefi og hósta að það hálfa væri nóg. En ég soga minn innhalator í nebbann minn litla og vona að þetta verið bara farið þegar ég vakna..... Alveg týpískt, ég sem er að fara að syngja alla helgina. En ég læt það sko ekki stoppa mig. Ó, nei..... Mætti aðeins of seint til vinnu í morgun. Var svo asskoti heppin að þegar ég sest inní bílinn minn í morgun heyrðist RIFFFFFF. og hægra læri datt út úr buxunum. Shittt. Svo ég mátti hlaupa inn og skipta um brækur. Túrstæn er búinn að skemmta sér þokkalega yfir þessu í dag. Haahahaha. Sé sko bara ekkert fyndið við þetta. (Ein voða húmorslaus)..... Fór á Shreek í kvöld með Erni og verð nú bara að segja það að þessi mynd er algjör snilli. Ekki síður fyrir fullorðið fólk en börn. Og ekki skemmir tónlistin, alveg frábær lög. Svo erum við rétt sest inní salinn þegar Erni verður mál að prumpa. Segist nú ekki vilja prumpa í salnum, svo ég bendi honum á að fara á klóið, sem hann og gerir. Kemur svo til baka og segist bara vilja fara heim. Er svo illt í mallanum. Finnst hann þurfa að æla. Svo ég stend upp og segi komdu framm. En aðeins of sein. Vinurinn ældi á gólfið. Fórum fram og ég fékk bréf og poka. Fór og þreif þetta. Og svo var það bara búið. Svo er ég bara búin að vera þokkalega dugleg. Búin að tæma óhreinatauið, á bara eftir að þurrka síðustu vélina. Læt það nú samt bíða til morgunns. Nenni ekki að bíða eftir því núna.
Jæja snúllurnar mínar, held ég láti þetta duga í bili.
Knús í krús............
Jæja snúllurnar mínar, held ég láti þetta duga í bili.
Knús í krús............
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Þá er enn ein sæmdarkonan gengin á braut
Var í jarðaför í dag þar sem Hafdís Jónsdóttir var borin til grafar. Hún var ein af þessum dásamlegu systkinum sem gift eru systkinum Didda. Það er að segja, Diddi á þrjú systkin sem gift eru öðurm þremur systkinum. Og þau systkin voru 9. Haddý var ein af þeim. Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé betri manneskja eftir að þekkja þetta fólk allt saman. Aðra eins samheldni og umvefjandi væntumþykju hef ég ekki áður kynnst. Nú er ég búin að þekkja þetta fólk í 28 ár og ekki í eitt einasta skipti hef ég orðið vitni að því að þeim hafi orðið sundurorða eða verið fúl út í hvort annað. Strætó kórinn söng og hef ég ekki heyrt hann syngja eins yndislega vel áður. Svo eru Halli og Elli bræður Didda í kórnum og eru þeir giftir Guggu og Jónu systur Haddýjar og Daddi sem er giftur Lilju systur Didda og er bróðir Haddýjar, líka í kórnum og dáist ég að þeim að hafa getað þetta. Ég hef sungið við jarðarför og finnst það annsi erfitt, en ekki er ég viss um að ég gæti sungið þar sem einhver svo náin mér ætti í hlut. Blessuð sé minning hennar.
Vorum svo í mat hjá mömmu og pabba í kvöld. Bói bró og hann family voru að koma frá Kanarí og Hlín á afmæli á morgun svo mamma bauð til veislu. Ekki svo oft sem við hittumst öll saman. Svo fara þau heim á föstudaginn. Til hamingju með daginn Hlín mín..
Við mæðginin ætlum að skella okkur í bíó annað kvöld og sjá Scherk borða popp og drekka kók. Gaman,gaman. Og svo held ég að ég sé að verða biluð. Klukkan orðin hálf tvö og ég á að vakna í vinnu í fyrramálið. Held að það væri ráð að koma sér í ból.
Knús í krús............
Vorum svo í mat hjá mömmu og pabba í kvöld. Bói bró og hann family voru að koma frá Kanarí og Hlín á afmæli á morgun svo mamma bauð til veislu. Ekki svo oft sem við hittumst öll saman. Svo fara þau heim á föstudaginn. Til hamingju með daginn Hlín mín..
Við mæðginin ætlum að skella okkur í bíó annað kvöld og sjá Scherk borða popp og drekka kók. Gaman,gaman. Og svo held ég að ég sé að verða biluð. Klukkan orðin hálf tvö og ég á að vakna í vinnu í fyrramálið. Held að það væri ráð að koma sér í ból.
Knús í krús............
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Sá þetta hjá Hörpu, mátti til með að skella því hér inn. Obboslega flott.. Klikka á himininn og hafa hljóðið á.
NY
NY
The summer of 2004
Þetta ætlar aldeilis að verða sumar ferðalaga og spennandi hluta hjá mér. Svo mikið að ég er eiginlega farin að fá smá samviskubit. Hér er ég og skemmti mér vítt og breitt um landið og kallinn minn vinnur alla daga og helgar líka. Nú eins og þið vitið er ég búin að fara á Essó mótið og svo hringinn með frænkunum. Um helgina fór ég í Galtalæk með Gospelsystrum. Og þvílílka gamanið. 14 systur mættar og tel ég það bara vel af sér vikið, miðað við að þetta er í fyrsta skiptið sem þetta er gert. Ákveðið með stuttum fyrirvara og svona. Ætli við höfum ekki verið í kringum 30 með mökum og börnum. Ekki svaf ég nú mikið í þessari ferð, kannski svona 2 tíma. Vindsængin hennar Sillu minnar var eitthvað slöpp og lak loftið úr svona jafnt og þétt. Var orðin annsi lin þegar við skriðum í ból um 4. En þar sem nokkur þyngdarmunur er á okkur stöllum færðist þetta litla loft allt yfir til Sillu þegar ég lagðist svo hún fékk ágætis ból uns ég gafst upp og fór á fætur um hálf níu. Og þá var líka komið þetta fína Majorca veður og er ég sjálflýsandi á köflum. Má þar helst nefna andlit og hné. Úff. En ekkert sem gott After sun getur ekki lagað. Svo kom hún með þetta líka rosalega skemmtilega kubbaspil sem allir féllu kylliflatir fyrir. Og skipti þá ekki máli aldur eða stærð. Allir vitlausir í þetta,. Verð að fá mér eitt svona.
Nú en svo fékk ég óvænta hringingu hér í kvöld og var boðið að taka þátt í Gospelmóti Fíladelfíu núna næstu helgi, mér að kostnaðarlausu. Svo ég tók mér smá umhugsunarfrest og ræddi við bóndann og soninn. Bóndinn hafið nú áhyggjur af drengnum, búinn að vera svo mikið einn heima og svona. Hann er nebbilega að vinna næstu helgi. Svo ég hringdi í Lonni og hún er ekki að gera neitt næstu helgi og var tilbúin að taka hann upp á sína arma. Svo var bara að tala við drenginn. Ákvað eiginlega að leyfa honum að ráða þessu. *samviskubit**samviskubit* Og þessi elska sagði. Mamma þú mátt fara. Oh hann er svo góður við gömluna sína. Svo nú fer maður og lærir sem mest um Gospelsönginn eina og sanna.
Og svo er Danmörk enn eftir. Ótrúlega skemmtilegt sumar. Eins gott samt að Lilja mín verði stillt fram yfir helgi. Hún má alls ekki taka sóttina þessa helgi. Hún má til með að bíða eftir mér. En nú nenni ég ekki meir. Þarf að fara að lúlla svo ég vakni til vinnu í fyrramálið.
Knús og krús.........
Nú en svo fékk ég óvænta hringingu hér í kvöld og var boðið að taka þátt í Gospelmóti Fíladelfíu núna næstu helgi, mér að kostnaðarlausu. Svo ég tók mér smá umhugsunarfrest og ræddi við bóndann og soninn. Bóndinn hafið nú áhyggjur af drengnum, búinn að vera svo mikið einn heima og svona. Hann er nebbilega að vinna næstu helgi. Svo ég hringdi í Lonni og hún er ekki að gera neitt næstu helgi og var tilbúin að taka hann upp á sína arma. Svo var bara að tala við drenginn. Ákvað eiginlega að leyfa honum að ráða þessu. *samviskubit**samviskubit* Og þessi elska sagði. Mamma þú mátt fara. Oh hann er svo góður við gömluna sína. Svo nú fer maður og lærir sem mest um Gospelsönginn eina og sanna.
Og svo er Danmörk enn eftir. Ótrúlega skemmtilegt sumar. Eins gott samt að Lilja mín verði stillt fram yfir helgi. Hún má alls ekki taka sóttina þessa helgi. Hún má til með að bíða eftir mér. En nú nenni ég ekki meir. Þarf að fara að lúlla svo ég vakni til vinnu í fyrramálið.
Knús og krús.........
laugardagur, júlí 17, 2004
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Jæja nú sit ég hér og horfi á tölvuna. Veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa hér. Er eins og tóm tunna í auganblikinu. Samt er nóg að gera og fullt búið að vera að gera.
Var að vinna í dag, fór svo í upptökur á nýju Stuðmannamyndinni. Get bara svarið það að það fer að líða að því að allir sem ég þekki leiki í þeirri mynd. Eins gott að mar fái frítt í bíó þegar hún verður sýnd. Við vorum í loka atriði myndarinnar og þurftum að hlaupa 4 sinnum upp frekar bratta brekku og aftur niður. Mín var orðin eins og slitinn fýsibelgur í lokinn.
Svo er ég að fatta það núna að það er enn og aftur búið að breyta vinnu umhverfi þessa bloggtöðvar. Jeyyyyyyyy, alltaf meir og meir sem hægt er að gera.... I love my blog.
Svo á morgun er útilega Gospelssystra. Jibbíkóla. Við Sillan ætlum að sambíla og samtjalda. Og enn og aftur vill sonur minn elskulegur ekki fara með mömmu sinni, svo að mamman er bara í endalausu húsmæðraorlofi þessa dagana. Ekki slæmt það.
Annars er þetta ekki eðlilegt hvað barnið er heimakært. Bara vonandi að það standi sem lengst. Kannski þangað til hann verður tvítugur. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af þessum óttalegu unglingsárum. Vona bara að hann geri sér grein fyrir því að hann á aldraða foreldra og verður að vera stilltur. Nú er ég þegar búin að ala upp tvær stúlkukindur og fékk alveg sitthvort eintakið. Önnur var eins og hugur manns og lét alltaf hreint vita af sér og hagaði sér í öllu eins og fyrirmyndar þjóðfélagsþegn, en hin aftur á móti gerði mig gráhærða fyrir aldur fram. Reif kjaft, skilaði sér ekki heim, stal og laug.
En sem betur fer hefur nú ræst úr henni þessari elsku og er hún alveg til fyrirmyndar í dag. Og ég tek það fram hér að ég erfi það ekki við hana í dag hvernig hún var þá. Hún er búin að biðjast fyrirgefnigar á því hvernig hún lét og hana fékk hún. Fyrirmyndar þjóðfélagsþegn í dag.
Var að vinna í dag, fór svo í upptökur á nýju Stuðmannamyndinni. Get bara svarið það að það fer að líða að því að allir sem ég þekki leiki í þeirri mynd. Eins gott að mar fái frítt í bíó þegar hún verður sýnd. Við vorum í loka atriði myndarinnar og þurftum að hlaupa 4 sinnum upp frekar bratta brekku og aftur niður. Mín var orðin eins og slitinn fýsibelgur í lokinn.
Svo er ég að fatta það núna að það er enn og aftur búið að breyta vinnu umhverfi þessa bloggtöðvar. Jeyyyyyyyy, alltaf meir og meir sem hægt er að gera.... I love my blog.
Svo á morgun er útilega Gospelssystra. Jibbíkóla. Við Sillan ætlum að sambíla og samtjalda. Og enn og aftur vill sonur minn elskulegur ekki fara með mömmu sinni, svo að mamman er bara í endalausu húsmæðraorlofi þessa dagana. Ekki slæmt það.
Húsmæðraorlof |
En sem betur fer hefur nú ræst úr henni þessari elsku og er hún alveg til fyrirmyndar í dag. Og ég tek það fram hér að ég erfi það ekki við hana í dag hvernig hún var þá. Hún er búin að biðjast fyrirgefnigar á því hvernig hún lét og hana fékk hún. Fyrirmyndar þjóðfélagsþegn í dag.
Jæja ætli ég fari ekki að láta þessu lokið, og ég sem hafið ekkert að segja, held bara að tunnan sé orðin hálf, verður örugglega orðin full þegar ég vakna á morgun. Set inn link á barnalandið góða, nú fer að styttast í að litli prinsinn líti dagsinns ljós. Min er orðin annsi hreint sigin.
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Til umhugsunar fyrir þá sem huga að dýra eign..........
Hvernig gastu gert þetta?"
Þegar ég var hvolpur, skemmti ég þér með skrípalátum og fékk þig til að hlæja. Þú kallaðir mig barnið þitt, og þrátt fyrir nokkra
nagaða skó og ónýta púða, varð ég besti vinur þinn.Í hvert skipti sem ég var "óþekk", hristir þú höfuðið og spurðir: ?hvernig gastu gert þetta??- en svo brostir þú og veltir mér á bakið til að klóra mér á maganum. Að gera mig húsvana tók aðeins lengri tíma en það átti að gera, þú varst svo upptekinn, en við unnum að því saman.
Ég man þær nætur þegar ég kúrði hjá þér uppi í rúmi og hlustaði á játningar þínar og leynda drauma, og ég hélt að lífið gæti ekki verið fullkomnara. Við fórum í langa göngutúra og skokkuðum í almenningsgarðinum, bílferðir, keyptum ís (ég fékk bara að borða brauðformið því þú sagðir að ís væri ekki góður fyrir hunda), og ég lagði mig í sólinni og beið eftir því að þú kæmir
heim í lok dagsins.
Smám saman fórstu að vera meira í vinnunni og eyða meiri tíma í starfsframa þinn, og meiri tíma í að leita þér að maka. Ég beið eftir þér þolinmóð, og huggaði þig í ástarsorgum og vonbrigðum, skammaði þig aldrei fyrir lélegar ákvarðanir, og hoppaði af gleði í hvert skipti sem þú komst heim og þegar þú varðst ástfanginn.
Hún, sem er nú konan þín, er ekki hundamanneskja- samt bauð ég hana velkomna inn á heimili okkar, reyndi að sýna henni ástúð og hlýddi henni. Ég var ánægð vegna þess að þú varst ánægður. Svo komu börnin og ég var alveg jafn spennt og þú. Ég var agndofa yfir því hvað þau voru bleik, hvernig þau lyktuðu, og ég vildi hugsa um þau eins og þau væru mín eigin. En hún og þú höfðu áhyggjur af að ég gæti meitt þau, og ég eyddi mest öllum mínum tíma lokuð inni í öðru herbergi eða í hundabúri. Mikið langaði mig til að elska þau en ég varð ?fangi ástarinnar?.
Þegar þau stækkuðu varð ég vinkona þeirra. Þau hengu í feldinum mínum og toguðu sig upp á völtum fótum, potuðu í augun á mér, grandskoðuðu eyrun mín, og kysstu mig á trýnið. Ég elskaði allt í sambandi við þau og snertingu þeirra, því þín snerting var svo sjaldgæf núorðið, og ég hefði varið þau með lífi mínu ef ég hefði þurft þess. Ég laumaðist upp í rúmið þeirra og hlustaði á áhyggjur þeirra og leynda drauma, og við biðum saman eftir að heyra í bílnum þínum í innkeyrslunni.
Einu sinni var það svo að ef fólk spurðir hvort þú ættir hund, þá sýndir þú þeim mynd af mér sem þú varst með í veskinu og sagðir sögur af mér. Síðustu ár svaraðir þú bara já og breyttir um umræðuefni. Ég breyttist frá ?hundinum þínum? í ?bara hundur?, og allur kostnaður varðandi mig fór í taugarnar á þér. Nú bauðst þér ný vinna í annarri borg, og þú og þau fluttuð í íbúð þar sem ekki má vera með gæludýr. Þú tókst rétta ákvörðun fyrir ?fjölskyldu? þína, en einu sinni var ég eina fjölskylda þín.
Ég var yfirspennt yfir bíltúrnum þangað til við komum að ?dýra-skýlinu?. Það lyktaði af hundum og köttum, af ótta og vonleysi. Þú fylltir út eyðublöð og sagðir:? Ég veit að þið finnið gott heimili fyrir hana?. Þau andvörpuðu og gáfu þér vonleysislegt augnaráð. Þau vita hvað bíður miðaldra hunds, jafnvel þó hann sé með ættbók. Þú varðst af rífa son þinn lausan frá hálsólinni minni á meðan hann hrópaði: ? nei pabbi, gerðu það! Ekki láta þau taka hundinn minn!? og ég hafði áhyggjur af honum, og hvaða lexíur þú hafðir kennt honum um vináttu og tryggð, um ást og ábyrgð, og um virðingu fyrir öllu lífi. Þú kvaddir mig með klappi á kollinn, forðaðist að horfa í augun á mér, og kurteisislega afþakkaðir að taka hálsólina mína og tauminn með þér. Þú hafðir takmarkaðan tíma og það átti einnig við um mig núna. Eftir að þú fórst sögðu konurnar tvær að þú hefðir líklega vitað fyrir nokkrum mánuðum að þú þyrftir að flytja en reyndir ekkert til að finna gott heimili handa mér. Þær hristu höfðuðið og sögðu:? hvernig gastu gert þetta??
Þær reyna að sinna okkur hérna í skýlinu eftir bestu getu en það er alltaf mikið að gera. Þær gefa okkur að borða, auðvitað, en ég missti matarlystina fyrir mörgum dögum. Í fyrstu, í hvert skipti sem einhver fór framhjá búrinu mínu, hljóp ég að hurðinni og vonaði að það væri þú, að þú hefðir skipt um skoðun, að þetta væri allt saman slæmur draumur.. eða ég vonaði að þetta væri að minnsta kosti einhver sem stæði ekki á sama og myndi kannski bjarga mér. Þegar ég sá að ég gat ekki keppt við litlu hvolpana, sem vissu ekkert hver örlög þeirra yrðu, bakkaði ég aftur í eitt hornið og beið.
Ég heyrði fótatak hennar þar sem hún kom að sækja mig í lok dagsins, og ég rölti við hliðina á henni inn ganginn inn í aðskilið herbergi. Óþægilega hljótt herbergi. Hún setti mig upp á borð og nuddaði á mér eyrun og sagði mér að hafa ekki áhyggjur. Hjarta mitt barðist ótt og títt af kvíða um hvað myndi gerast, en ég fann líka fyrir smá létti. Takmarkaður tími fanga ástarinnar var búinn. Eins og ég er að eðlisfari, þá hafði ég meiri áhyggjur af henni. Byrðin sem hún þarf að bera, og ég veit það, á sama hátt og ég þekkti hvert geðbrigði þitt. Hún setti varlega æðaklemmu á framlöppina mína og tár rann niður kinn hennar. Ég sleikti hönd hennar á sama hátt og ég gerði þegar ég reyndi að hughreysta þig fyrir mörgum árum. Hún stakk nálinni varlega í æðina mína. Þegar ég fann stunguna og kaldann vökvann æða í gegnum líkama minn, lagðist ég syfjuð niður og mumlaði:?Hvernig gastu gert þetta??. Hún sagði:?mér þykir þetta svo leitt?, kannski vegna þess að hún skyldi hundamálið mitt. Hún faðmaði mig og útskýrði í fljótu bragði að það væri hennar vinna að sjá til þess að ég færi á betri stað, á stað þar sem ég væri ekki hunsuð, misþyrmt eða yfirgefin, eða þyrfti að verja mig- stað þar sem er ást og ljós- staður sem er svo mikið frábrugðinn þessari jörð. Með síðustu orku minni reyndi ég að dilla skottinu mínu og láta hana sjá að þegar ég sagði ?hvernig gastu gert þetta??, þá var ég ekki að beina því að henni. Það varst þú, minn ástkæri húsbóndi, sem ég var að hugsa um. Ég mun hugsa til þín og bíða eftir þér að eilífu. Ég vona að allir sem þú kynnist í þínu lífi muni sýna þér jafn mikla tryggð og ég.
Mátti til með að skella þessu inn. Eitthvað sem maður hefur oft orðið vitni að þegar fólk í fljótfærni fær sé skepnu inn á heimilið..........
Þegar ég var hvolpur, skemmti ég þér með skrípalátum og fékk þig til að hlæja. Þú kallaðir mig barnið þitt, og þrátt fyrir nokkra
nagaða skó og ónýta púða, varð ég besti vinur þinn.Í hvert skipti sem ég var "óþekk", hristir þú höfuðið og spurðir: ?hvernig gastu gert þetta??- en svo brostir þú og veltir mér á bakið til að klóra mér á maganum. Að gera mig húsvana tók aðeins lengri tíma en það átti að gera, þú varst svo upptekinn, en við unnum að því saman.
Ég man þær nætur þegar ég kúrði hjá þér uppi í rúmi og hlustaði á játningar þínar og leynda drauma, og ég hélt að lífið gæti ekki verið fullkomnara. Við fórum í langa göngutúra og skokkuðum í almenningsgarðinum, bílferðir, keyptum ís (ég fékk bara að borða brauðformið því þú sagðir að ís væri ekki góður fyrir hunda), og ég lagði mig í sólinni og beið eftir því að þú kæmir
heim í lok dagsins.
Smám saman fórstu að vera meira í vinnunni og eyða meiri tíma í starfsframa þinn, og meiri tíma í að leita þér að maka. Ég beið eftir þér þolinmóð, og huggaði þig í ástarsorgum og vonbrigðum, skammaði þig aldrei fyrir lélegar ákvarðanir, og hoppaði af gleði í hvert skipti sem þú komst heim og þegar þú varðst ástfanginn.
Hún, sem er nú konan þín, er ekki hundamanneskja- samt bauð ég hana velkomna inn á heimili okkar, reyndi að sýna henni ástúð og hlýddi henni. Ég var ánægð vegna þess að þú varst ánægður. Svo komu börnin og ég var alveg jafn spennt og þú. Ég var agndofa yfir því hvað þau voru bleik, hvernig þau lyktuðu, og ég vildi hugsa um þau eins og þau væru mín eigin. En hún og þú höfðu áhyggjur af að ég gæti meitt þau, og ég eyddi mest öllum mínum tíma lokuð inni í öðru herbergi eða í hundabúri. Mikið langaði mig til að elska þau en ég varð ?fangi ástarinnar?.
Þegar þau stækkuðu varð ég vinkona þeirra. Þau hengu í feldinum mínum og toguðu sig upp á völtum fótum, potuðu í augun á mér, grandskoðuðu eyrun mín, og kysstu mig á trýnið. Ég elskaði allt í sambandi við þau og snertingu þeirra, því þín snerting var svo sjaldgæf núorðið, og ég hefði varið þau með lífi mínu ef ég hefði þurft þess. Ég laumaðist upp í rúmið þeirra og hlustaði á áhyggjur þeirra og leynda drauma, og við biðum saman eftir að heyra í bílnum þínum í innkeyrslunni.
Einu sinni var það svo að ef fólk spurðir hvort þú ættir hund, þá sýndir þú þeim mynd af mér sem þú varst með í veskinu og sagðir sögur af mér. Síðustu ár svaraðir þú bara já og breyttir um umræðuefni. Ég breyttist frá ?hundinum þínum? í ?bara hundur?, og allur kostnaður varðandi mig fór í taugarnar á þér. Nú bauðst þér ný vinna í annarri borg, og þú og þau fluttuð í íbúð þar sem ekki má vera með gæludýr. Þú tókst rétta ákvörðun fyrir ?fjölskyldu? þína, en einu sinni var ég eina fjölskylda þín.
Ég var yfirspennt yfir bíltúrnum þangað til við komum að ?dýra-skýlinu?. Það lyktaði af hundum og köttum, af ótta og vonleysi. Þú fylltir út eyðublöð og sagðir:? Ég veit að þið finnið gott heimili fyrir hana?. Þau andvörpuðu og gáfu þér vonleysislegt augnaráð. Þau vita hvað bíður miðaldra hunds, jafnvel þó hann sé með ættbók. Þú varðst af rífa son þinn lausan frá hálsólinni minni á meðan hann hrópaði: ? nei pabbi, gerðu það! Ekki láta þau taka hundinn minn!? og ég hafði áhyggjur af honum, og hvaða lexíur þú hafðir kennt honum um vináttu og tryggð, um ást og ábyrgð, og um virðingu fyrir öllu lífi. Þú kvaddir mig með klappi á kollinn, forðaðist að horfa í augun á mér, og kurteisislega afþakkaðir að taka hálsólina mína og tauminn með þér. Þú hafðir takmarkaðan tíma og það átti einnig við um mig núna. Eftir að þú fórst sögðu konurnar tvær að þú hefðir líklega vitað fyrir nokkrum mánuðum að þú þyrftir að flytja en reyndir ekkert til að finna gott heimili handa mér. Þær hristu höfðuðið og sögðu:? hvernig gastu gert þetta??
Þær reyna að sinna okkur hérna í skýlinu eftir bestu getu en það er alltaf mikið að gera. Þær gefa okkur að borða, auðvitað, en ég missti matarlystina fyrir mörgum dögum. Í fyrstu, í hvert skipti sem einhver fór framhjá búrinu mínu, hljóp ég að hurðinni og vonaði að það væri þú, að þú hefðir skipt um skoðun, að þetta væri allt saman slæmur draumur.. eða ég vonaði að þetta væri að minnsta kosti einhver sem stæði ekki á sama og myndi kannski bjarga mér. Þegar ég sá að ég gat ekki keppt við litlu hvolpana, sem vissu ekkert hver örlög þeirra yrðu, bakkaði ég aftur í eitt hornið og beið.
Ég heyrði fótatak hennar þar sem hún kom að sækja mig í lok dagsins, og ég rölti við hliðina á henni inn ganginn inn í aðskilið herbergi. Óþægilega hljótt herbergi. Hún setti mig upp á borð og nuddaði á mér eyrun og sagði mér að hafa ekki áhyggjur. Hjarta mitt barðist ótt og títt af kvíða um hvað myndi gerast, en ég fann líka fyrir smá létti. Takmarkaður tími fanga ástarinnar var búinn. Eins og ég er að eðlisfari, þá hafði ég meiri áhyggjur af henni. Byrðin sem hún þarf að bera, og ég veit það, á sama hátt og ég þekkti hvert geðbrigði þitt. Hún setti varlega æðaklemmu á framlöppina mína og tár rann niður kinn hennar. Ég sleikti hönd hennar á sama hátt og ég gerði þegar ég reyndi að hughreysta þig fyrir mörgum árum. Hún stakk nálinni varlega í æðina mína. Þegar ég fann stunguna og kaldann vökvann æða í gegnum líkama minn, lagðist ég syfjuð niður og mumlaði:?Hvernig gastu gert þetta??. Hún sagði:?mér þykir þetta svo leitt?, kannski vegna þess að hún skyldi hundamálið mitt. Hún faðmaði mig og útskýrði í fljótu bragði að það væri hennar vinna að sjá til þess að ég færi á betri stað, á stað þar sem ég væri ekki hunsuð, misþyrmt eða yfirgefin, eða þyrfti að verja mig- stað þar sem er ást og ljós- staður sem er svo mikið frábrugðinn þessari jörð. Með síðustu orku minni reyndi ég að dilla skottinu mínu og láta hana sjá að þegar ég sagði ?hvernig gastu gert þetta??, þá var ég ekki að beina því að henni. Það varst þú, minn ástkæri húsbóndi, sem ég var að hugsa um. Ég mun hugsa til þín og bíða eftir þér að eilífu. Ég vona að allir sem þú kynnist í þínu lífi muni sýna þér jafn mikla tryggð og ég.
Mátti til með að skella þessu inn. Eitthvað sem maður hefur oft orðið vitni að þegar fólk í fljótfærni fær sé skepnu inn á heimilið..........
Komin í gönguhóp..................
Jæja, þá er mar komin í gönguhóp. Heiða úr Gospel ákavað að finna sér nokkrar konur úr kórnum til að ganga með, og var fyrsta gangan síðasta þriðjudag. Þá var ég í sveitinni og komst ekki, en mætti gallvösk í kvöld. Hittumst á bílaplaninu í Nauthólsvík og löbbuðum í 1 klukkustund eða svo. Svaka fínt. Áætlað er að hittast einu sinni í viku í sumar og sjá svo til með veturinn. Fínt að hafa eitthvað svona til að sparka manni af stað. Svo var kannski eins gott að ég hitti hana Heiðu í kvöld. Ég stóð nebbilega í þeirri merkingu að útilega okkar Gospelsystra væri síðustu helgina í júli, en hún núna um þessa helgi. Það hefði nú verið frekar súrt ef ég hefði ætt af stað hina helgina og verið einmanna systir í Galtalæk...
En nú fyrri hluta þessa dásamlega sumarfrís á enda, byrja að vinna annað kvöld. Og þá er bara að láta sér hlakka til í ágúst þegar seinni hlutinn tekur við. Og hið dásamlega danaveldi. Svo á ég vinnuhelgi um verslunarmannahelgina og þá gerir maður nú ekki mikið. Sem er svo sem í góðu, ég hef nú fengið alveg ágætan skammt af ferðalagi undanfarið. Svo er annað mál. Ég er vatnslaus í eldhúsinu Ekki alveg það sem maður óskar sér. Og ekki liggja þessir píparar á lausu. Ónýtur kraninn í skápnum eða eitthvað. Á samt von á því að það komi hér einn á morgun. Eins gott. Frekar þunnur þrettándi að þurfa að sækja vatn inn á bað í bala. En hvað er mar svo sem að kvarta. Ekki kvörtuðu þær hér í gamla daga. Ætti að lifa þetta af í nokkra daga. Annars er ég ekki í miklu bloggstuði núna. Ætla að fara að horfa á spólu frá Lonni. Leiter,geiter.
Knús í krús............
En nú fyrri hluta þessa dásamlega sumarfrís á enda, byrja að vinna annað kvöld. Og þá er bara að láta sér hlakka til í ágúst þegar seinni hlutinn tekur við. Og hið dásamlega danaveldi. Svo á ég vinnuhelgi um verslunarmannahelgina og þá gerir maður nú ekki mikið. Sem er svo sem í góðu, ég hef nú fengið alveg ágætan skammt af ferðalagi undanfarið. Svo er annað mál. Ég er vatnslaus í eldhúsinu Ekki alveg það sem maður óskar sér. Og ekki liggja þessir píparar á lausu. Ónýtur kraninn í skápnum eða eitthvað. Á samt von á því að það komi hér einn á morgun. Eins gott. Frekar þunnur þrettándi að þurfa að sækja vatn inn á bað í bala. En hvað er mar svo sem að kvarta. Ekki kvörtuðu þær hér í gamla daga. Ætti að lifa þetta af í nokkra daga. Annars er ég ekki í miklu bloggstuði núna. Ætla að fara að horfa á spólu frá Lonni. Leiter,geiter.
Knús í krús............
mánudagur, júlí 12, 2004
Harry Potter rules
Take the quiz: "Which Student from Harry Potter are you?"
Hermione Granger
Yea! You are Hermione Granger! You are the intelligent one out of all your friend and you always strive for perfection. You prefer to think things through before acting, and you are determined to impress everyone. While you're brain power does get you out of allot of things, you should try to relax a little bit. Perfection is unattainable, you know.
Datt nú eiginlega síst hún í hug. Hef nú aldrei verið neinn proffi í skóla. En.
Nenni eiginlega ekki að skrifa neitt hér í kvöld. Skrifaði svooooooooo mikið í nótt sem leið. Læt þetta bara duga í bili.
Knús í krús............................
Hermione Granger
Yea! You are Hermione Granger! You are the intelligent one out of all your friend and you always strive for perfection. You prefer to think things through before acting, and you are determined to impress everyone. While you're brain power does get you out of allot of things, you should try to relax a little bit. Perfection is unattainable, you know.
Datt nú eiginlega síst hún í hug. Hef nú aldrei verið neinn proffi í skóla. En.
Nenni eiginlega ekki að skrifa neitt hér í kvöld. Skrifaði svooooooooo mikið í nótt sem leið. Læt þetta bara duga í bili.
Knús í krús............................
sunnudagur, júlí 11, 2004
Home sweet home Alabama.......
Já það er gott að vera komin heim eftir næstum 2ja vikna útlegð. Skrítið. Alltaf jafn gaman að fara en svo er alltaf betra að koma heim. Þetta er búið að vera alveg rosalega gaman allt saman. En það sem ég er búin að skrönglast um allar jarðir. Fórum á nýja baðstaðinn á Mývatni og lágum þar örugglega í tvo tíma eða svo. Fengum annsi mikla sól á okkur þar. Og ég er búin að vera eins og Rudolf um nebbann. Svo kolbrunnin að það hálfa væri nóg. Með sár og alles. Og get að sjálfsögðu ekki látið það vera. Kroppa,kroppa,kroppa. Það mætti halda að nefið væri eins og á Gosa hér um árið þegar hann skrökvaði sem mest. Stæði marga kílómetra út í loftið. Ekki gott það. En hér kemur ferðasagan.
Dagur 1.
Vöknuðum um 10 leytið og drifum okkur af stað á Mývatn. Löbbuðum þar kirkju-hringinn í Dimmuborgum og fórum svo á fína baðstaðinn. Keyrðum svo inn í Aðaldal og skoðuðum Laxárvirkjun. Höfðum það svo bara huggulegt um kvöldið.
Dagur 2.
Aftur á fætur um 10 leytið og ákváðum að taka því frekar rólega þennann daginn. Fórum og skoðuðum jólahúsið og sendum óskir í óskabrunn ófæddra barna. Obboslega fallegur brunnur það. Hef nú komið þarna áður en ekki tekið eftir honum þá. Svo inn í Kjarnaskóg og borðuðum nesti þar og sleiktum sólina. Síðan brunað í Glerártorg að versla í matinn og svo upp í lystigarð Akureyrar sem gerður var af konum að mig minnir 1928. Ofsalega fallegur og mikið af yndislegum blómum.
Dagur 3.
Vöknuðum á sama tíma og hina dagana. Gunnsa ákvað að vera heima og fara með Óskar Örn í sundlaugina, svo við fórum bara þrjár af stað. Fórum inn að Laufási að skoða gamla bæinn, ég sat reyndar bara úti í sólinni á meðan þær fóru inn, hef komið þarna áður og fannst óþarfi að borga mig inn aftur. En sólin var líka yndisleg. Drukkum svo kaffi á gamla prestsetrinu og fengum okkur að sjálfsögðu "soðið brauð" með hangikjéti. Það skal tekið hér fram að Putte er alveg hreint vitlaus í hangikjét. Finnst þetta reykta kjöt okkar með eindæmum gott. Síðan keyrðum við inn í Grenivík og fórum þar upp í fjall og lágum á teppi og áttum góða stund. Verð nú að segja það að svo skrítið sem það er hef ég ekki komið inn í Grenivík áður. Þetta er ótrúlega krúttlegt þorp. Með eindæmum hreint eitthvað og öllum húsum svo vel við haldið og allir garðarnir ótrúlega sætir. Þetta minnti hreinlega á mynd á póstkorti.
Dagur 4.
Aftur vaknað um 1o leytið. Og aftur ákvað Gunnsa að vera heima svo við frænkurnar Skordal vorum aftur þrjár á ferð. Og nú var feriðnni heitið inn í Ásbyrgi,Hljóðakletta og Dettifoss. Og nú skyldi sko labbað og labbað..hehe.... Byrjuðum á því að stoppa á Húsavík og fórum í bakarí að kaupa kringlur og kaffi. Og svo af stað. En oh my god. Vegurinn (ef hægt er að kalla hann það) um Tjörnesið var algjör vibbi. Þvílíkar vegaframkvæmdir og holur,hoss og læti. Held að hún Sússý hafi keyrt að 30 alla leiðina. Jísös kræst. En hægt komumst en komumst þó. Byrjuðum í Ásbyrgi. Gengum niður að tjörninni og svo upp á útsýnispallinn. Og þvílíka fegurðin. Löbbuðum svo Blómastíginn til baka. Síðan haldið inn í Hljóðakletta. Og ég held að engann fegurri stað hafi ég séð á voru ylhýra. Var að koma þarna í 3ja skiptið og finnst alltaf bara fallegra og fallegra. Gengum fyrst upp að Karli og kerlingu og tókum svo Hljóðaklettahringinn. Það var nú aðeins farið að taka í læris og kálfvöðva þegar þeim hring var lokið. Og hitinn maður minn. En áfram skyldur fræknar konur og drifu sig að Dettifossi. Þeim megin sem allar tröppurnar eru. Og niður. Úff, en tilhugsunin um að þurfa að labba aftur upp þessi þrep, sem sum eru svo há að þau ná manni í hné. Oh boy oh boy... Þegar við svo erum rúmlega hálfnaðar upp bara urðum við að pústa. Koma ekki þessar líka sætu konur. Labbandi svona í rólegheitunum upp eins og á jafnsléttu væru. þær voru sko örugglega um 60 til 65 ára. Þýskar, veit það því þær heilsuðu. Og blésu ekki úr nös. Úffffff...Löbbuðu þetta bara svona með hendur fyrir aftan bak. Svo þegar við komum loksins upp standa þær þá ekki við bílinn sinn og REYKJA!!!!!!! En hvað um það. Ákváðum að fara hina leiðina til baka í gegnum Mývatn þótt lengri væri, til að losna við þennann ótukktarveg. Mikið ósköp voru þetta þreyttar en sælar frænkur sem skriðu inn um dyrnar klukkan að vera 23.30. Rúmlega tólf tíma ferð að baki og mikið búið að sjá og upplifa.
Dagur 5.
jæja þá var að pakka og drífa sig að stað til Breidalsvíkur. Lögðum af stað frá Akureyri um klukkan 1. og komum í Egilsstaði um 5. Byrjuðum á því að fara í Bónus að versla því nú skyldi boðið til veislu. Stórt læri 40% af við kassa, potatos, salatos og sósur. þegar við svo erum á kassanum að borga fannst Putte verðið eitthvað skrítið. 6.100. Drengurinn búinn að renna visanu hennar Sússý, svo við kíkjum á strimilinn. Þá kemur í ljós að lærið kostaði heilar 7 þús. og svo 40% af því. Strikamerkið var rifið svo drengurinn hafið slegið inn númerið sem er undir merkinu. Og eitthvað var skrítið við þetta númer. Þvi að sjálfsögðu gat lærið ekki kostað 7 þús. Kallar í hjálp og fram kemur verslunarstjórinn og hann kunni ekkert á kassakerfið og kallar á stúlku sér til aðstoðar. Hún fer eitthvað að reyna og gengur nú eitthvað brösulega. Loksins tókst henni þetta nú samt. Eða þannig. Á skerminum stendur að hún skuldi okkur 4 þús. Og þá býðst hún til að láta okkur hafa inneignarnótu. Ég hélt nú ekki. Þetta voru ekki okkar mistök. Nei en þessvegna erum við með inneignarnótur. Og aftur hélt ég nú ekki. Hún gæti þá bara bakfært þetta á vísað. Hún er orðin frekar fúl, stekkur í burtu kemur svo aftur og rífur upp peningaskúffuna og nánast hendir 4 þúsun kalli í Sússý. Þvílík kurteisi. En so what. Við græddum feitt. Við sem sagt borguðum 2100 fyrir þetta allt. Og bara lærið átti að kosta 2360 með afslættinum. En þar sem stúlkukindin var svo ótrúlega dónalega datt okkur ekki í hug að leiðrétta hana. Svo í ríkið að ná í nokkra bjóra og svo afur af stað. Keyrðum firðina til Breiðdalsvíkur. Komum þangað um 8 leytið. Áttum notalegt kvöld með Diddunni minni og Lallanum.
Dagur 6.
Sólin búin að yfirgefa okkur og bara þoka í nánd. Tókum daginn bara rólega. Fórum út í fjöru hjá Högna frænda. Hann sko á hana. Þar er ótrúlegt steina safn. "Týndum" fullt af flottum steinum og fórum svo í kaffi til Soffíu á Gljúfraborg. Sátum þar að sjálfsögðu allt of lengi komu ekki heim fyrr en klukkan 7 og þá nennti enginn að elda. Svo lærið góða fór bara heim með Sússý. Svo horfði liðið á eina mynd í sjónvarpinu og svo bara í seng. Ég átti samt gott spjall með Diddunni minni þegar allir hinir voru farnir að hrjóta. Alltaf gott að sitja og spjalla við hana. Vildi að ég gæti það oftar. Love you.
Dagur 7.
Þá var aftur komið að því að pakka og halda áfram. Keyrðum að Jökulsárlóni og sigldum þar. Alltaf sama fegurðin þar. Áttum panntaða gistingu að Hrollaugsstöðum en ákváðum samt bara að keyra heim. Allir farnir að þrá sitt eigið rúm og rann. Skreið hér inn um klukkan 12 og sit hér og gæli við tölvuna mína.
Læt þetta duga í bili
knús í krús..............
Dagur 1.
Vöknuðum um 10 leytið og drifum okkur af stað á Mývatn. Löbbuðum þar kirkju-hringinn í Dimmuborgum og fórum svo á fína baðstaðinn. Keyrðum svo inn í Aðaldal og skoðuðum Laxárvirkjun. Höfðum það svo bara huggulegt um kvöldið.
Dagur 2.
Aftur á fætur um 10 leytið og ákváðum að taka því frekar rólega þennann daginn. Fórum og skoðuðum jólahúsið og sendum óskir í óskabrunn ófæddra barna. Obboslega fallegur brunnur það. Hef nú komið þarna áður en ekki tekið eftir honum þá. Svo inn í Kjarnaskóg og borðuðum nesti þar og sleiktum sólina. Síðan brunað í Glerártorg að versla í matinn og svo upp í lystigarð Akureyrar sem gerður var af konum að mig minnir 1928. Ofsalega fallegur og mikið af yndislegum blómum.
Dagur 3.
Vöknuðum á sama tíma og hina dagana. Gunnsa ákvað að vera heima og fara með Óskar Örn í sundlaugina, svo við fórum bara þrjár af stað. Fórum inn að Laufási að skoða gamla bæinn, ég sat reyndar bara úti í sólinni á meðan þær fóru inn, hef komið þarna áður og fannst óþarfi að borga mig inn aftur. En sólin var líka yndisleg. Drukkum svo kaffi á gamla prestsetrinu og fengum okkur að sjálfsögðu "soðið brauð" með hangikjéti. Það skal tekið hér fram að Putte er alveg hreint vitlaus í hangikjét. Finnst þetta reykta kjöt okkar með eindæmum gott. Síðan keyrðum við inn í Grenivík og fórum þar upp í fjall og lágum á teppi og áttum góða stund. Verð nú að segja það að svo skrítið sem það er hef ég ekki komið inn í Grenivík áður. Þetta er ótrúlega krúttlegt þorp. Með eindæmum hreint eitthvað og öllum húsum svo vel við haldið og allir garðarnir ótrúlega sætir. Þetta minnti hreinlega á mynd á póstkorti.
Dagur 4.
Aftur vaknað um 1o leytið. Og aftur ákvað Gunnsa að vera heima svo við frænkurnar Skordal vorum aftur þrjár á ferð. Og nú var feriðnni heitið inn í Ásbyrgi,Hljóðakletta og Dettifoss. Og nú skyldi sko labbað og labbað..hehe.... Byrjuðum á því að stoppa á Húsavík og fórum í bakarí að kaupa kringlur og kaffi. Og svo af stað. En oh my god. Vegurinn (ef hægt er að kalla hann það) um Tjörnesið var algjör vibbi. Þvílíkar vegaframkvæmdir og holur,hoss og læti. Held að hún Sússý hafi keyrt að 30 alla leiðina. Jísös kræst. En hægt komumst en komumst þó. Byrjuðum í Ásbyrgi. Gengum niður að tjörninni og svo upp á útsýnispallinn. Og þvílíka fegurðin. Löbbuðum svo Blómastíginn til baka. Síðan haldið inn í Hljóðakletta. Og ég held að engann fegurri stað hafi ég séð á voru ylhýra. Var að koma þarna í 3ja skiptið og finnst alltaf bara fallegra og fallegra. Gengum fyrst upp að Karli og kerlingu og tókum svo Hljóðaklettahringinn. Það var nú aðeins farið að taka í læris og kálfvöðva þegar þeim hring var lokið. Og hitinn maður minn. En áfram skyldur fræknar konur og drifu sig að Dettifossi. Þeim megin sem allar tröppurnar eru. Og niður. Úff, en tilhugsunin um að þurfa að labba aftur upp þessi þrep, sem sum eru svo há að þau ná manni í hné. Oh boy oh boy... Þegar við svo erum rúmlega hálfnaðar upp bara urðum við að pústa. Koma ekki þessar líka sætu konur. Labbandi svona í rólegheitunum upp eins og á jafnsléttu væru. þær voru sko örugglega um 60 til 65 ára. Þýskar, veit það því þær heilsuðu. Og blésu ekki úr nös. Úffffff...Löbbuðu þetta bara svona með hendur fyrir aftan bak. Svo þegar við komum loksins upp standa þær þá ekki við bílinn sinn og REYKJA!!!!!!! En hvað um það. Ákváðum að fara hina leiðina til baka í gegnum Mývatn þótt lengri væri, til að losna við þennann ótukktarveg. Mikið ósköp voru þetta þreyttar en sælar frænkur sem skriðu inn um dyrnar klukkan að vera 23.30. Rúmlega tólf tíma ferð að baki og mikið búið að sjá og upplifa.
Dagur 5.
jæja þá var að pakka og drífa sig að stað til Breidalsvíkur. Lögðum af stað frá Akureyri um klukkan 1. og komum í Egilsstaði um 5. Byrjuðum á því að fara í Bónus að versla því nú skyldi boðið til veislu. Stórt læri 40% af við kassa, potatos, salatos og sósur. þegar við svo erum á kassanum að borga fannst Putte verðið eitthvað skrítið. 6.100. Drengurinn búinn að renna visanu hennar Sússý, svo við kíkjum á strimilinn. Þá kemur í ljós að lærið kostaði heilar 7 þús. og svo 40% af því. Strikamerkið var rifið svo drengurinn hafið slegið inn númerið sem er undir merkinu. Og eitthvað var skrítið við þetta númer. Þvi að sjálfsögðu gat lærið ekki kostað 7 þús. Kallar í hjálp og fram kemur verslunarstjórinn og hann kunni ekkert á kassakerfið og kallar á stúlku sér til aðstoðar. Hún fer eitthvað að reyna og gengur nú eitthvað brösulega. Loksins tókst henni þetta nú samt. Eða þannig. Á skerminum stendur að hún skuldi okkur 4 þús. Og þá býðst hún til að láta okkur hafa inneignarnótu. Ég hélt nú ekki. Þetta voru ekki okkar mistök. Nei en þessvegna erum við með inneignarnótur. Og aftur hélt ég nú ekki. Hún gæti þá bara bakfært þetta á vísað. Hún er orðin frekar fúl, stekkur í burtu kemur svo aftur og rífur upp peningaskúffuna og nánast hendir 4 þúsun kalli í Sússý. Þvílík kurteisi. En so what. Við græddum feitt. Við sem sagt borguðum 2100 fyrir þetta allt. Og bara lærið átti að kosta 2360 með afslættinum. En þar sem stúlkukindin var svo ótrúlega dónalega datt okkur ekki í hug að leiðrétta hana. Svo í ríkið að ná í nokkra bjóra og svo afur af stað. Keyrðum firðina til Breiðdalsvíkur. Komum þangað um 8 leytið. Áttum notalegt kvöld með Diddunni minni og Lallanum.
Dagur 6.
Sólin búin að yfirgefa okkur og bara þoka í nánd. Tókum daginn bara rólega. Fórum út í fjöru hjá Högna frænda. Hann sko á hana. Þar er ótrúlegt steina safn. "Týndum" fullt af flottum steinum og fórum svo í kaffi til Soffíu á Gljúfraborg. Sátum þar að sjálfsögðu allt of lengi komu ekki heim fyrr en klukkan 7 og þá nennti enginn að elda. Svo lærið góða fór bara heim með Sússý. Svo horfði liðið á eina mynd í sjónvarpinu og svo bara í seng. Ég átti samt gott spjall með Diddunni minni þegar allir hinir voru farnir að hrjóta. Alltaf gott að sitja og spjalla við hana. Vildi að ég gæti það oftar. Love you.
Dagur 7.
Þá var aftur komið að því að pakka og halda áfram. Keyrðum að Jökulsárlóni og sigldum þar. Alltaf sama fegurðin þar. Áttum panntaða gistingu að Hrollaugsstöðum en ákváðum samt bara að keyra heim. Allir farnir að þrá sitt eigið rúm og rann. Skreið hér inn um klukkan 12 og sit hér og gæli við tölvuna mína.
Læt þetta duga í bili
knús í krús..............
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)