laugardagur, október 18, 2008

Útsvar

Je babe. Frúin var í útsvari og sonurinn og eldri dóttirin líka. Miðjan var eitthvað upptekin og nennti ekki með í kvöld. Við voru að sjálfsögðu á fremsta bekk og frekar mikið í mynd. Eða þannig sko. Stigataflan alltaf eitthvað að þvælast fyrir neðri hluta míns yndisfagra andlits. Ég skartaði fína flotta lopa vestinu sem Guðný sæta prjónaði og gaf mér. Annars bara bissí vika eins og endra nær. Það er nú meira hvað alltaf er mikið stúss á mér. Aldrei stundarfriður. Var heima á mánudagskvöldið, vinna á þriðjudagskvöldið, kóræfing á miðvikudagskvöldið, saumó í gærkvöldi og útsvarið í kvöld. Óþverrmót á morgun. Hundamyndatakan á sunnudaginn og svo er bara komin focking mánudagur aftur og helgarfríið fór fyrir lítið eins og svo margar aðrar helgar. Hvernær skyldi ég eiga helgi þar sem ég þarf ekki að klæða mig. Bara tjilla á náttbrókunum, sitja í Lata strák og slökkva á heilanum. I ask. Hringdi í Silluna mína í dag og dobblaði hana út í matartímanum. Kom við á leiðinni til hennar í Te og kaffi og kippti tveimur dobble latte með mér. Fórum svo á Múlakaffi og snæddum. Skutlaði henni svo aftur í vinnu og dreif mig í mína. Og þar voru bara fluttnigar og læti í gangi. Sat frekar lítið við borðið í dag. Bara fínt. Vorum að breyta og koma okkur öllum fyrir inn í sama rýminu. Allt annað líf. Algjörlega glatað að hafa Sólborgu eina í hinu rýminu sem er vibba stórt og kalt. Fór í gleraugnaleiðangur í síðustu viku. Gleraugun mín voru alveg hætt að gera sig fyrir mig. Skutlaðist til augndoksa, fékk resept og svo í sjónbúðina góðu. 30% afsláttur af margskiptum glerjum akkúrat daginn sem ég kom. Mín fékk náttla nett fitt og ákvað að tæma bankabókina góðu og pantaði sér bara sólgleraugu líka. Jú nó, svona með sjónglerjum. Og þá er ég ekki að tala um svona sem dökkna í sól. O nei. Bara alvöru. Sæææælllll....Svo var hringt í mig í gær og gaurarnir klárir. Skunda í sjónbúðina góðu eftir vinnu og sjokk dauðans. Sólgleraugun voru með venjulegum glerjum. Fékk nú samt að fara heim með þau á nefinu þar sem ég þurfti að skilja mín gömlu eftir til að láta setja glerin í. Og þar með sprakk fjandans blaðran. Langar að eiga þau líka. Fór aftur í dag eftir vinnu og valdi mér aðra umgjörð til að setja sólglerin í. Köttaði góða díl við díelerinn og eftir viku á ég þrenn ný gleraugu á verði tveggja. Jessss.. I'm so happy, I'm so happy....Já dúllurnar mínar allt að gerast. Verð svo defenatly að drífa mig með Spánardrósinni ógurlegu og besöga Kle-ið.




Hér erum við Spánardósin í góðum fíl með Freddy Mercury. Þurfum að hitta þennan fíl aftur, ekki spurning. Og aftur að Kle-inu. Hann er sko búin að kaupa slott og mar verður náttla að kíkja á dæmið. Fá gott kaffi og kannski Grand. Enda ekki titlaður Herra Grand fyrir ekki neitt. Kannski ég fái Grand í Te. Já þið heyrðuð rétt. Fer ekkert frekar út þá sálma hér. Gæti sært Grand frumur annarra Grand drykkjumanna. hehehehehe.... Og nú held ég að nóg sé komið af bulli hér. Nenni ekki að tjá mig um ástand þjóðar vorar. Held ég flytji bara af klakanum eða eitthvað. Kanada hljómar vel í eyru mín um þessar mundi. Kannski ég tali bara við Mars frænda í Halifax. Fýla þá borg í ræmur.
Adios 'skurnar talk to ya later....

fimmtudagur, október 16, 2008

Well,

.
Mætt til vinnu og engin annar hér. Stelast til að krota smá hér. Búið að vera nóg að gera. Fyrsta jólakóræfingin á laugardagsmorguninn. Ótrúlega gaman að syngja jólajóla aftur. Fór á árshátíð á laugardaginn með bóndanum og gerðist ótrúlega ljót og stakk af fljótlega eftir matinn og fór í fimmtugsafmæli hjá Bryndísi Petru. Mikið gaman þar, samt voða stillt og komin heim upp úr eitt. Sunnudagurinn var letidagur dauðans. Klæddi mig ekki einu sinni. Svo bara vinna, vinna, vinna í Öflun á þriðjudagskvöldið, kóræfing í gærkvöldi og saumó hjá Kollu í kvöld. Og Útsvar annað kvöld. Sko sem áhorfandi ekki sem svarandi. hehehehehe.... Svo bara lazy helgi framundan. Dásamlegt. Veit ekki til þess að neitt standi til. Ekki nema ég fari með voffana í myndatöku. Jájá. Mar er náttla alveg komin í hundana. Núna tek ég myndir af voffunum mínum en ekki börnunum mínum. Var að rabba við Silluna mína um daginn og að sjálfsögðu komu voffamál þar við sögu. Og hún tjáði mér að Olvier hefði ekki svo fallegt höfuðlag. Annað en Nikki sem hefði svo ofboðslega falleg höfuð, alveg eins og börnin mín. Jebb svona er þetta. En nú er kanski lag að ég fari að hætta þessu bulli og fari að vinna. Bossinn var að labba hér inn með kaffibollan í hendi. Meira síðar.

Adios.

E.s. Enda er miklu betra að blogga í þessari tölvu heldur en tölvunni minni heima....

miðvikudagur, október 15, 2008

Held ég hafi nú aldrei verið svona slæm,

.
Vinkonur einar fóru á bar og drukku sig fullar eins og kvenna er siður þegar þær eru ekki með karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og ákvaðu að pissa bakvið einhvern legstein þar.
Sú sem fyrst pissaði þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að því loknu. Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teigt sig í borða af kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið ferð sini áfram og komust heim heilar á húfi.
Daginn eftir hringdi eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði; “Þessum kvennakvöldum þarf að fara að ljúka. Konan mín kom nærbuxnalaus heim í nótt.”“Það er nú ekkert,” sagði hinn, “Mín kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér.”

þriðjudagur, október 14, 2008

Morgunleikfimi

.
.
Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnissíbyljunni í fjölmiðlunum. Forstöðukonan hafði miklar áhyggjur af þessu. Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað íþróttafræðinginn að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar. Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið. Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt.

Svona hóf hann tímann: "Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:

"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"

sunnudagur, október 12, 2008

Nei

Allt of mikið hvítvín. Hausinn á mér bullar bara.
Seinna......

fimmtudagur, október 09, 2008

Hohoho sagði jólasveinninn

An American said:


*"We have George Bush, Stevie Wonder,
Bob Hope, and Johnny Cash."*


*And an Icelander replied:


*"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope,
and no Cash".

sunnudagur, október 05, 2008

Endalaut fikt

Akkurat núna er ég að tapa mér í bloggstillingum. Tókst loksins að setja inn slideshow hér til hlilðar. Er enn að reyna að finna út hvernig ég set inn "folovers". Það hlýtur að koma. Get ekki heldur sett Silluna í flokkin þar sem ég get séð hvort hún hafi bloggað eður ei. Hún gat sett mig þar. Sé það í dashboardinu. Svekkelsi. Þoli ekki þegar hlutirnir ganga ekki upp. Er búin að setja alla hina bloggfélagana þarna inn en get ekki sett hana. Enda erfið kona þar á ferð. :) Fór í Korputorg í dag og keypti sæng og kodda handa drengnum. Hann er hinn glaðasti núna og kúrir undir sæng. Gunnhildur María gisti hér á föstudagsnóttina, og ekki mikið fyrir henni haft. Hún bara sefur, borðar og brosir. Algjört skott. Svo er Þórunn Emilía hér núna og kúrir í gömlu sænginni hans frænda og er hin ánægðasta með að fá að hafa hana og koddann hans líka. Fékk að sjálfsögðu kaffi eftir matinn en ekki hvað. Svo nú ætla ég að koma mér í bælið. Þarf að vakna á ókristilegum tíma í fyrró. Þarf að koma snótinni á fætur og koma henni í leikskólann. Úff, mar er sko komin úr allri æfingu með svona morgunstúss.
Adios héðan úr bloggheimum.....

föstudagur, október 03, 2008

sunnudagur, september 28, 2008

"Whatever you give a woman, she's going to multiply.

If you give her sperm, she'll give you a baby.

If you give her a house, she'll give you a home .

If you give her groceries, she'll give you a meal.

If you give her a smile, she'll give you her heart.

She multiplies and enlarges what is given to her.

So - if you give her any crap, you will receive a ton of shit."

Aldeilis

frábær dagur að kveldi liðinn. Héldum upp á 70 ára afmæli mömmu í dag og kvöld með pomp með prakt. Og mamma vissi ekkert. Tókum hana alveg í nefið. Byrjuðum á því mágkonurnar, það er ég og Hlín, á því að fara með ma í Baðhúsið. Þar fengum við nudd, fórum í heita pottinn, í gufuna og þær fóru í ljós.


Ég reyndi. Ég get svo svarið það. Setti peninginn í raufina og ljósið í bekknum kveiknaði. Ég lagðist á bekkinn. Í hálfa mínútu. Stökk upp aftur, hljóp út og sagði mömmu að nota peninginn minn. Ég bara get ekki fyrir mitt litla líf legið í svona bekk. Er bara að kafna úr innilokunarkend. Jæja, en hvað um það. Við fengum freyðivín og jarðaber. Og höfðum það bara ógisslega kósý.



Hér er mamma á leið út úr baðhúsinu. Hver getur trúað því að þessi kona sé sjötug. Löbbuðum svo upp á Ruby thusday og fengum okkur hvítvínsglas og svo kom Bói bró að sækja okkur. Og við vorum búnar að gefa það svona í skin við mömmu að við værum að fara út að borða bara þrjár saman, og við vorum líka búnar að segja henni að við ætluðum að hafa kaffi fyrir hana á morgun í salnum inni á Sléttuvegi. Nema þegar Bói kemur segir hann að Diddi (sem by the way átti að vera á kvöldvakt) hefði hringt og sagt að við yrðum að fara og ná í lykilinn af salnum því að húsvörðurinn væri að fara út úr bænum og gæti ekki látið okkur hafa hann í fyrramálið. Þannig að við náttla brendum upp á Sléttuveg. Shettans mar. Þegar við komum inn á bílaplanið stendur áðurnefndur Diddi á miðju planinu og blaðrar í símann. Mamma tekur strax eftir honum og segir, hvað er Diddi þarna í jakkafötum ??. Við Hlín supum hveljur í aftursætinu. Rukum út úr bílnum og Bói segist vilja sjá salinn. Í því sem ég stíg út úr bílnum sé ég allar kórkonurnar mína koma. Og bara fæ netta. Sussa á þær og þær fatta strax hvað er í gangi, bakka hljóðlega fyrir hornið. Hlín drífur mömmu inn og við hálf hentum henni inn í salinn áður en hún gat velt sér upp úr því hvað Diddi væri að gera þarna. Og oh my god. Þar voru allir gestirnir og það sem mín var hissa. Gjörsamlega missti sig. Grenjaði úr sér augun. Skömmu síðar gengu kórkonurnar mínar inn og við Lonni blönduðumst í hópinn og sungum við fjögur lög. Og mamma grét. Salurinn allur skreyttur með borðdúkum skreyttum danska fánanum. Danskir fánar á borðum og Jónas vinur okkar sem lærði til kokks í Danaveldi og eldaði ofaní danina í 20 ár, eldaði þetta líka fullkomna danska hlaðborð.


Og hér er kokkurinn sjálfur. Pabbi hélt ræðu og mamma grét, Bói hélt ræðu og mamma grét, Tóta spilaði á þverflautuna og mamma grét, Hlíln las upp danskt ljóð og mamma grét, Kára vinkona mömmu hélt ræðu og mamma grét. Bergþór Pálsson kom og söng þrú lög og mamma grét.




Algjörlega fullkomin dagur. Hefði ekki getað verið betri. Yndislegt að hitta frænkur og frændur sem maður sér svo alltof sjaldan. Svo hringdi mamma í okkur eftir að við vorum komin og heim, þurfti að þakka aðeins meira fyrir sig og sagðist bara vera búin að VÖKVA músum í allan dag. Já, það eru sko ekki allir sem vökva músum en kannski einverjir sem vatna músum. hehehehehe.... Ekki meir um það. Þarf að fara að koma mér til kojs. Bói og family ætla að kíkja við á morgum áður en þau halda norður á ný. Tóta sko nebbla verður að sjá Opal í beinni.

God natt og ka i har det gott.

sunnudagur, september 21, 2008

Get svo svarið það

Mætti halda að ég væri að blogga fyrir lífstíð. Geri ekki annað. En það er svona að vera bara að dangla heima hjá sér og vera ekki að vinna. Og svo er tölvan mín náttla allt önnur Ella eftir að Binni kom og tók til í henni. Henti einu og öðru og setti annað og betra í staðin. Og svo gerir flakkarinn minn örugglega sitt líka. Bara allt annað líf. Get opnað Itunes og Ipodið á sama tíma án þess að dósin frjósi eða slökkvi á sér. Henti samt út Itunesinu sem ég var með og halaði niður nýju. Binni sagði mér að gera það. Og viola. Miklu betra. Gunnhildur María kom hér í gær í smá pössun og ég má til með að skella inn mynd af henni.


Sjáiði bara litlu sætu nöfnuna mína. Algjört rassgat. Og svo má ég til með að deila öðru hér með ykkur. Sjáiði bara hvað ég fékk í póstinum.


Þetta er sem sagt, Alla amma standandi aftast. Svo mamma og við systkynin. Við erum sko að tala um það að það eru engar myndir til af okkur þegar við vorum svona lítil, svo þetta er algjör fjársjóður að fá svona. Ætli ég sé ekki svona 3ja og Bói um 1 árs. Dásamlegt alveg. En allavega þá er ég búin að gleypa þessar 3 rándýru töflur og eru þær hverrar krónu virði. Er miklu betri og ætla bara að skella mér til vinnu í fyrró. Hins vegar liggur spúsinn hér dauðslappur inni í lata strák hóstar og hóstar. Ja sko, eitthvað þurfti kvefið að fara frá mér. Vona bara að ég hafi ekki smitað Þóurnni sem var hér alla helgina. Hún er nú alveg miljón þessi unga snót. Í gær vildi hún fá að horfa á Mikka. Svo ég segi við hana að fara og tala við afa sem var í tv herb. Og þá segir hún. Hann nennir ekki að hlusta á mig, koddu með mér. Hahahahahaha.... Hún var sko ekki einu sinni búin að reyna að tala við hann. Svo varð hún eitthvað grumpí á einum tímapunkti í gær og sagði þá ef maður yrti á hana. Ekki tala við mig núna. Algjör hershöfðingi. Veit ekki hvaðan hún hefur þetta barnið... En nú held ég að þetta sé orðið gott á einni helgi. Heyrumst síðar. Alltílagi að commenta svona öðruhverju svo ég viti að þið vitið að ég er flutt enn eina ferðina.
Adios

Klukkitíklukk

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Ráðskona í sveit, sumarið sem ég varð 14 ára. Passa 3 börn föðurbróður míns austur í Breiðdal. Sumarið sem ég lærði að elda, þvo þvott og taka til.
Unglingavinnan. Og það var sumarið sem ég kynntist Ellý og hún kenndi mér að spila á gítar.
Söluturninn við Breiðholtskjör. Sem þá var gamaldags lúgusjoppa. Þar kynntist ég Hrönn, Villu og Gullu. Er með Hrönn í saumaklúbb í dag.
Skálatúnsheimilið. Þar var ég í sex ár og þar kynntist ég Guðnýju og Olgu. Og þær eru miklar vinkonur mínar í dag.

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Öskubuska
Gone whit the wind
Rauða akurliljan
Stella í orlofi

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík 109-107-110-111


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Missing
Grey's anatomy
Ally Macbeal
So you think you can dance


Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
USA
Danmörk
Ítalía
Portugal

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
mbl.is
facebook
fasteignir.is
man ekki í augnablikinu eftir meiru

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
kjúklingur
Kea skyr
fiskur
buffið hans Didda

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Les nú ekki sömu bækurnar oft, en les á hverju kvöldi
og svo flettir maður blöðunum


Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

Lata strák

rúmið mitt

Einhvers staðar í sólinni

Heitum potti

Hér hafið þið það. Best að drífa þetta af. Silla klukkaði mig og hér eru þeir sem ég klukka

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Lilja Bryndís
Lonni Björg
Ása Björg
Jóna Hlín

laugardagur, september 20, 2008

Námskeið á Háskólanum á Bifröst

NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA!!!
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:

HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?
Skref fyrir skref með glærusýningu.

KLÓSETTRÚLLUR: VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM?
Hringborðsumræður.

MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel).

DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður; nokkrir sérfræðingar.

LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi -
Opin umræða.

TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir.

HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning.

SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar.

ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir.

AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir.

HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni.

AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann.

AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl.

Skráning er hafin í s. 666-9999.

Kannast einhver við þetta. Mátti til að henda þessu hér inn. Fékk þetta í maili frá ónefndri vinkonu minni. Takk baby....

föstudagur, september 19, 2008

Hóst, hóst.

Jú, jú. Konan enn hóstandi. En nú er þetta allt að koma. Dreif mig til vinnu í morgun, var orðin eins og slytti á hádegi og fór heim um eitt. Bara gat ekki meir. Tók svo þá ákvörðun að fara á læknavaktina og láta hlusta lungnaræflana. Ákvað líka að vera sniðug og mæta fyrir fimm. Sko það opnar fimm. Var komin tíu í fimm og Sææælllll.... Það voru örugglega 10 á undan mér. En þetta gekk nú allt frekar hratt fyrir sig. Lengsti tíminn fór í að bíða í apótekinu. En sem sagt, konan er með lungabólgu. Hmm. Fékk lyf við því. Og það eru bara held ég dýrustu töflur sem ég á ævi minni hef fengið. Ég fékk sem sagt heilar þrjár pillur. Og mátti sko borga 4000 þúsund krónur fyrir þær. Ekki það að mér finnst náttla æði að þurfa bara að taka inn í 3 daga. Heldur en að vera að drolla við þetta í hálfan mánuð eða svo. Þannig að, ég er bara góð. Þórunn Emilía er að lúlla hjá afa og ömmu Gú. Og hún ætlar sko að horfa á Mikka mús í fyrramálið. Alveg ákveðin í því litla skottan mín. Svo var hún svo ótrúlega montin hér í kvöld. Var í nýjum buxum. Vindbuxum. Og þetta eru sko VINNUBUXUR. Og hana nú. Ekki útibuxur, nei vinnubuxur. Bara fyndin. Hún þurfti auðvitað að fá kaffi í bollann sinn. Jájá. Og að sjálfsögðu fékk hún kaffi í bollann sinn, en ekki hvað. Ég á svona expressó kaffibolla jú nó, svona pinkulitla og hún á þessa bolla. Og í hann fær hún rétt botnfylli af kaffi og svo freydda mjólk með dassi af kanilsykri yfir. Og það sem henni finnst þetta gott. Algjör kaffikellling.




Ég sendi spúsann út í búð að versla í dag. Og hann átti að kaupa flakkara, sem hann og gerði. Svo komu Kolla og Binni hér í kvöld og ömmingja Binni búin að sitja við tölvudýrið meira og minna að redda því sem hægt er að redda. Allar myndir og Itunes-ið inn á flakkarann. Svo sjáum við til hvernig dýrið verður. Finnst hún nú strax hraðari. Ekki eins löt og hún hefur verið. En nú er nóg komið af bulli. Ætla að skríða í ból og klára bókina sem ég er að lesa núna. Áður en ég dey, heitir hún og svakalega átakanleg. Samt mjög húmorísk á köflum. Svo ég bíð bara góðrar nætur.
Adios amigos.....

fimmtudagur, september 18, 2008

Jæja

Þá er þetta nú orðið nokkuð gott. Búin að vera að mygla hér heima í 4 daga. Algjörlega 4 dögum of mikið. Sæll. Ég ætla að mæta í fyrramálið og ekki orð um það meir. Bara get ekki verið heima einn dag enn. Hósta samt enn eins og ég veit ekki hvað. Hef bara ekki verið lasin í svona marga daga í mörg ár, held ég bara. Búin að missa af gommu þessa viku. Dansleikfimin x 2, vinna í Öflun x 1, kóræfing x 1 og saumaklúbb í kvöld. Arg og garg. Búin að glápa á sjónvarp miklu meir en góðu hófi gegnir. Augun orðin kassalaga held ég bara. Svo verður nóg að gera um helgina. Þórunn Emilía ætlar að gista hér, á meðan foreldrarnir fara í sumó og skemmta sér. Kóræfing á laugardagsmorguninn, verð sennilega að vinna í Öflun annað kvöld í staðin fyrir mánudagskvöldið. Og svo ætla ég að reyna að vera dugleg að fara út að labba með hundana. Ma og pa að koma heim úr ferðalaginu góða á laugardaginn. Spurning hvort maður bjóði þeim ekki í mat á laugardagskveldið. Diddinn í fríi þessa helgi. Best að láta hann elda eitthvað gúmmelaði. Anyways, ætla að henda mér í bólið.
Sí ja leiter geiter...

miðvikudagur, september 17, 2008

Enn þá heima

Var að spá í að drífa mig í morgun en hætti við. Hringdi og Sólborg svaraði og sagði hún að það væri ekkert gaman að tala við mig í símann. Þetta samtal var náttla hún að reyna að yfirgnæfa hóstann í mér. Lonni kom með spólu til sjúklingsins í gær. Og ég skellti henni í tækið í gærkvöldi. Horfði á einn þátt af So you think you can dance. Ég bara ELSKA þessa þætti.


Og enn og aftur. Mia Micaels. Hún er bara ekkert venjuleg. En málið er bara það að ég er eiginlega farin að drullufíla hipp hopp líka og þá sérstaklega dansana eftir hjónakornin fögru. Þessi hér.



Jamm og jámms. En núna ætla ég að kíkja á spóluna góðu frá Lonni og gá hvað er meira gúddýs á henni. Mér dauðleiðist og finnst ekkert gaman að vera heima veik. Kóræfing í kvöld og ég má alls ekki við því að missa af henni. Eitthvert Alþingisgigg í næstu viku held ég barasta. Jájá, bara byrjað með trukki. Ekki að spyrja að því. En allavega, farin á vit sjónrænnarskemmtunar.

Adios.....

þriðjudagur, september 16, 2008

hehehehehee.

Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu gjörsamlega á hvolfi í húsinu..
Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með nestisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina…
Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu..
Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða.
Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn.
Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið.
Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var sullaður út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf….
brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar .
Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit að konu sinni.
Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir.
Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum náttfötunum að lesa smásögu.
Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið.
Hann leit á hana ringlaðurog spurði, 'Hvað skeði hér í dag?'
Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði:
'Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi eiginlega verið að gera í allan dag?'
'Já' segir hann tortrygginn.
Hún svarar. 'Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!'

Það er alveg

greinilegt að ég hef akkúrat ekkert að gera. Er bara búin að vera að chilla í tölvunni. Karlarnir að horfa á boltann svo sjónvarpið er ekki á lausu heldur. Ætla samt að horfa á lokaþátt Designing star á skjánum á eftir. Núna er ég búin að vera að skoða mig hér um í bloggspot umhverfinu. Búið að breyta miklu síðan ég var hér síðast. Núna get ég líka fylgst með hverjir eru búnir að blogga og ekki. Það er eitt af því sem mér fannst svo sneddý á moggabloggi. Þarf þá ekki að sakna þess. Jybbi.. Kollan að klára dansleikfimi tímann núna. Og ég ógeðslega spæld að komast ekki. Ég þoli ekki pestar. Mig er gjörsamlega farið að verkja í rifin af hósta. My god. En gott í bili. Ætla að halda áfram og skoða og kanna.
Adios.....

Loksins

Þá er ég búin að copy-paste öllum færslunum af moggablogginu og mun ég nú formlega hætta að nota það. Blogspot er málið. En þar sem ég er svo ótrúlega nýjungagjörn þá þarf ég alltaf að prufa það nýjasta hverju sinni. Kanski að ég sé loksins búin að fatta þetta. Grasið er ekki alltaf grænna hinu megin. Annars hangi ég heima og læt mér leiðast. Er að drepast í hvel... flensudruslu. Fann
að þetta var að byrja á föstudaginn og svo bara seinni part á laugardaginn. Búmm. Hiti, hósti hósti hósti hósti hósti...... Svo ég er búin að vera heima frá vinnu í dag og í gær. Er að spá í að fara í fyrramálið. Málið er bara að ég svolítið erfitt með að tala í síma. Ekki gott að fá hóstakast í miðju símtali við einhvern sem er að panta. Oh nei. En hvað um það. Best að fara að tékka á linkum og svona hér á spotinu. Þarf sjálfsagt að laga einhverja og bæta við.
Adios í bili