sunnudagur, október 05, 2008

Endalaut fikt

Akkurat núna er ég að tapa mér í bloggstillingum. Tókst loksins að setja inn slideshow hér til hlilðar. Er enn að reyna að finna út hvernig ég set inn "folovers". Það hlýtur að koma. Get ekki heldur sett Silluna í flokkin þar sem ég get séð hvort hún hafi bloggað eður ei. Hún gat sett mig þar. Sé það í dashboardinu. Svekkelsi. Þoli ekki þegar hlutirnir ganga ekki upp. Er búin að setja alla hina bloggfélagana þarna inn en get ekki sett hana. Enda erfið kona þar á ferð. :) Fór í Korputorg í dag og keypti sæng og kodda handa drengnum. Hann er hinn glaðasti núna og kúrir undir sæng. Gunnhildur María gisti hér á föstudagsnóttina, og ekki mikið fyrir henni haft. Hún bara sefur, borðar og brosir. Algjört skott. Svo er Þórunn Emilía hér núna og kúrir í gömlu sænginni hans frænda og er hin ánægðasta með að fá að hafa hana og koddann hans líka. Fékk að sjálfsögðu kaffi eftir matinn en ekki hvað. Svo nú ætla ég að koma mér í bælið. Þarf að vakna á ókristilegum tíma í fyrró. Þarf að koma snótinni á fætur og koma henni í leikskólann. Úff, mar er sko komin úr allri æfingu með svona morgunstúss.
Adios héðan úr bloggheimum.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott að hafa svona slide-show.
kveðjur frá mér :)
sigrún óskars

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að fikta í blogginu... ;-)