miðvikudagur, desember 15, 2004

Jæja þá er búið að

skíra elskulega litla kútinn okkar. Og það engu smá nafni, Mikel Orri Scheving. Og var hann alveg yndislegur og skoðaði bara í kringum sig allann tímann og grenjaði bara ekki neitt. Fín veisla á eftir og góðar kræsingar. Mar alveg búin að éta á sig gat. Fór svo í dag í skóleiðangurinn mikla með Lonni og keyptum við báðar skó. En ekki var það nú samt eins og áætlað hafði verið. Þ.e. góða skó til að standa á tónleikum og svona. Jú, Lonni keypti svoleiðis, voru ekki til í mínu númeri. Ohhhh.... En haldið ykkur bara, þeir voru til í RAUÐU í mínu númeri sko 38. Eitthvað átti ég nú erfitt með að ákveða mig, langaði alveg ógeðslega í þá, þeir eru sko alveg æði. Svo ég tók mér smá tíma í innhverfa íhugun á meðan Lonni borgaði sína og tók svo ákvörðun. Jú takk ég ætla að fá eitt svona rautt par. Og oh my god hvað er gott að vera í þeim. Ég verð bara að kaupa mér svarta fyrir vortónleikana. hehehe....Ótrúlega mjúkir og fínir úr einhverju voða fínu geitarskinni. Sorry. En svona er þetta. Blessuð litlu dýrin sem lenda undir hælnum á mér. á æ á æ á æ á æ.... Kannski við ættum bara að fara að ganga í flókum aftur. Nehhhhhhhhh... held ekki. Ég er í góðum málum lalalalalala... Neibb nú er ég hætt þessu endemis bulli og farin að sofa. Og ekki má gleyma því. Lilja mín til hamingju með 22ja ár afmælið þitt dúllan mín. Og Silla hvernig er þetta eiginlega eru engir stingir komnir.

Engin ummæli: