Jibbýkóla.... Búin að nánast öllu sem ég þarf að gera. Skrifaði jólakortin í gær og kom þeim í póst í dag, pakkaði inn jólagjöfum fyrir lilla bró og hans family og Diddi fór með þær á pósthúsið í dag. Bara eftir að kaupa eitthvað smart handa dætrunum og tengdasonum, og svo þarf ég að finna eitthvað handa spúsa mínum. Svo kom Olga hér í gærkvöldi þessi elska með blóm og konfekt, svona bara í ganni sínu og afþví að það er nýbúið að skíra litlu elskuna mína. Svo á hún sjálf afmæli á morgun, verður 34 ára svo ég má til með að kikka aðeins á hana. Fór í gærmorgun og sótti geisladiskinn sem tekin var upp á tónleikunum núna í Hallgrímskirkju og nammi namm. Er eiginlega á því að þetta séu bestu jólatónleikar sem ég hefi sungið á. Þrátt fyrir það að mér hafi fundist við mega syngja aðeins meira. Hann er alveg hreint ótrúlega ljúfur og svona og mig langar mest til að henda mér í sófann og loka augunum og njóta þegar ég set hann á. Þetta er sko klárlega jóladiskurinn í ár. Húrra fyrir okkur og Möggu fyrir valið á þessum lögum. Þetta er ein heild. Og svo er hún Silla mín loksins orðin AMMA. Búin að ná mér. hehehe... Yndislega sæt lítil stelpa. Mikið lík móður sinni og ömmu. Allavega á þessari myndi sem hún sendi mér. Svo er ég búin að setja inn myndir hjá Mikael Orra frá skírninni, svo nú getið þið barið dýrðina augum, Þ.e. skírnarkjólinn fræga. Lét svo líka detta með nokkrar jólasveina myndir af honum líka. Hann er rosa sætur á þeim. Endilega kíkið á þær. Well,well. Komin tími á ból enn eina ferðina svo nú er ég hætt...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli