föstudagur, desember 24, 2004

Jæja elskurnar mínar

Þá er jólin alveg við það að ganga í garð. Steikin komin í ofnin og frúin búin að þrífa hér allt hátt og lágt. Jólatréð skreytt í gærkveldi og sem betur fer gerði ég það fyrir lokun versluna, því að nýja serían sem ég keypti er ónýt. Eitthvað sambandsleysi í gangi. Svo ég náttla brunaði í Garðheima og reddaði mér nýrri. En hvað um það. Ætlaði bara að henda á ykkur jólakveðju.

Þið öll nær og fjær.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hlakka til að hitta ykkur öll hress á nýju ári.
Hafið þið það sem allra best og passiði nú mallakútinn.
Jólakveðja. Gunna the blogger

Engin ummæli: