Jebb, my sweeties.... Hér kom inn eitt stykki ROTTU kvikindi. Og þeir sem mig þekkja vita að ég er með feita fóbíu fyrir nagdýrum af öllum tegundum. Sama hvort það eru mýs, rottur, hamstur, naggrísir eða kanínur. Þoli ekki nagdýr. Fæ sveittan hroll bara að hugsa um þetta. En þetta byrjar allt á símtali frá spúsanum í vinnuna í morgun, sko klukkan rúmlega sjö.
Spúsinn: Það er mús hérna.
Ég.........: NEI.
Spúsinn: Jú, ef ekki bara rotta.
Ég..........: Þú lýgur því. Hvar sástu hana.
Spúsinn: Nú hérna.
Ég........: Hérna hvar. (orðin frekar hávær og taugatrekkt.)
Spúsinn: Sá hana hlaupa inn í tölvuherbergi.
Ég.........: (Farin að æpa) hvernig komst hún inn. Ég er flutt út.
Spúsinn: Sennilega inn um þvottaherbergisgluggan.
Ég.........: Og hvar er hún núna.
Spúsinn: Inni í tölvuherbergi.
Ég.......: Lokaðir þú ekki hurðinni. (komin með skjálfta og svitna í gríð og erg.)
Spúsinn: Auðvitað hvað heldurðu að ég sé.
Ég........: (þurka svitann sem lekur niður í augun á mér) Þú verður að ná henni.
Spúsinn: Já að sjálfsögðu.
Áttum svo ekki lengri samræður að þessu sinni. Hann kemur hins vegar í hádeginu til mín til að skipta um bíl við mig og segist ætla að kaupa hangikjöt í rottugildruna. Jamm flott skal það vera fyrir kvikindið..... Svo kem ég heim úr vinnu og tipla hér á tánum. Lokað inn i tölvuherbergi. Dreif mig í sturtu og kjól . Setti upp sparifeisið og dreif mig í kórinn. Vorum að syngja við opnun nýja anddyrisinns á Grand Hotel. Svo bara heim aftur. Og hvað haldið þið. ENGINN HEIMA. Ég mátti sem sagt vera eina heima með rottukvikindinu. Dreif mig úr kjól og hoppaði í náttföt. Lagaði mér mmmmmm gott kaffi með freyddri og sona. Inn í sjónvarpsherbergi og lokaði á eftir mér. Og sat þar þangað til kallin kom heim með hundinn. Og þá versnaði í því. Matur hundsinns er geymdur inn í tölvuherbergi og voffinn svangur. Svo hann segir við mig. Komdu og stattu hjá mér með kúst tilbúin að berja dýrið ef það skyldi stökkva út þegar ég opna. Og ég byrja að svitna. Og skjálfa. Segist skuli standa upp á stól. Ok. Hann nær í eitt stykki snjóskóflu út í geymslu og réttir mér. Ég upp á stól með skófluna og reddý. Eða þannig sko. Hann opnar, ofurvarlega og svo bara jibbý hún er dauð. Og ojbarasta. Ég þurfti endilega að reka augun í kvikindið. Jakk. Fékk ógeðshroll og hlóp inn í stofu, og sko hrollurinn fór niður í tær. Jakk. Nú verða sko settir vírar hér fyrir alla glugga. Og það ekki seinna en á morgun. Hér eru allir gluggar harðlæstir. Við að kafna úr hita. En það verður sko bara að hafa það. Ekki fleiri nagdýr í minn bæ. Gúdbæ....
Og hvað svo. Ætlar engin að kaupa miða á tónleikana hjá mér. Hvurslags stuðningur er þetta eiginlega. Koma svo. Þið getið sent mér mail á grana@mmedia.is
Gott í bili. Yfir og út krúsarknús....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mamma ég elska þig. Þú sérð mig ekki á næstunni.
Lov u.. þín Lilja, Mikki biður um knús til ykkar.
Adios
Skrifa ummæli