sunnudagur, október 21, 2007

Hellisheiðin

er ekki vinur manns í myrkri, rigningu og ÞOKU. Skrapp austur á Hellu í gærkvöldi og dró Silluna mína með mér. Og þegar við erum að nálgast Skíðaskálann skellur á þessi líka þoka. Hún var svo svört að ég rétt sá í svona tvær stikur eða svo. Samt fóru tveir bílar framm úr mér á fljúgandi siglingu. Djöfulsins kæruleysi dauðans. Ekki liggur mér lífið svona á. Ó nei. Enda þegar við komun niður af heiðinni þá voru alltíeinu svona 15 bílar fyrir framan okkur. Og vorum við síst að skilja hvaðan þessir bílar kæmu. hehehe....Áttum svo bara kósí og notó kvöld við spall og svona við nýja borðstofuborð þeirra mektar hjóna Diddu besta skinns og Lalla gallblöður. Núh, þegar við svo komum í bæinn ákváðum við að skoða friðarsúlu Yoko Ono. En sorry you gays. No friðarsúla. Keyrðu alveg út á Laugarnestanga og engin súla. Ætli Orkuveitan sé búin að loka á þau. Okkur er bara spurt. Þannig að ég keyrði Silluna bara heim og engin súludans þetta kvöldið. Þreif svo hér allt út að dyrum í dag. Var alveg að gefast upp á þessu ryki og drulludraslsveseni hér á bæ. Nenni eiginlega ekki að þrífa hér heima eftir að ég byrjaði að þrífa hjá tannsa. En það er náttla ekki að ganga. Druslaðist svo í sturtu eftir öll ósköpin. Svo kom Rannveig mín Gospel systir til margra ára til min í kvöld. Drukkum eins og tvær rauðar og smökkuðum á þessu ókennilega sem ég kaupti í Halifax ríkinu um daginn. Og það var bara rosa gott í kaffi úr fínu vélinni minni.(Ólöf ertu að koma í kaffi. ) Planlögðum næstu útilegu í Þakgil. Ætlum að taka með okkur allar skemmtilegu konurnar úr Gospelnum. Sko útlvaldar. Eða þannig. Mikael Orri var hjá okkur í dag. Og hann er sko bara skemmtilegastur. Ekki spurning. Jæja klukkan er orðin allof mikið og mér veitir ekki af að fara að lúlla í hausinn á mér.

Yfir og út krúsarknús.............

Engin ummæli: