miðvikudagur, október 31, 2007

Jæja gullin mín

Komin tími á smá skrif hér. Konan rétt að jafna sig á rottudæminu. Sjæse. Never again. Fór á tónleikana hjá Gospelsystrum í gærkvöldi. Skundaði héðan að heiman ekki fyrr en tuttugu mínútur yfir átta. Sillan mín kom og sótti frúna. Svo náttla þurftum við kaffi áður en haldið var af stað. Svo við vorum svona frekar í seinni kantinum. Öll bílastæði löngu frátekin og kyrkjan troðfull. Fengum sæti nánast aftast. Fínir tónleikar. Verst hvað okkur langaði bara að stökkva upp og syngja með. MP kallaði reyndar í allar konur sem sungið höfðu Ave Maríu Björgvins að koma og syngja með. Ohhh,. það var svo gott og gaman. Er sko bara farin að hlakka til að syngja á jólatónleikunum með systrunum. Okkar Voxara tónleikar núna á laugardag og sunnudag. Allt eiginlega bara smollið inn, svona á síðustu metrunum. Nema Te deum. MP skellti því inn á mánudaginn siðasta og þá heyrði ég það lag líka í fyrsta sinn. Fékk vægt áfall. Dæs mar. Nú verð ég bara að vera með þetta lag í Ipod eyrunum og reyna að ná því. Liggur asskoti hátt. Ekki gott fyrir mína bassarödd. Well. If you dont make it, then fake it sagði kellingin. Er þaggi bara. Þarf að fara á morgun og sækja alla klóarann sem ég var svo dúgleg að selja. 15 pakkningar góðan daginn. Held barasta að ég þurfi sendibíl undir herleg heitin. Sjæse.....






Á ég ekki yndkislegustu barnabörn ever. Þau eru svo mikil krútt að ég gæti étið þau. Svo gaman hjá afa og ömmu. Nýbúin að borða íspinna, en ekki hvað. Fer svo með Yoko í andlitssnyrtingu á morgun. Ég get svo svarið það að hún fer oftar í klippingu en ég. Hmmmm. Er ekki eitthvað öfugsnúið við þá mynd. Hmmm.



Annars er ég að fara til Ríkeyjar á föstudaginn. Aldeilis komin tími til. Hef ekki farið síðan einhverntíman í ágúst. Allt of langt síðan. Og augabrúnirnar. Maður minn. Sú fær aldeilis að taka til í þeim garði. Þarf orðið að greiða frá. Sjæsen. En nú ætla ég í ból bjarnar enn eina ferðina. Fór allt of seint að sofa í gær, þannig að mín er bara búin að vera á geyspinu í dag.

Yfir og út krúsarknús.......................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já vá kláraðu mig ekki ;)
Gaman á tónleikunum og að hitta ykkur allar..
Svo heyri ég í kaffikönnunni þinni kalla á mig...

kv.Ólöf

Nafnlaus sagði...

Það er nú meira fjörið á þínum bæ...vafasamar heimsóknir og ég veit ekki hvað og hvað! ;) Að sjá hvað barnabörnin eru orðin stór. Mér finnst svo stutt síðan að dætur þínar voru með bumbur... ;)