fimmtudagur, október 18, 2007

Allt brál

Jamm það er sko ekki orðum ofaukið. Konan alveg á yfirdrifinu. Spurning hvenær það gefur sig. Fór í æfingabúðir síðustu helgi í Skálholt. Yndislegur staður. Hmmmm, hef sko aldrei komið þar áður, skömm frá að segja. Ótrúlega góð herbergi. Ótrúlega góður matur. Ótrúlega vinnusöm helgi. Svo ótrúlega vinnusöm að maður var sko bara komin í bælið um miðnættið á laugardagskvöldinu. Annað eins hefur sko ekki átt sér stað í æfingabúðum fyrr né síðar. En mikið hafði ég gott af þessu. Stabat Mater er sko alveg að detta inn. Ekki seinna að vænna, ekki nema hálfur mánuður í tónleikana. Var ég búin að segja ykkur hvað ég á ótrúlega gáfaðan hund. Hún sko skilur kúka. Þegar við förum út með hana og segjum kúka þá kúkar hún. Þó hún þurfi að kreista út einu litlu sparði. hehehe.. Svo hlýðin þessi elska. Er alveg hætt að kúka innandyra. Kemur samt enn fyrir að hún leki smá inni. En þetta er allt að koma. Slapp létt út úr þrifum hjá tannsa í dag. Heita vatns æð fór í sundur í Kópavogi, svo mín hafði ekkert heitt vatn að skúra með. Þannig að ég ryksugaði bara voða vel, en sem sagt ekkert skúr..... Olga orðin hunda-amma enn eina ferðina. Fékk fimm stykki. Verð endilega að gefa mér tíma til að fara og skoða snúllurnar. En ekki fékk hún alhvítan eins og hana langaði. Mar fær víst ekki allt sem mann langar. Er jafnvel að spá í að skreppa á Helluna um helgina. Sjá slektið og sýna mig. Og svo náttla dobbla Lallann að sauma upptökuIpodtösku fyrir moi und Sillu. Manninum er náttla ekki viðbjargandi. Held barasta að það sé ekkert sem hann ekki getur. Hér í þá gömlu og góðu gekk Lalla frú í heimasaumuðm dressum, kjólum og kápum. Drengirnir í heimasaumuðum leðurjökkum og alles. Og allt saumað af Lalla. Ekki amalegt að eiga svoleiðis kall. Hmmmm. Ég þarf að fá allt mitt í dýrum búðum og sona. Og þá aðalegea í Ysju. Það er sko búð búðanna. Eða sko þangað til ég hefi efni á að fara í Karen Millen og versla mér eitt stykki kjól eða svo. Hef kannski efni á tvinnanum í kjólinn eins og staðan er í dag. Og by the way. Er að selja klóara. Endilega kommenta hér að neðan um það hvað þið viljið margar pakkningar. Og það er sko frí heimsending og svo náttla fáið þið að sjá MOI í leiðinni. Ekki leiðinlegt það. Anyway. Þetta er einhver eðal prinsessupappír og kosta litla 2800 pakkningin. Og þá sko losnið þið við að bera þetta pappírsdrasl heim úr bónus, og vitið að þið hafið gert góðverk dagsins. Það er að losa mig við dótið. Koma so. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Annars bara allt í góðu. Fékk Silluna mína í kaffi í dag eftir vinnu. Eftir vinnu sem minnir mig á það að ég LÆSTI mig úti í dag. Keyrði Örn í vinnuna og þegar ég kom heim hljóp Yoko beint í garði og gerði öll sín stykki. Svo mín mátti fara inn og ná í poka. Hendi hús og bíllyklum á eldhúsborðið og út aftur. Og slamm. Hurðin læst. Eins gott að ég var með símann um hálsinn. Hringdi í Lonni sos. Núna strax. Mér mál á dolluna og svona. Þannig að þær komu hér mæðgur og björguðu ömmunni. Hjúkk mar. En nú er ég hætt.
Ætla að fara í ból bjarnar og lesa endalokin í Galdrameistaranum. Verð svo defenatly að finna Ríkið í ljósinu, til að geta haldið áfram að fylgjast með Móra, Dólgi, Sunnu, Þengli og öllum hinum.

Yfir og út krúsarknús.......................

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Noh, brjál að gera hjá frúnni sé ég. Getum við svo ekki sent mennina okkar á saumanámskeið svo að þeir geti saumað á okkur svona dýrindis flíkur eins og hann Lalli? ;) Vill ekki sjá að eyða mánaðarlaununum í einn bol frá Karen Millen sem að er á stærð við þvottapoka... ;)