fimmtudagur, apríl 26, 2007

Stóri dagurinn á morgun

Yes, hvað ég hlakka til. Hlakkar mest til að labba hér út í síðasta sinn og skella í lás á eftir mér. Mikið sem það verður gott að lúlla á nýja staðnum annað kvöld. Svo bara að byrja helst að þrífa á morgun og klára á föstudag, afhenda lyklana seinni part föstudags eða snemma á laugardaginn. Hringdi svo í dag í Vodafone og fékk mér nýtt email. Var frekar pirruð á þessu gamla. En þegar ég valdi það var ekkert laust sem ég nefndi. Sendi svo öllum mail í dag með breyttu netfangi. Ef það er einhver sem les þetta og er vanur að fá póst frá mér en fékk ekki í dag, þá er bara að kommenta á það hér og ég kippi því í liðinn. Verst að þurfa að mæta í vinnu í fyrramálið. Hefði alveg þegið það að fá frí. Finnst bara að það eigi að vera í lögum að mar fá hálfsmánaðar frí þegar fólk stendur í fluttningum. Var samt í fríi í dag og þetta er búin að vera mjög drjúgur dagur. Við mamma og pabbi fórum með fullan Opelin og jeppann þeirra af dóti. Þar á meðal borðstofuborðið og stólana. Erum búnar að taka upp úr öllum stofukössum og þvo það og þrífa. Svo er ég líka búin að raða í stofuskápinn öllu sem þar á að vera. Svo kom Olga hér eftir kvöldmat og við rusluðum öllu úr fataskápunum, öllum handklæðum og restinni af matvöru sem ekki verður notuð í þessu húsi meir. Svo bara brunuðum við vestureftir reddý í að setja flíkurnar í skápa. En æjæjæj... Haldiði ekki að mín hafi þá gleymt húslyklunum í efra. Eins gott að mar lifi á öld GSM símanna. Hringdi í kallinn og skipaði honum að koma og hleypa oss inn. Sem hann náttla gerði með glöðu geði. Svo nú er búið að hengja upp og setja í hillur öll föt. En þó ekki föt drengsinns. En mar ekkert lengi að því. Talandi um drenginn. Eitthvað mikið gerðist þegar presturinn blessaði hann hér um daginn. O.M.G. Síðan þá er hann komin í mútur og talar með mikið brostinni rödd þessi elska. Svo stækkar hann svoleiðis rosalega að það liggur við að ég sjái dagamun á honum. Og ekki nóg með það, allt í einu er hann komin í skó númer 40. Það var bara fyrir nokkrum mánuðum að hann notaði sama númer og ég. Sko 38. Ég veit ekki hvar þetta endar. Ætli ég verði bara ekki að biðja prestinn að afblessa hann. En nú er nóg komið að bulli. Og viljið þið svo kvitta fyrir komuna. Nú er ég búin að fá kvitt nánast upp á hvern dag, svo nú verð ég bara pirr þegar engin kvittar. Ha. Bara orðin heimtufrek með meiru.

Yfir og út krúsarknús.................

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vinan...þú ert svo ör bloggari þessa dagana að maður heldur ekki í við þig að kommenta! Annars efast ég ekkert um að ég er duglegasti kvittarinn á bloggi þessu ;) hehehehe!

Nafnlaus sagði...

kláraðu mig nú ekki...varstu að flytja??? Mig langar að koma í innfluttnings-hvítvínsparty ;)
til lukku :)
kv ólöf

Nafnlaus sagði...

Hæ bara ég að kíkja ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ bara ég að kíkja ;)

Nafnlaus sagði...

Búin að flytja????

Nafnlaus sagði...

Búin að flytja???? Bara orðin svolítið óþolinmóð eftir því að óþverrast hahahah Kær kveðja Adda.

Nafnlaus sagði...

Ég get nú ekki annað sagt en vá hvað mig hlakkar til að koma í heimsókn og gangi ykkur vel í flutningunum í dag.

Ása stjúpdóttir

Nafnlaus sagði...

Kvitti kvitt :D

Liljan