miðvikudagur, apríl 25, 2007

Fótbolti dauðans.

Legg ekki meir á ykkur. Ætluðum að flytja annað kvöld en ekki verður neitt af því. það er leikur um sex leytið og allir tiltækir karlmenn með nefið á skjánum. Halló. Er ekki allt í lagi með þessa menn. Taka boltann fram fyrir það að koma og bera mín dásamlegu húsgöng. Þannig að við flytjum á fimmtudaginn. Á morgun ætlum við þá í staðin að halda áfram að flytja smá draslið í Opelnum. Fórum reyndar í dag með stofuskápinn og græjuskápinn. Þannig að stefnan er líka sett á það að þvo allt dótið sem á að vera í honum og koma því fyrir. Munar um að vera búin að því. Allt orðið svo dragfínt í Granaskjólinu og jafn skítugt hér. Hér hefur eiginlega ekkert verið gert síðan fyrir fermingu. Er í fríi á morgun og svo aftur á föstudaginn. Þá ætti allt að vera búið á mánudaginn. Þrífa hér á föstudaginn og skila lyklunum af mér á laugardaginn. Shit hvað mig hlakkar til. Alveg ferlegt að búa svona á tveimur stöðum. Ekkert heimilishald í gangi. Hef ekki meir að bulla í kvöld er eitthvað voðalega andlaus þessa stundina. Enda klukkan að verða eitt. Og mín búin að vera á fótum síðan sjö.

Yfir og út krúsarknús...............

Engin ummæli: