mánudagur, apríl 30, 2007

Loksins

er ég komin í samband við netheima aftur. Var komin með alvarleg fráhvörf. Síminn er samt ekki að virka hér í þessu húsi. Hlýtur að vera eitthvað með tenglana. En allavega, nú er frúin flutt og hefur það sko bara náðugt í þessu dásamlega húsi. Finnst hreinlega eins og ég hafi alltaf átt heima hér. Finnst ekkert skrítið að vakna hér, og bara eðlilegasti hluti í heiminum að keyra þessa leið til og frá vinnu. Er með saumó í kvöld. Ja maður er ekkert að fresta því þó svo að hér standi enn nokkrir kassar og ulla á mig. Hef þetta ekki lengra að sinni, en kem fljótlega aftur. Og eitt enn. Mikið er gaman að fá svona mörg komment. Jibbý.

yfir og út krúsarknús.............................

Engin ummæli: