lúin kona sem situr hér við tölvudýrið góða. Algjörlega búin á því. Get ekki meir, nenni ekki meir, langar ekki meir. En þetta er bara endalaust. Alltaf bætist eitthvað við. En á móti kemur að þetta minnkar í leiðinni. Og nú er sko bara að verða hrikalega fínt í Mekkunni. Annað en gettóið. Hér er svo mikið drasl og skítur að mig hrillir við að þrífa hér. Búin að fá mig upp í kok af drullu. Það var svo skítugt þarna vesturfrá að þá hálfa væri hellingur. Nú er búið að mála allt. Eftir að þrífa gólfin á ganginum, eldhúsinu og forstofunni. Og ég get sagt ykkur það að það er sko mikið mál. Liggjandi á frjórum og skrúbba. Svo bara að hengja upp ljósin og Baldur Spenna þarf að klára rofana og þá er þetta að verða búið. En í öllu þessu amstri er ég búin að finna upp ný viðurnefni á tengdasynina. Baldur Spenna
Og Baldur Spýta. Þá þarf mar ekki að segja Baldur Lonniar eða Baldur Lilju. Neibb, Baldur spenna og Baldur spíta. heehhehe.... Oh ég er svo fyndin. Get varla skrifað fyrir hlátri. hehehe..
Hér er sýnishorn af GRÆNA veggnum mínu. Sumir fengu hland fyrir hjartað við þetta val mitt. En þessi litur er sko valin í stíl við rúmteppið mitt fína sem ég kaupti í henni Ameríku hér um árið.Get nú róað ykkur með því að hann er bara á einum vegg í herbergi okkar skötuhjúa. Mikael minn Orri ætlar sér að verða málari þegar hann verður stór. Rúllan fer vel í hendi hans.
Svo fanst syninum tímabært að móðirin fengi greiðslu við hæfi og notaði til þess málarateip.
Ég borgað í sama. Get líka alveg upplýst það að það var ekki gott að taka þessa greiðslu niður. æjæjæjæjæjæjæ... En nú ætla ég að skríða í bælið. Verð víst að fara að vinna í fyrramálið. Gat ekki fengið frí. En verð í fríi á miðvikudag og föstudag. Gat heldur ekki fengið frí á fimmtudag. Ég sem ætlaði að taka 4 daga í sumarfrí út þessa viku. En tveir dagar eru betri en núll dagar. Er þaggi.
Yfir og út krúsarknús...................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
jæja eitthvað erum við á svipuðum nótum vinkonurnar, það var verið að mála baðið heima hjá mér og mér sýnist að græni liturinn þinn sé eins og liturinn minn á móti ljósa litnum,
Það er greinilega brjálað að gera. En ef að ykkur var afhent íbúðin drulluskítug þá skuluð þið gera svo vel og klaga í fasteignasalann. Það er í samningunum að fólk á að skila af sér hreinu heimili. Klagaðu og heimtaðu 20.000-30.000 í þrifagjald. Ekkert kjaftæði! ;-P Gangi ykkur svo vel að klára dæmið :-)
Skrifa ummæli