þriðjudagur, apríl 10, 2007

Komin aftur.

Ekki það að ég hafi svosem farið neitt. Allavega ekki langt. Hafði það bara ótrúlega gott um páskana. Lá á meltunni og mætti í tvær fermingaveslur. Matur í annari og kaffiborð í hinni. Hrikalega góður maturinn hjá henni Sillu minni. Og endalaust góður og smartur ís í eftirrétt. Dreif mig svo upp í bústað til Olgu eftir þá veislu og gisti þar eina nótt. Fílaði mig alveg eins og í gamla daga. Rafmagnið fór af um kvöldið og kom ekki aftur fyrr en einum og hálfum tíma seinna. Sátum við kósí kertaljós og hugguleg heit. Sátum svo og kjöftuðum frá okkur allt vit og gott ef ekki rænu líka til rúmlega fjögur. Svo ekki var nú mikið sofið. Vorum nebblega svo vaktar um átta við að helv.... hundurinn í næsta bústað var mættur og spangólaði og gelti allt hvað hann gat, að reyna að fá hundana hennar Olgu út að leika. Mér er alveg fyrirmunað að skilja að eigendurnir skuli hleypa skepnunni út vitandi hvernig hann er. En sumu fólki er bara ekki viðbjargandi. Fjand..... dónaskapur. Fórum svo í pottinn og svona og meira spjall. Svo skaust ég yfir í Miðhúsaskóg þar sem Kolla og Binni voru í VR húsi. Gisti þar næstu nótt. Svaf náttla ekkert þar heldur. Tókum bara tjúttið á þetta og átum ógisslega góðar kjúllabringur sem Kolla skvetti fram úr ermunum. Spúsinn minn kom svo og borðaði með oss og tjúttaði líka. Loksins komin í frí. Að sjálfssögðu horfðum við á Xið og vissum alveg að Jogvan myndi taka þetta. Flottur strákur þar á ferð. Svo var farið í pottinn og mín hafði með sér Mirandas pottsaltið góða. Og líka Aha maskann. Og voru bændurnir ekki undanskildir og fengu maskatrítment. Frekar flottir ha.


Fermingadrengurinn var að sjálfsögðu með í för en hann fékk ekki maska. Hann er svooooo ungur og smooth ennþá.


Íbúðarmálin komi á hreint. Ég er að fara að flytja og það í Granaskjólið og það sko í íbúðina sem okkur langaði í fyrir tveim árum en misstum því að við gátum ekki selt þá. En nú er búið að selja og kaupa og fæ ég hana að öllum líkindum afhenta á laugardaginn næsta. Já það gerist sko með hraði loksins þegar það gerist. Jibbý kóla, mig er farið að hlakka til jóla. Ma kom hér í dag eftir vinnu og nú er bara búið að pakka niður stofunni og taka niður myndir. Ætli hún væri ekki bara búina að pakka okkur líka niður ef við hefðum haft fleiri kassa. Krafturinn í þessari konu kemur mér endalaust á óvart. Skil ekki hvaðan hún fær alla þessa orku. Væri alveg til í að hafa þó ekki væri nema smá brot. Legg ekki meira á ykkur. En nú ætla ég að fara að lúlla, enn eina ferðina. Er einhvernveginn alltaf komin svefntími þegar ég nenni að pára hér.

Yfir og út krúsarknús..............

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis! Til hamingju með nýja heimilið. Hlakka til að koma í kaffi þangað ;) En...getum við eiginmaðurinn þá ekki kíkt við í greakback? Er frúin búin að pakka niður eldhúsborðinu og stólunum og bollunum líka? ;) hehehe

Karitas Bergsdóttir sagði...

Bara alltaf sama fjörið á þér, til hamingju með nyju íbúðina.

Nafnlaus sagði...

Ég veit Gunna mín að þú kemur alltaf aftur og aftur en hvað svo, hvenær kemurðu næst aftur, love you, Diddan þín.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbuðina :)