sunnudagur, apríl 22, 2007

Guð minn góður

klukkan að verða hálf fjögur og ég enn vakandi. God hvað ég verð þreytt og lúin á morgun. En samt búin að eiga mjög góðann dag. Náttla búin að vinna í nýju íbúðinn og svo skrapp ég í fordrykk hjá Önnu Siggu klukkan hálf sex. Árshátíð Voxara í kvöld. Mín varð að slaufa því. En þar sem Anna Sigga býr í nánast næstu götu ákvað ég að skreppa í fordrykkinn sem hún bauð röddinni í. Fékk algjörlega fiðring í tærnar, mig langaði svoooooo með. En það er víst ekki á allt kosið. En hrikalega gaman að hitta kellurnar allar aftur og svona líka dragfínar. Lonni og Baldur komu svo heim með okkur og átum við pizzu þar til við sprungum og drukkum bjór með. Tókum svo kanaspil og kjöftuðum frá oss allt vit. Ekki það að við séum að springa af viti. Svo erum við mæðginin á fullu að leita okkur að hvolpi. Það var náttla búið að lofa drengnum því að þegar við einhverntíman myndum flytja í svona smá sér að þá myndum við fá okkur hund.Og hann er strax farinn að rukka. Sendi eina fyrirspurn til hundaeiganda í kvöld sem er með átta stykki Golden Retriver hvolpa. Oh my god. Þeir eru algjört æði. En það kostar náttla fullt af labbi að fá sér svoleiðis hund. þeir þurfa sína hreyfingu og ekkert múður með það. Langar ekki í þessa litlu sem eru eins og kettir eða það sem verra er ROTTUR. Væri hentugast að fá sér millistærð en Goldenin er bara flottastur. Kemur bara í ljós hvað verður. Góða nótt.

Yfir og út krúsarknúns.................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hææææ
Reyna að commenta hér, gengur mjög illa, held að eitt af hverjum tíu heppnist.
Til hamingju með íbúðina, loksins komin í vesturbæinn.
Ég hef líka verið að spá í að fá mér hund langar mest í langhund finnst þeir ógó sætir, getur séð þá á hvuttar.net.........málið er bara að kisurnar mínar eru ekki sammála með þetta hundatala og hvæsa á mig þegar ég minnist á að það væri gaman að fá einn voffa á heimilið.
Kv. Harpa

Nafnlaus sagði...

Það er svo gaman að kíkja á bloggið þitt núna...þú ert svo svakalega dugleg að blogga að það hálfa væri nóg. Þú mátt alveg halda þessu áfram. Ég tek nefnilega bloggrúntinn í vinnunni þegar að það er dauður tími...og dauði tíminn kemur oftar en einu sinni á dag ;) Er svo ekki gott fyrir mann að fá sér voffa? Hann sér um að halda manni í formi ;) hehehe. Hlakka til að sjá þig skvísa :)