föstudagur, apríl 20, 2007

Allt á fullu

Brjálað að gera. Shit hvað ég verð fegin þegar þetta er búið. Finnst ekki gaman að standa í svona. Ég er allt of værukær mannsveskja fyrir allt þetta vesen. Vildi sko bara getað sagt hviss bamm búmm og allt búið. Anyways. Búið að fara með alla kassa úr eldhúsinu og koma því í nýju skápana. Búið að spasla og pússa og búið að mála flest loft. Annað er eftir. Annars er ég búin að vera í nettu sjokki eftir að við fengum afhent. Finnst allt í einu þetta svo lítið, hvar á ég að hafa þetta og hitt. Allt of lítið skápapláss. Og hvernig á ég að hafa þetta og hitt. Iss piss segja hinir. Þetta verður voða fínt. Vertu ekki að hafa áhyggjur af þessu og hinu. En þetta reddast örugglega. Er þaggi bara. Hef annars lítið að segja. Ætla að druslast í bælið. Ikea í fyrramálið að finna skáp fyrir hjónakornin og skáp í geymsluna. Hillur í herbergi erfðaprinsinns. Kaupa, kaupa, kaupa....... Eyða, eyða, eyða....... Kaupa nýja eldhússtóla. Láta kallinn borga. Fara svo kanski og kaupa mér eitt svona. Ekki slæmt að geta bara farið og týnt nokkra laufseðla svona fyrir búðaferðirnar. Gott í bili. Ætla að fara og láta mig dreyma um þar næstu viku þegar ég sit í nýju fínu stofunni minni með rautt í glasi. Aldrei að vita nema spúsinn hangi vakandi nógu lengi til að opna flöskuna góðu sem hann keypti þarna um daginn. Bíð svo bara góðrar nætur.

Yfir og út krúsarknús................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit sko alveg hvernig þér líður enda er ég afkomandi flutningadrottningar Íslands. Það er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, að flytja. En það er svo gaman þegar það er búið og maður er á nýja heimili sínu, sæll og glaður með sitt :) Ekki hafa áhyggjur af plássleysi. Það kemst eflaust allt inn hjá þér...svo virka íbúðir svo litlar þegar þær eru tómar, það er ekkert að marka það ;) Hlakka til að sjá nýja bælið þegar að þið hjónakorn eruð búin að koma ykkur almennilega fyrir. Við eiginmaðurinn erum í startholunum og á stand-by og bíðum spennt eftir að setjast í nýja eldhúsið með kaffibolla...eða Max ;) hehehehe

Nafnlaus sagði...

Skil þig svo vel þakkaðu bara fyrir að vera ekki á leigumarkaðnum þá flyturðu einu sinni til tvisvar á ári og hef ég ágætisþjálfun í því tekur því stundum varla að opna kassana en það fer að breytast vona ég gangi ykkur vel í flutningunum verður svo gaman þegar þetta er búið :)