mánudagur, nóvember 28, 2005

Ja ja.

Haldiði ekki að mín hafi verið að versla sér dót. Hahaha.... Ipod. Oh, my god. Hann er sooooo flottur og það er sooooo gaman að leika með hann. Jibbý kóla. Þrjátíu gígabæta tryllitæki, glansandi svartur og lekker. Nú þegar hafa verið sett inn á hann tæplega 2000 lög og enn pláss fyrir 13 þúsund. Já það munar sko ekki um minna. Þessi elska getur geymt 15 þúsund lög fyrir mömmuna sína. Fór á alt æfingu í dag heim til Ingibjargar og fórum við yfir þessi helstu lög. Það er að segja þessi erfiðu. Salve Regina og Gloryuna. Salve alveg að koma. Soldið erfitt að finna tónana í þessum tónstökkum þarna. Níund á milli tóna. Frekar erfitt, en kemur pottþétt. Svo þarf ég að fara að tékka á þessu tölvudýri mínu. Það furðulega gerðist að vírusvarnarforitið sem ég var með er horfið. Farið. Good by. Og það án þess að kveðja. Er bara ekki að skilja þetta. Algjörlega óskiljandi með öllu. Hvernig hverfur svona bara upp úr þurru. Er ekki að fatta það. En er búin að finna regester blaðið sem ég fékk þegar ég verslaði þetta á netinu svo nú ætla ég að tékka á þessu. Guðný og Siggi komu hér í gær til að bjóða okkur í ísbíltúr. Þau voru nebbilega að versla sér nýjan bíl. Og þetta er siður hjá okkur. Þegar nýr bíll er keyptur bjóðum við hvort öðru í ísbíltúr. En í gær brá öðruvísi við. Allavega fengum við alveg stórundarlega ísa. Núðluís, vorrúlluís og rækjuís. Og þessi ís fæst á Nings. Rosa góður. Og bíllin hrikalega flottur. En nú ætla ég að tékka á vírusvörnum og fara svo að lúlla.
Yfir og út krúsarknús..........

laugardagur, nóvember 26, 2005

Jólaglugginn



Jæja hér koma myndir af fína jólaglugganum mínum. Verð bara að segja "asskoti tókst mér vel til þetta árið. ". Hmmm.... Ein alveg að missa sig í jólin.
Meira síðar
Yfir og út krúsarknússsssssss

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Jæja góðir hálsar

nú hefur ákvörðun verið tekin og ekki aftur snúið. Ég ætla að taka hlé frá Léttum. Þetta er allt of mikið fyrir mig, að standa í því að vera í tveimur kórum. Finn samt til smá eftirsjá þar sem maður svona var að kynnast öllum þessum frábæru konum. En það er ekki allt fengið í henni veröld. Fer bara svo gallvösk og hlusta á jólatónleikana þeirra og spái svo í að byrja aftur næsta haust. Það er ef Jóhanna vill mig aftur. Mín var hins vegar voða dúleg í gærkvöldi og setti upp fína jólagluggann. Skelli kannski inn mynd af honum hér síðar. Svo má ég víst þakka fyrir að vera ekki illa slösuð í dag. Var að príla upp í stiga í vinnunni til að ná í sykur sem var í efstu hillu. Þegar ég svo er komin með kassafjandann í fangið og er að stíga aftur niður í næstefstu tröppuna kemur annar kassi bara sí sona á móti mér úr hillunni og mín missir jafnvægið, sykurkassinn flaug og sykurrör út um allt. Lenti nú samt á löppunum. Það er að segja annari. Hin varð eftir í næstefstu tröppunni. Og við þetta fékk ég svona líka fína teygju í nárann og bakið hrökk í liðinn. Og ekki voru þau falleg orðin sem upp úr mínum eðalhálsi hrutu. $%/$%#&%=/&% ... Úff.... En ég þakka bara fyrir að vera ekki handleggs eða fótbrotin. Lonni mín stendur enn. Orðin ansi þreytt þessi elska. Bústin og sigin. hehehe.... En þetta er nú farið að styttast hjá skvísunni. Held að hún væri sko alveg til í að drífa þetta bara af núna strax. Búin að þvo allar samfellurnar og bleiurnar. Allt tilbúið fyrir erfingjann. En nú þarf ég í ból ef ég á að vakna í fyrramálið.
Yfir og út krúsarknús........

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Tröll og tröll




Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?


Þá er mar orðin tröll líka. Gaman að þessu. Búið að vera hreinlega brjálað að gera hjá mér þessa daganna og ekkert lát á því. Er svona eiginlega farin að sjá pínu eftir því að byrja í Léttunum akkurat núna. Hefði bara átt að bíða með það fram á næsta haust. Það verður að segjast alveg eins og er að það er eiginlega tú möst að vera í tveimur kórum. Er með nettan kvíða fyrir jólatónleikahaldinu og sé ekki fram á að geta verið möppulaus, og það er hlutur sem ég bara þoli ekki. Finnst ekkert verra á tónleikum en að halda á möppu. Verð öll stíf og stirð. Svo nú er að brjótast í mér hvort ég eigi ekki bara að láta þetta gott heita og hvíla mig á Léttum og koma frekar fersk til baka næsta haust. Að öðru leyti er þetta bara búið að vera skemmtilegt og yndislegar konur þarna. Mikil sönggleði og samheldni í kórnum. Gospelinn á sínu síðasta ári í þeirri mynd sem hann er í dag, svo þetta er síðasti veturinn minn þar. *snökt**snökt*... En það er víst ekki á allt kosið í þessum heimi. buhuhuhu.... Var með saumó á föstudagskvöldið og bauð skvísunum upp á hrikalega góða súpu. Uppskrift frá henni Öddu minni. Humar, skötuselur og rækja. Nammi namm.... Hvítvín fegu þær með og voru bara allar sáttar. Sextugs afmæli hjá Ella mág í gærkvöldi. Mikið fjör og mikið gaman. Hrikalega góður matur og enn betri félagsskapur. Alveg hreint dásamleg samheldinin í þessari fjölskyldu spúsa míns. Svo nú er míns voða þreytt og ætti bara að vera komin upp í rúm. Erfðaprinsinn gisti hjá afa og ömmu og þótti nú ekki leiðinlegt. Amma bakaði muffur með honum. Hann er nebbilega í matreiðslu í skólanum og safnar uppskriftunum samviskusamlega í möppu, tók hana með í gær og simsalabinn. Bakaðar muffur. Svaka góðar hjá þeim. Glugginn góði verður settur upp um næstu helgi og jóladiskarnir teknir upp. Lalalalalal.........
Yfir og út krúsarknús..............

laugardagur, nóvember 12, 2005

Jæja núna er klukkan orðin allt of margt

og ég enn vakandi. Það er ekki að spyrja að því. Komin í helgarfrí og barbabrella. Mín vakir fram eftir öllu. Óregluseggur dauðans. En svona er þetta bara. Lengi getur vont bestnað. Brálað að gera hjá mér þessa dagana. Það er sko ekki tekið út með sældinni að vera í tveimur kórum. Miklu meira mál en ég hélt. Tala nú ekki um af því að ég lét plata mig í fjáröflunarnefd Léttana. Úff. Brjálað að gera í því líka. Hef samt sloppið vel, Dekur og Djamm á morgun á þeim bænum, og mín þarf að mæta klukkan ellefu og ásamt hinum í nefndunum og gera klárt. Líst bara rosa vel á þessa uppákomu þeirra. Verður svaka gaman. Olga dýrahaldari sveik mig og fór í sumó um helgina svo við Örn fengum ekkert Idol gláp á því heimilinu. Svo nú verðum við bara að bíða eftir spólunni frá Lonni. Fór í blómabúðaráp á sunnudaginn var og tók Olgu með mér þar sem spúsinn nennti ekki, en Daði hennar nennti alveg með. Ég fór í þeim tilgangi að kaupa mér engil sem ég hafði séð á jólatréð. Og hvað haldið þið. Þau settu mig alveg út af laginu og tilkynntu það að þar sem ég hefði nú orðið 45 í sumar og þau ekki búin að gefa mér ammælispakka að þá ætluðu þau að gefa mér engilinn. Oh my god hann er svooooooo flottur. Í bleikum kjól og ljósleiðar í vængjunum. I´m in love. Svo er mín að spá í að breiða úr eldhúsglugganum fræga inn í stofu og setja líka í hann. Náttla alveg bilun. En so what...
Svona leit eldhúsglugginn út í fyrra. Ekki mjög góð mynd en það má notast við hana. Eins og þið kanski sjáið er mín alveg að detta í jólagírinn. Á sunnudaginn ætla ég svo að skreppa á tónleika hjá Vox feminae. Gaman að því. Hef aldrei farið á tónleika með þeim. Olga og Stína systir hennar ætla líka. Svo jibbí bara. Held ég láti þetta gott heita í bili.
Yfir og út krúsarknú.....
E.s. Guðrún, Harpa og Jóna Hlín. Drífa sig í ktilinu. Silla sú eina sem stendur sig í stykkinu.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Kitl,kitl,kitl,kitl, og svo ekki meir

nenni ekki að standa í þessu endalaust. En geri þetta fyrir Inguna mína.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey..
Fara til Kína.

Eiga Subaru Forester
Verða skuldlaus
Eignast fleiri barnabörn
Læra að syngja betur
Læra að lesa nótur
Læra að spila á píanó

7 hlutir sem ég get gert..*
Keyrt í snjó og hálku
Sungið í kór
Verið góður vinur
Staðið mig vel í vinnu
Elskað manninn og börnin mín stór og smá
Þvegið þvotta
Skúrað gólf

7 hlutir sem ég get ekki..
Borðað kúttmaga
Hoppað út úr flugvél í fallhlíf
Horft á eða komið við mýs og rottur
Drukkið íslenskt brennivín
Pissað standandi
Talað kínversku
Verið gleraugnalaus

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið..
Augun
Rassinn
Brosið
Húmor
Heiðarleiki
Sönghæfileikinn
Fingurnir

7 frægir sem heilla mig..
Bruce Willis
Tom Hanks
Páll Óskar
Stebbi Hilmars
Patrick Swazie (hvernig sem það er nú skrifað)
Berþór Pálsson
Elton John

7 setningar/orð sem ég nota mikið..
Gott með þig
Nákvæmlega
Dauðans
Díses Kræst
Hvað meinarðu
Eitthvað fleira
Ég er að verða inneignarlaus

7 hlutir sem ég sé akkurat núna..
Tölvuskjár
Lyklaborð
Sígópakki og kveikjari
Mirandas Muscle gel
Lati strákur
Ruslafata
Saumataska

Nú er þetta orðið gott. Hætt öllum spurnigarleikjum héðan í frá. En ætla samt að KITLA Hörpu, Sillu, Spánardrósina og Guðrún. Koma svo stelpur og ég lofa að gera ekki meir svona bull.
Annars bara búin að eiga góðan dag í dag. Kóræfing hjá Systrum í morgun og jóla jóla sungið. Mmmmm gaman. Fór svo í Hagkaup og ætlaði að versla mér buxur en fann engar sem ekki voru mjaðmabuxur og ég bara enganvegin fíla soleis brækur. Brundað þá bara upp í Ritu og fékk einar ferlega góðar þar. Þær eru númer 38. Je je je je je....... En nú er ég farin að lúlla.+
Yfir og út krúsarknús.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Úff ég var svoooooo þreytt í gær

að ég gat ómögulega skrifað hér neitt inn. Fékk bara hroll við tilhugsunina. En hvað um það. Tónleikarnir í gær voru algjörlega brill. Þvílíka stuðið og gleðin algjörlega í fyrirrúmi. Magga í essinu sínu og allt eins og best verður á kosið. Svo var mér aldeilis komið skemmtilega á óvart. Villa vinkona kom með Írisi dóttur sína. Og mín bara vissi ekkert af því, fyrr en hún hnippir í mig í hléinu. Mín var nebblega svo sniðug og sendi nokkrum velvöldum mail um tónleikana og þar á meðal henni. Og barbabrella, hún kom. Og henni fannst rosa gaman, fannst bara verst að vera ekki á pöllunum með okkur. hehehehe.... Rósemdar dagur í vinnunni í dag. Enn ein ánægjulega uppákoman. ÞAÐ ER VETRARFRÍ í skólanum næst okkur og það út alla þessa viku. Engir unglingar argandi og gargandi klínandi snúðaglassúr út um alla búð. Og kúnnarnir sem versla þarna í hádeginu höfðu líka orð á því hvað það væri rólegt og notalegt að koma í dag. hehehe....Fyrsta jólatónleika æfing Systranna á laugardaginn klukkan 9 til 11. Jibbý. Guð hvað mig hlakkar til að byrja að syngja carolið. Júhúuuu.... Á jólunum er gleði og gaman Fúmm fúmm fúmm. Lalalalalalalala..... Þurfti að koma við á Select í dag og aðstoða Sigga aðeins í fjarveru Stjóranns. Oh oh my good það er komið jóla jóla dót þangað. Og að sjálfsögðu sá ég þar þessi fínu jólahjón. Sem minntu mig svo á mig og spúsann að ég bara varð að kaupa þau. Og hún þ.e. kellan er meirað segja með sömu þykku og ólögulegu augabrúnirnar og ég. Gaman að því... Núh, þar sem ég var nú þarna stödd þótti Túrstæn tilefni til að biðja mig um að fara í Ríkið fyrir sig og mín sagði náttla já. Og fór í Mjóddina. Og þá þurfti ég endilega að labba framhjá Fröken Júlíu og sá þessa líka hrikalega flottu peysu og mátaði og keypti. Svo nú verð ég að rukka drenginn um peysuna. Allt honum að kenna. Heyrirðu það. ha. En nú held ég að ég fari og leggist á mitt græna, er held ég alveg við það að fara úr kjálkaliðnum.
Yfir og út krúsarknús..