þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Jebb, mín er á Portugal

Mikill hiti, og enn meiri sól. En hér er rosa gott ad vera. Vorum ótrúlega heppin, Gudný og Siggi lentu í herbergi vid hlidina á okkur. Svo nú kollum vid bara af svolunum. Erud tid voknud???
Ekki flóknara en tad. Fengum saeti á Saga Class á leidinni út, og nú vil ég sko ekki ferdast odruvísi. Tvílíka plássid sem mar hefur tar. Aetludum í Sea Marine á morgun med fararstjórninni en tar sem ekki fékkst nógu gód maeting verdur ekkert af henni. Gerum bara eitthvad annad í stadin. Fórum í Algare mall í dag og gjorsamlega týndum okkur í Nike búdinni.
Helmingi ódýrara tar en heima. En gott í bili. Frekar erfitt ad fóta sig á tessu lyklabordi.
Aloa

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Gleraugnaveislan mikla

Jamm og já. Mín er búin að kaupa Gucci gleraugun flottu, ótrúlega flott á mér. Meiraðsegjakallinum finnst þau flott. Sonurinn alveg í rusli yfir þessum gleraugnakaupum móðurinnar. Skilur ekki að ég þurfi að eiga tvö sett og það svona dýr. Hehehehe..... þrifavikan mikla í vinnunni þessa dagana. Búin að vera alla vikuna og verð á morgun líka. Smá svona yfirvinna upp í gleraugnakaupin. Eða þannig. Allt að verða spikk og span þarna niðurfrá. Eins gott að þetta fólk sem þarna vinnur gangi nú vel um og haldi þessu við. Við stýran búnar að henda og henda. Ótrúlegt drasl sem safnast hefur þarna upp. Og rykið og drullan. Búin að taka allt úr hillum inni á lager og þvo og bóna. Ætla svo að vera í fríi á föstudaginn og þrífa hér allt út úr dyrum. Gengur notla ekki að bjóða foreldrunum upp á þennann skít. Þau ætla að vera hér með prinsinum á með við skötuhjúin skreppum í sólina í Portugal. Eða var ég ekki búin að segja ykkur það. VIÐ ERUM AÐ FARA TIL PORTUGAL.. Nei, bara svona rétt að nefna það.
But, nenni ekki meir að sinni.
Laters...........

mánudagur, ágúst 22, 2005

Rey news

Jebb, pistill á leiðinni elskurnar mínar. Jájá ég veit, ég veit. Mín búin að vera rosa löt að pistla hér. En nú skal aðeins bætt úr því. Fyrsta vinnuvika eftir sumarfrí búin og nóg að gera á þeim bænum. Höfum fengið hina furðulegustu kúnna inn um dyrnar þessa vikuna. Einn kom og fór í ruslatunnukast inni í búðinni, bara sí sona upp úr þurru. Braut hillugler og rusl út um allt. Nóttina eftir kom stúlka og stal hálfri ískistunni. Þ.e.a.s. innihaldinu, ekki sjálfri kistunni. Strákur í sjoppunni sem sá það og sagði mér frá því. Ég út í bil til stúlkunnar sem var í meira lagi drukkin, og bað hana að skila þessu. Vinkona hennar sem keyrði frekar spæld á sinni og baðst afsökunar fyrir hennar hönd. Ekkert með það, ég inn með ísinn og það næsta sem við vitum er að inn kemur þjófurinn alveg gjörsamlega brjáluð og ræðst á strákinn sem sagði til hennar. Lemur hann sundur og saman og kallar öllum illum nöfnum. Hann hendir henni út, en nei, inn kemur hún aftur og ræðst aftur á hann. Og henni er fleygt aftur út. Og þá loks fór hún. What´s becoming of this world I ask. Varð svo líka fyrir því óláni að annað glerið datt úr gleraugunum mínum eina nóttina og splass. Í þúsund mola. Og mín náttla hálf sjónlaus. Fór svo og verslaði mér ný gleraugu enda staðið lengi til. Lét eftir mér að fá mér svona Titan umgjörð, sem er engin umgjörð. Og kostar sko heilar 32 þúsund kall. En það er sko ekkert. Hvað haldiði að glerin kosti. Ja hér og aldeilis. 57 þúsund kall. Er ekki allt í lagi. Ég bara spyr. Svo þetta kostar heilar 89 þúsund. Oh lord. Eg þarf nebblega tvískipt gleraugu. En málið er að ég þarf samt að eiga önnur gleraugu með. Svona með bara nærsýnis og sjónskekkjuglerjum. Og ég er sko búin að finna spöngina á þau líka. Gucci. Og það fyndna er að hún er ódýrari en hin. Kostar 21 þúsund og er fjólublá. Ætla að kaupa hana líka. Bara að minna ykkur svo á það að eftir viku nákvæmlega verð ég stödd í Portugal í sólinni með bjór eða rauðvín í hönd ásamt spúsa mínum og minni bestu vinkonu Guðnýju og hennar spúsa Sigga. Datt bara í þau fyrir viku að skella sér með okkur og jibbý. Alltaf hrikalega gaman hjá okkur þegar við ferðumst saman og höfum sko farið í margar ferðirna hér innanlands. Diddinn minn átti afmæli á föstudaginn,48 ára orðinn kallinn. Mikael Orri ömmumús átti afmæli á laugardaginn orðin 1 árs og svo átti mín afmæli í gær, 45 ára kellan. Og þá er þessi afmælishrina búin. Til hamingju við öll. Svo var nú samt frekar leiðinlegur laugardagurinn, þrátt fyrir afmæli litla mannsins. Tító hennar Guðnýjar, lítill cavalier 8 ára, fékk hjartaslag og dó. Klinton hennar Ásthildar Silki terryer 4 mánaða varð fyrir bíl og dó. Tveir sama daginn. Elsku litlu krílin. En svona er þetta. Alltaf áhætta með blessuð gæludýrin.
En nú læt ég þessu lokið að sinni, lát að linni.
Laters............

föstudagur, ágúst 12, 2005

Bloggletin

alveg að drepa mig þessa dagana. Er engan vegin að nenna þessu. Hofi bara á lyklaborðið og bíð eftir því að orðin skoppi upp af sjálfu sér. En það er víst ekki að gerast. Svo það er best að kasta einhverju hér inn. Alveg sjálf og hjálparlaust. það er nú skemst frá því að segja að við hjónin höfum fest kaup á ferð til Portugal og hverfum héðan af landi brott þann 29 ágúst. Spriklandi með strákúst. Tvö alein og ekkert barn. Haldiði að það sé. Luxus.... Svo er spurning hvort að við getum myndað herlegheitin. Fína myndavélin sem ég fékk í jólagjöf tók upp á þeim ósköpum að hætta að smella af. En samt var hægt að smella af með fjarstýringunni. Nenni nú samt ekki að púkka upp á það. Fór með hana í viðgerð í gær, og mér til mikils svekkelsis þá senda þeir hana út. Og næsta ferð er ekki fyrr en í næstu viku. Nei sko sjáðu til frú mín góð við sendum ekki út daglega. Sorry. Búin að afreka það að kikka á hana Diddu besta skinn og henna mann á Hvolsvelli. Eiga þetta líka fína krúttlega hús þar. Geta sko látið fara vel um sig þar, myndi ég halda. Allavega gæti ég sko alveg hugsað mér eitt stykki svona hús. Bara hér á mölinni. Annars er ég farin að vera með áætlunarferðir þarna austur fyrir fjall. Fór í dag í Öndverðarnes með Erni að heimsækja vin sinn. Og það er alltaf eins og þeir hittist á hverjum degi. Smella alveg saman eins og flís við rass. Alveg synd að hann skuli búa svona langt í burtu núna. En hann kom svo með okkur heim og liggja þeir núna inni í herbergi og horfa á dvd. Ekki það að nú mætti hann Óli lokbrá alveg fara að mæta og strjúka þeim um augun. Lonni og Baldur að fara að flytja um eina hæð. Fengu lykla af tveggja herbergja íbúð í dag. Verður aldeilis munur fyrir þau greyin. Þetta er soddan hola sem þau eru í núna. Jæja best að fara að reyna koma drengjunum í svefn.
Laters...............

mánudagur, ágúst 08, 2005

Jæja þá er helgin liðin


og allt að falla í sínar venjubundnar skorður. Var að passa litla prinsinn alla helgina. Kom hér seinnipartinn á föstudaginn og svo sóttu þau hann um átta í kvöld. Alveg yndislegt að fá að hafa hann þessa daga. Er nú samt pínu þreytt, alveg gjörsamlega komin úr allri æfingu við að hafa svona kríli. Vakna á næturnar og gefa að drekka og skipta á bleyju. Sussu suss. En hann er samt voða góður að dudda við dótið sitt. Þarf nú samt að hafa hann í gjörgæslu, stendur allstaðar upp og reynir að ná í fína dótið hennar ömmu sinnar. Og videoið er sko í algjöru uppáhaldi. En hann var nú samt farinn að hlýða ef ég sagði nei og hristi hausinn því til staðfestingar. Fór svo aðeins til Olgu í kvöld að kveðja Tótu mágkonu hennar. Hún er að fara heim til Þýskalands á þriðjudaginn. Og græddi sko ógó flott málverk á þeirri heimsókninni sem Tóta gaf mér og heitir Nornirnar. Rosa flott. Spúsanum finnst það hins vegar ekkert rosa. En það er alltílæ. Ég er hér með heilt sjónvarpsherbergi sem á alveg eftir að skreyta með myndum. Svo nú er bara að skunda í Fjögur horn til Alla og láta ramma inn. Er annars bara búin að vera heima alla vikuna í þessari fínu pest sem Olga smitaði mig af. Enda tilkynnti ég mig veika í sumarfríinu. Er sko ekki að gefa þessum mönnum eitt eða neitt. Svo nú á ég þrjá daga til góða. Og ég sem ætlaði í útilegu í tjaldinu góða einu sinni enn fyrir sumarlok. Sýnist nú á öllu að ég geti gleymt því. Haustið er komið með öllu sínu roki og rigningu. Verð bara í startholunum strax næsta sumar. Nýta hverja helgi sem gefst. Hef annars ekki frá miklu að segja eftir þessa veikindaviku. Ekkert gerst, ekki farið neitt nema á náttfötunum í Lazy boy, snýtt mér og hóstað. Svo ég held ég láti þessu bara lokið í bili.
Laters......................

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Lasin.

Já haldiði ekki að frúin hafi nælt sér í líka þetta fína kvef. Og í pakkanum kom með höfðuverkur og beinverkir. Alveg frítt. Góður díll það. Annars fórum við drengurinn og ég í útilegu á miðvikudaginn síðasta eins og til stóð. Varð reynda dáldið örðuvísi en til stóð. Fórum upp í bústað til pa og ma og gistum þar eina nótt. Spiluðum svo minigolf daginn eftir og héldum svo sem leið lá að Flúðum. Náðum þar í fínt tjaldstæði við hliðina á hjólhýsi Stildu og Kidda. Sem var kanski eins gott. Þau voru reyndar ekki komin þegar við komum, biðum í 3 tíma eftir þeim. Svo nú var komið að því að vera sjálfstæð ung kona í útilegu. Hmmm....... Gekk ekki alveg nógu vel. Mér var bara alveg lífsins ómögulegt að koma upp þessu fína tjaldi sem á ekki að vera neitt vandamál að tjalda. Svo við biðum í þessu líka fína fortjaldi þeirra skötuhjúa og spiluðum Yatzy út í eitt í 3 tíma. En ég gat samt kveikt á gasinu og hitað mér kaffi. Dúleg delpa.... Komu þau nú á endanum og Kiddi var nú ekki lengi ásamt Kristjáni syni þeirra hjóna að skutla upp tjaldinu. Það sem klikkaði hjá mér var að það eru svona tippi sem eiga að stingast upp í súlurnar til að það standi. Og þar sem ég er ekki mikið í því að troða tippum upp í svona súlugöt, þá bara fattaði ég þetta alls ekki. En þetta verður ekkert mál næst....Nú er mín sko góð í götum og tippum. hehehe.. Gistum þarna eina nótt og svo brunað í bæinn. Beint að þvo og svo að versla. Og svo af stað upp í sumarbústað til Olgu og Daða á Laugarvatni. Og þar vorum við í góðu yfirlæti alla helgina og komum heim í gærkvköldi. Fannst nú samt Olga ekki sérlega gestrisin að smita mig af þessu asnalega kvefi. Þoli ekki að vera með stíflað nef. Fór til augnlæknis í dag og nú þarf ég að fá mér svona tvískipt gleraugu. 80 þúsund kall þar eða svo. Skil ekki að þetta skuli þurfa að vera svona dýrt hér heima. Kosta helmingi minna út. Kallinn og barnið í afmæli hjá Jónu hans Ella í kvöld, ákvað að vera heima svona drulluslöpp. Fullt af fólki sem á og hefði átt afmæli í dag.. Jóna, tengdamamma, Óskar, mamma Óskars. Siggi mágur Jónu. Til hamingju öll hvar sem þið eruð hér eða uppi. En nú nenni ég ekki meir. Ætla að sauma smá og fara svo bara að lúlla.
Laters..............