mánudagur, nóvember 29, 2004

Jæja þá er enn ein helgin

að lokum komin, og ég náttla vakandi klukkan þrjú eins og asni. Alltaf sama sagan með mig. Get aldrei komið mér í bælið á skikkanlegum tíma. En hvað um það. Nú er fína sjónvarpsherbergið mitt tilbúið og er bara ógeðslega flott if I may say so. Komin jólaljós í gluggan og svo var ég líka rosa dugleg og er búin að setja upp minn víðfræga eldhúsglugga sem á þessum tíma árs breytist í nokkurskonar jólaland. Og þá geta sko jólin komið. Fór svo til Olgu í kvöld með skírnarkjólinn, var eiginlega orðin strand, en er það ekki lengur og hann verður sko alveg tilbúinn á tilsettum tíma. Smá moj því að í uppskriftinni er hann síðerma en ég vil hafa hann stutterma svo Olga þessi elska er að skálda ermar upp úr hausnum á sér og þar af leiðandi prjónar hún þær líka. Smá svindl í gangi. En hvað eru tvær stuttar ermar á milli vina. Allt fyrir málstaðinn. Núh, svo er mar komin í menninguna og komin með Digital Ísland. Og endalausar stöðvar til að glápa á. En á endanum held ég samt að Skjár 1 standi samt upp úr sem sigurvegari í þessari keppni. Finnst samt frekar fúlt að geta ekki horft á hann í gegnum Digitalið. Tvær kvöldvaktir framundan og svo tekur nýja vaktakerfið við. Fúlt, því að þá þarf ég að vinna kvöld stubb á miðvikudagskvöldið. Frá 19.30 til 23.30. Í gamla kerfinu átti ég frí þennan dag. Argggg. Er sko ekki sammála manninum sem sagði að allar breytingar væru til góðs. Nú er ég alveg hætt að sjá á þennann skjá minn svo ég held að ég drusli mér í bælið svo ég geti vaknað í fyrramálið og komið drengnum í skólann.
Yfir og út, krúsarknús......

Engin ummæli: