Neibb ég er ekki hætt að blogga. Tölvan var eitthvað að stríða mér og þurfti að keyra inn á hana modemið aftur og svo datt mér það snjállræði í hug að mála sjónvarpsherbergið og setja á það nýtt, gamalt parket. Svo tölvan hefur bara staðið á stofugólfinu og ullað á mig í viku og ég í mjög svo slæmum fráhvörfum. Oh boy oh boy. Vont er að vera án tölvu. Semsagt, tryggingartrésmiðamennirnir komu hér á þriðjudag í síðustu viku og voru ekki lengi að skvera upp parketinu og skella nýju á. Var svo ótrúlega heppin að þeir skiptu alveg um hér frammi því að það hefði orðið svo mikill litamunur. Og þeir kláruðu hér um fjögur leitið á miðvikudaginn. Og þar sem parketið í stofunni var alveg heilt þá náttla spurði ég hvort ég mætti ekki bara eiga það og var það auðsótt. Þeir voru sko bara fegnir að þurfa ekki að bera það út. Svo Baldur Lilju var fenginn til að leggja það á sjónvarpsherbergið og gerði hann það á laugardaginn og fyrst ég var nú búin að rífa hér allt út þá bara hreinlega var ekki hægt að setja allt inn aftur án þess að mála. Og var það gert í gærkvöldi. Svo hér er ég búin að vera endalausu drasli að eilílfu amen. Svo kemur Baldur á morgun og setur gólflistana og þá er hægt að ganga endanlega frá þessu dóti. Hjúkk hvað ég verð kát þegar þetta er afstaðið. Svo nú er sjónvarpsherbergið mitt orðið London grátt með Roðagráu ívafi. Bara bíb flott. Ég var nú reyndar búin að velja einhvern lit sem hét Olivu grænt rosa flottur en bóndinn var ekki alveg á því. Hann vildi HVÍTT en ég þoli ekki hvíta veggi. Finnst alltaf eins og ég sé á sjúkó. Svo grátt varð það heillin. Svo var ég ekkert smá heppin í gærkvöldi. Detta ekki Adda og Ámundi hér inn um hálf ellefu leytið og hún hætti ekki að blikka manninn með að sjálfsögðu minni hjálp, fyrr en hann fór hér í gamlar brækur af Didda og bol af mér mundaði pensilinn. Svo hún gæti fengið mig til að spila við sig. Svo við bara óþverruðumst á meðan þeir puðuðust. hehehe.....Hann er náttla algjör séní þegar kemur að málningarvinnu. Er málarameistari og vinnur við þetta alla daga. Svo þetta gekk svona sirka fimm sinnum hraðar fyrir sig en ef við skötuhjúin hefðum verið ein í þessu. Svo var saumó í kvöld hjá Sússý frænku. Fengum mikið gott að borða. Frekar slöpp mæting þó. Anna veik, Olga svo upptekin að það hálfa væri nóg og Kolla fór á einhverja fatakynningu og kom ekki fyrr en rúmlega hálf ellefu. Kippti með mér einni rauðvínsflösku sem við vorum svosem ekki lengi að tæma. Óheppin Kolla, að koma svona seint, hún fékk ekkert rautt. æjæjæj......En nú er komið nóg af þessu bulli mínu
Yfir og út, krúsarknús............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli