Haldiði ekki að smiðirnir séu mættir og rífa hér upp allt gólfið hjá mér. Klukkutíma eftir að ég bloggaði í gær tilkynnti bóndinn mér það að þeir myndu koma hér í fyrramálið og kíkja á þetta og það var eins og við manninn mælt, þeir eru eins og óðir blóðhundar. Rífa hér allt og mæla með splint, donk og gengi. hehehe...... Sem sagt það verður ekki beðið með þetta þar til eftir jól. Spurning hvort ég verði ekki að reyna að fá mér frí í vinnu á morgun. Ekki hægt að hafa kallana hér eina.
Yfir og út krúsarknús.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli