mánudagur, nóvember 15, 2004

Mætt aftur.....

Jæja hér er ég komin aftur, eftir langa bið. Fullt búið að vera að gera. Sennilega of mikið. Hef ekki orðið nennu í að skrifa hér. Ojojojojjjjj.... Fór í afmælisteiti til Sillunar minnar á laugardagskvöldið. Og boy oh boy. Datt mar í það eða datt mar í það. Myndi frekar segja að ég hafi hrunið í það. Svona eins og mar gerði 16 ára. Tequila og meira Tequila. Skot eftir skot. Held ég haldi mig framvegis frá þessum fjanda. Fórum úr partýinu í Kjallarann og ég í lánsskóm frá Sillu, því að mínir voru farnir að meiða frekar mikið. Hefði nú frekar bara haldið áfram að kveljast í þeim, því ég kom bara heim með einn hæl. Og samt missteig ég mig ekki. Skil bara ekkert í þessu. Lonni hringdi í mig þegar við vorum eiginlega bara nýkomnar í Kjallarann og ekki leist henni á ástand móður sinnar og sagðist bara vera að koma og sækja mig. Sem og þau gerðu og keyrðu mig heim. Ljótt er að heyra þetta. En svona getur alltaf gerst. I´m so a shamed.... Þurfti náttlega endilega að koma við í vinnunni á leiðinni heim og fá pylsu, sem reyndar fór svo bara í ruslið. Hafði enga lyst á henni þegar allt kom til alls. Held nú samt að ég hafi ekki orðið mér til skammar. Vona allaveg ekki. Svo er mar að drepast úr kvefi enn eina ferðina. Er eiginlega orðin frekar þreytt á þessu kvefstandi í mér. Var síðast með kvef í ágúst og svo aftur núna. Frekar stutt á milli. Var svo með Super 10 kynningu hér í gærkveldi og keypti mér slatta af vítamínum, nú skal sko ráða niðurlögum þess kvefs í eitt skipti fyrir öll. Fór til Haddýar í dag og byrjaði aðeins á Skrappinu og verð að segja að þetta er ógeðslega skemmtilegt. Og verður hrikalega flott. Skírnarkjóllinn alveg að verða klár, ætla með mömmu á morgun að kaupa efni til að hafa undir. Og svo er bara að setja loka gírinn í gang og klára að prjóna. Er að prjóna núna bak berustykkið og svo bara stuttar ermar og þá er allt klárt. Smiðurinn kom hér loksinns í síðustu viku og gekk frá innréttingunni eftir lekann og sennilega þarf að rífa upp allt parketið og setja nýtt. Held að ég biðji þá að bíða með það þar til eftir jól. Well,well, well. Held að þessu linni hér og nú.
Yfir og út, krúsarknús...........

Engin ummæli: