mánudagur, maí 08, 2006

Æjjjjæjjjjæjjjjæjjjjæjjjj

Eitthvað er fólk farið að kvarta undan bloggleysi mínu hér. Æ elsku dúllurnar mínar ég bara nenni þessu ekki þessa daganna. Er algjörlega andlaus, veit ekkert hvað ég á að skrifa. Hef ekki frá neinu að segja. Er TÓM..... Samt ekki tóm, tóm. Skiluru bara tóm. Tónleikarnir voru bara skemmtilegir og svaka stemming í kirkjunni. Erum svo að syngja í Reykholti næsta laugardag ásamt kvennakórnum Freyjurnar frá Borgarfirði. Stemming þar mar. Rétt rúmur mánuður í Italíu. jejeje... Hlakka hrikalega til. Komin feitur hugur í mann og sona. Styttist líka í að ég fari að leysa verslunarstjórann af. Og er búin að tilkynna honum það hátíðlega að ég leysi hann ekki af ef hann verður ekki búinn að kenna mér giggið. Og ég er ekki að sjá neina tilburði í þá áttina. Alveg hreint með ólíkindum rólegur þessi maður. Það er nú ýmislegt sem mar þarf að vita til að reka eitt stykki verslun í heilann mánuð. Eða það hefði ég haldið. Litla órtúlega krúttlega ættarmótið hefur verið slegið af sökum dræmrar þátttöku. Pælið í því. Familían er svo boring að hún nennir ekki að hitta sjálfa sig. Vorum líka að syngja á tónleikunum hennar Önnu Kristine Neyðarkall úr norðri. Og verð nú að segja að það hafi verið hálfgert flopp. Ekki selt í helminginn af sætunum. En svona er þetta bara. Fyrsti góðviðrisdagurinn og allir í nettum fíling að laga til í garðinum hjá sér og svona. En fínn dagur hjá okkur. 2 alt fór í bæinn á eftir og fékk sér kaffi og með því. Sátum úti í sólinni og hugsuðum til Italíu. Létum okkur hlakka til að sitja á Ítölskum kaffihúsum með rautt eða hvítt, eða þá bara Latte. Hætt í bili.
Yfir og út krúsarknús.........

Engin ummæli: